Gefa út einstakt smárit um list 23. júlí 2012 11:00 Frosti Gnarr Stúdíó er staðsett úti á Gróttu og er nafn Grotta Zine dregið af því. Hér eru Hilmir Berg, Giuseppe Russo og Frosti Gnarr saman með fyrsta tölublaðið. Fréttablaðið/Ernir „Við gáfum út fyrsta ritið um síðustu helgi og erum núna að undirbúa næsta," segir Frosti Gnarr einn þeirra sem standa að baki nýja smáritinu Grotta Zine, sem mun koma út hálfsmánaðarlega og varpa ljósi á einn íslenskan listamann hverju sinni. „Þetta er smárit eða það sem kallast á ensku „zine"," segir Frosti um ritið sem telur 36 blaðsíður í A5 broti. Hann er listrænn stjórnandi og forstjóri grafísku hönnunarstofunnar Frosti Gnarr Stúdíó, sem annast alla framleiðslu ritsins. Stofan varð að fullstarfandi fyrirtæki í júní og er staðsett úti á Gróttu á Seltjarnarnesi en staðurinn er uppspretta nafns smáritsins. Auk Frosta annast Giuseppe Russo, framkvæmdastjóri stofunnar, framleiðslu blaðsins ásamt góðum hópi fólks. Listamaður fyrstu útgáfunnar er Sigurður Angantýsson Hólm sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður í vor. „Þetta verður þverfaglegt. Við ætlum að sýna verk eftir myndlistarmenn, grafíska hönnuði, tónlistarmenn og ljósmyndara. Við viljum ekki endilega festa okkur í myndlistinni heldur taka fyrir listamenn sem okkur finnst vera að gera eitthvað merkilegt eða sérstakt," segir Frosti og bætir við: „Þetta er tilraun til að gera eitthvað nýtt og spennandi fyrir menninguna." „Hver forsíða er einstök og handgerð," segir Frosti en upplag hvers tölublaðs er einungis 500 eintök og er hver forsíða handmáluð af listamanninum. Hægt er að kaupa ritið í fimm verslunum fyrir utan Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Eymundsson, sem gerði sölusamning við stofuna á dögunum. -hþt Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við gáfum út fyrsta ritið um síðustu helgi og erum núna að undirbúa næsta," segir Frosti Gnarr einn þeirra sem standa að baki nýja smáritinu Grotta Zine, sem mun koma út hálfsmánaðarlega og varpa ljósi á einn íslenskan listamann hverju sinni. „Þetta er smárit eða það sem kallast á ensku „zine"," segir Frosti um ritið sem telur 36 blaðsíður í A5 broti. Hann er listrænn stjórnandi og forstjóri grafísku hönnunarstofunnar Frosti Gnarr Stúdíó, sem annast alla framleiðslu ritsins. Stofan varð að fullstarfandi fyrirtæki í júní og er staðsett úti á Gróttu á Seltjarnarnesi en staðurinn er uppspretta nafns smáritsins. Auk Frosta annast Giuseppe Russo, framkvæmdastjóri stofunnar, framleiðslu blaðsins ásamt góðum hópi fólks. Listamaður fyrstu útgáfunnar er Sigurður Angantýsson Hólm sem útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands sem grafískur hönnuður í vor. „Þetta verður þverfaglegt. Við ætlum að sýna verk eftir myndlistarmenn, grafíska hönnuði, tónlistarmenn og ljósmyndara. Við viljum ekki endilega festa okkur í myndlistinni heldur taka fyrir listamenn sem okkur finnst vera að gera eitthvað merkilegt eða sérstakt," segir Frosti og bætir við: „Þetta er tilraun til að gera eitthvað nýtt og spennandi fyrir menninguna." „Hver forsíða er einstök og handgerð," segir Frosti en upplag hvers tölublaðs er einungis 500 eintök og er hver forsíða handmáluð af listamanninum. Hægt er að kaupa ritið í fimm verslunum fyrir utan Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Eymundsson, sem gerði sölusamning við stofuna á dögunum. -hþt
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira