Lopapeysur og viðskiptahættir Regína Ásvaldsdóttir skrifar 9. júlí 2012 06:00 Að undanförnu hafa borist fréttir af framleiðslu ?íslensku? lopapeysunnar í Kína og Taívan og mótmælum, meðal annars frá Handprjónasambandi Íslands, þar sem þess er krafist að merkingar á peysunum séu skýrar. Íslenska lopapeysan er í hugum margra nátengd sögu handverks hér á landi, þótt sú saga sé ekki löng. Það má ef til vill bera hana saman við kampavínið en enginn framleiðandi freyðivíns má kalla vínið sitt því nafni, nema það komi frá Champagne-héraði. Deilur af þessum toga eru ekki nýjar af nálinni í viðskiptalífinu. Alþjóðavæðingin hefur opnað fyrir frjálst flæði vöru og þjónustu og íslenskir hönnuðir, eins og aðrir, velja í síauknum mæli að senda framleiðslu til láglaunasvæða, sérstaklega ef um magnframleiðslu er að ræða. Íslenskt handverksfólk getur snúið vörn í sókn til að auka samkeppnishæfni sína. Til dæmis með því að merkja rækilega framleiðsluferil lopapeysa sem eru prjónaðar hér á landi. Miðla upplýsingum um hvaða efni er notað í vöruna, hvernig hún er framleidd og hvar. Neytendur eru í vaxandi mæli farnir að huga að samfélagsábyrgð. Í því felst aðbúnaður og mannréttindi starfsmanna, siðareglur og góðir viðskiptahættir. Alþjóðleg samtök um samfélagsábyrgð eins og GRI, Global Reporting Initiative, hvetja fyrirtæki til að gera árlega skýrslu sem tekur á öllum þáttum í kringum framleiðslu á vöru eða þjónustu. Ef vara er framleidd á láglaunasvæðum þá er mikilvægt að upplýsa um það hver sé raunverulegur aðbúnaður starfsmanna. Góð viðmið eru meðal annars að launin séu í samræmi við meðallaun í viðkomandi landi. Stór fyrirtæki í framleiðslu á útivistarfatnaði, svo sem Patagonia, hafa verið til fyrirmyndar í skráningu upplýsinga af þessum toga. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hefur staðið fyrir námskeiði í samstarfi við GRI og fleiri eru fyrirhuguð, meðal annars kynningarnámskeið í september. Það er von okkar að með aukinni fræðslu og umræðu um samfélagsábyrgð fjölgi þeim fyrirtækjum sem skrá upplýsingar um framleiðsluferil á réttan og aðgengilegan hátt og taki þannig þátt í því að auðvelda neytendum að velja vörur og þjónustu út frá siðferðilegum viðmiðunum, rétt eins og fjárhagslegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa borist fréttir af framleiðslu ?íslensku? lopapeysunnar í Kína og Taívan og mótmælum, meðal annars frá Handprjónasambandi Íslands, þar sem þess er krafist að merkingar á peysunum séu skýrar. Íslenska lopapeysan er í hugum margra nátengd sögu handverks hér á landi, þótt sú saga sé ekki löng. Það má ef til vill bera hana saman við kampavínið en enginn framleiðandi freyðivíns má kalla vínið sitt því nafni, nema það komi frá Champagne-héraði. Deilur af þessum toga eru ekki nýjar af nálinni í viðskiptalífinu. Alþjóðavæðingin hefur opnað fyrir frjálst flæði vöru og þjónustu og íslenskir hönnuðir, eins og aðrir, velja í síauknum mæli að senda framleiðslu til láglaunasvæða, sérstaklega ef um magnframleiðslu er að ræða. Íslenskt handverksfólk getur snúið vörn í sókn til að auka samkeppnishæfni sína. Til dæmis með því að merkja rækilega framleiðsluferil lopapeysa sem eru prjónaðar hér á landi. Miðla upplýsingum um hvaða efni er notað í vöruna, hvernig hún er framleidd og hvar. Neytendur eru í vaxandi mæli farnir að huga að samfélagsábyrgð. Í því felst aðbúnaður og mannréttindi starfsmanna, siðareglur og góðir viðskiptahættir. Alþjóðleg samtök um samfélagsábyrgð eins og GRI, Global Reporting Initiative, hvetja fyrirtæki til að gera árlega skýrslu sem tekur á öllum þáttum í kringum framleiðslu á vöru eða þjónustu. Ef vara er framleidd á láglaunasvæðum þá er mikilvægt að upplýsa um það hver sé raunverulegur aðbúnaður starfsmanna. Góð viðmið eru meðal annars að launin séu í samræmi við meðallaun í viðkomandi landi. Stór fyrirtæki í framleiðslu á útivistarfatnaði, svo sem Patagonia, hafa verið til fyrirmyndar í skráningu upplýsinga af þessum toga. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hefur staðið fyrir námskeiði í samstarfi við GRI og fleiri eru fyrirhuguð, meðal annars kynningarnámskeið í september. Það er von okkar að með aukinni fræðslu og umræðu um samfélagsábyrgð fjölgi þeim fyrirtækjum sem skrá upplýsingar um framleiðsluferil á réttan og aðgengilegan hátt og taki þannig þátt í því að auðvelda neytendum að velja vörur og þjónustu út frá siðferðilegum viðmiðunum, rétt eins og fjárhagslegum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun