Bætir, hressir og kætir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. júní 2012 11:00 Bíó. Intouchables. Leikstjórn: Olivier Nakache, Éric Toledano. Leikarar: François Cluzet, Omar Sy, Audrey Fleurot, Clotilde Mollet, Anne Le Ny. Franska gamanmyndin Intouchables segir frá smákrimmanum Driss sem gerist aðstoðarmaður lamaða auðmannsins Phillippe. Sá ríki er einmana en nokkuð brattur, harðneitar að láta vorkenna sér, er mikill menningarviti og fer bæði í óperuna og á málverkasýningar. Driss er hins vegar dóni og letihaugur, en með gott hjarta. Þrátt fyrir ólíka skapgerð og þjóðfélagsstöðu verða þeir hinir mestu mátar og eins og í öllum alvöru andstæðumyndum ná þeir á endanum að læra eilítið hvor af öðrum. Þessi formúla er litlu yngri en sjálf kvikmyndalistin og virðist enn kæta áhorfendur um allan heim. „Broddborgarinn sem reykir sig skakkan í fyrsta sinn" og „Lágstéttarmaðurinn sem kennir uppskafningunum að skemmta sér" eru meðal kunnuglegra atriða í myndinni, en það eru aðalstjörnurnar tvær, þeir François Cluzet og Omar Sy, sem hífa verkið upp um marga gæðaflokka með stórkostlegum samleik sínum. Persóna Cluzet er lömuð frá hálsi og fær leikarinn því aðeins að nota andlitið. Þetta er eflaust erfitt en hann gerir þetta virkilega vel, þótt stundum skyggi Sy á hann með óborganlegum töktum sínum. Dramatíkin er til staðar þó hún risti ekki djúpt, en grínið leikur lausum hala frá upphafi til enda og höfðar þar að auki til allra aldurshópa. Og þó boðskapurinn sé klisjukendur er sannleiksgildi hans ótvírætt. Góðir vinir létta okkur ekki bara lundina, heldur gera okkur að betri manneskjum. Ef þú getur ekki tekið undir það er ef til vill tímabært að endurskoða vinahópinn. Eða draga skarann á Intouchables. Niðurstaða: Sígild saga í fallegum búningi Mest lesið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. Intouchables. Leikstjórn: Olivier Nakache, Éric Toledano. Leikarar: François Cluzet, Omar Sy, Audrey Fleurot, Clotilde Mollet, Anne Le Ny. Franska gamanmyndin Intouchables segir frá smákrimmanum Driss sem gerist aðstoðarmaður lamaða auðmannsins Phillippe. Sá ríki er einmana en nokkuð brattur, harðneitar að láta vorkenna sér, er mikill menningarviti og fer bæði í óperuna og á málverkasýningar. Driss er hins vegar dóni og letihaugur, en með gott hjarta. Þrátt fyrir ólíka skapgerð og þjóðfélagsstöðu verða þeir hinir mestu mátar og eins og í öllum alvöru andstæðumyndum ná þeir á endanum að læra eilítið hvor af öðrum. Þessi formúla er litlu yngri en sjálf kvikmyndalistin og virðist enn kæta áhorfendur um allan heim. „Broddborgarinn sem reykir sig skakkan í fyrsta sinn" og „Lágstéttarmaðurinn sem kennir uppskafningunum að skemmta sér" eru meðal kunnuglegra atriða í myndinni, en það eru aðalstjörnurnar tvær, þeir François Cluzet og Omar Sy, sem hífa verkið upp um marga gæðaflokka með stórkostlegum samleik sínum. Persóna Cluzet er lömuð frá hálsi og fær leikarinn því aðeins að nota andlitið. Þetta er eflaust erfitt en hann gerir þetta virkilega vel, þótt stundum skyggi Sy á hann með óborganlegum töktum sínum. Dramatíkin er til staðar þó hún risti ekki djúpt, en grínið leikur lausum hala frá upphafi til enda og höfðar þar að auki til allra aldurshópa. Og þó boðskapurinn sé klisjukendur er sannleiksgildi hans ótvírætt. Góðir vinir létta okkur ekki bara lundina, heldur gera okkur að betri manneskjum. Ef þú getur ekki tekið undir það er ef til vill tímabært að endurskoða vinahópinn. Eða draga skarann á Intouchables. Niðurstaða: Sígild saga í fallegum búningi
Mest lesið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira