Alþjóðlegt fjölbragðapopp Trausti Júlíusson skrifar 8. júní 2012 14:00 Tónlist. Kiriyama Family. Kiriyama Family Kiriyama Family er í flokki ungra íslenskra hljómsveita í poppgeiranum sem hafa mjög alþjóðlegan hljóm. Eins og aðrar sveitir í þessum flokki, t.d. Tilbury og Of Monsters and Men þá heitir hún erlendu nafni og syngur allt á ensku. Tónlist Kiriyama Family er samt auðvitað ekkert sérstaklega lík tónlist Tilbury og enn síður tónlist Of Monsters and Men. Kiriyama Family spilar poppblöndu sem sækir í ýmis gæðapoppafbrigði tónlistarsögunnar, t.d. 70's bönd eins og Steely Dan og Doobie Brothers, 80's bönd á borð við Talk Talk og svo er smá 90's britpop fílingur í einhverjum lögum líka og áhrif frá rafpoppi 21. aldarinnar. Og fleira mætti tína til… Þetta er óvenju mótuð tónlist miðað við fyrstu plötu hljómsveitar. Platan er frekar stutt. Hún er níu-laga. En á móti kemur að hún er heilsteypt. Öll lögin eru góð. Platan er mixuð þannig að eitt lag tekur strax við af öðru sem eykur á heildarsvipinn. Tónlist Kiriyama Family er mjög skemmtilegt sambland af tónlist ólíkra áhrifavalda, en í henni felst líka ný nálgun á viðfangsefnið. Þetta er tækifærissinnuð tónlist í bestu merkingu þess orðs. Ég er strax farinn að hlakka til að heyra meira! Niðurstaða: Vönduð og fjölbreytt plata frá nýrri íslenskri popphljómsveit. Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. Kiriyama Family. Kiriyama Family Kiriyama Family er í flokki ungra íslenskra hljómsveita í poppgeiranum sem hafa mjög alþjóðlegan hljóm. Eins og aðrar sveitir í þessum flokki, t.d. Tilbury og Of Monsters and Men þá heitir hún erlendu nafni og syngur allt á ensku. Tónlist Kiriyama Family er samt auðvitað ekkert sérstaklega lík tónlist Tilbury og enn síður tónlist Of Monsters and Men. Kiriyama Family spilar poppblöndu sem sækir í ýmis gæðapoppafbrigði tónlistarsögunnar, t.d. 70's bönd eins og Steely Dan og Doobie Brothers, 80's bönd á borð við Talk Talk og svo er smá 90's britpop fílingur í einhverjum lögum líka og áhrif frá rafpoppi 21. aldarinnar. Og fleira mætti tína til… Þetta er óvenju mótuð tónlist miðað við fyrstu plötu hljómsveitar. Platan er frekar stutt. Hún er níu-laga. En á móti kemur að hún er heilsteypt. Öll lögin eru góð. Platan er mixuð þannig að eitt lag tekur strax við af öðru sem eykur á heildarsvipinn. Tónlist Kiriyama Family er mjög skemmtilegt sambland af tónlist ólíkra áhrifavalda, en í henni felst líka ný nálgun á viðfangsefnið. Þetta er tækifærissinnuð tónlist í bestu merkingu þess orðs. Ég er strax farinn að hlakka til að heyra meira! Niðurstaða: Vönduð og fjölbreytt plata frá nýrri íslenskri popphljómsveit.
Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira