Spyrjum að leikslokum Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 4. júní 2012 09:15 Það er vandlifað í Reykjavík um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið hefur verið ládeyða í byggingariðnaði enda lítið um nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu síðustu misserin. Það þarf vart að fjölyrða um áhrifin sem lamaður byggingaiðnaður hefur á efnahag þjóðarinnar og ein af þeim leiðum sem stjórnvöld hafa gripið til að styrkja hann hefur verið að stórefla ferðamannaiðnað. Sú leið virðist hafa borið árangur og samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur gistinóttum í Reykjavík fjölgað ár frá ári og yfir háannatímann er skortur á gistiplássum í borginni. Miðborg Reykjavíkur er eitt helsta aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins og því er mikilvægt að skipulag í miðbænum sé til fyrirmyndar. Sú er því miður ekki raunin á Ingólfstorgi. Skipulag torgsins og nærliggjandi svæða er vægast sagt umdeilt og ekki af ástæðulausu. Ber þar einna helst að nefna svæðið sunnan við torgið þar sem ægilegir brunagaflar Miðbæjarmarkaðarins og Landsímahússins tryggja að athygli vegfaranda beinist alveg örugglega ekki að því sem fallegt gæti talist í nærliggjandi umhverfi. Tónleikasalurinn aftan við Thorvaldsenstræti 2, Nasa, verður einnig seint talinn augnayndi og hvað þá hið hlandbrunna þröngstræti sem liggur meðfram salnum í átt að Austurvelli. Í ljósi þeirra ástæðna sem nú hafa verið nefndar ætti það því að vera fagnaðarefni að eigandi meirihluta húsanna sunnan Ingólfstorgs ætli að hefja framkvæmdir á svæðinu, m.a. með byggingu hótels. Með því slær hann í raun þrjár flugur í einu höggi og leggur þannig lóð sitt á vogarskálarnar til að leysa áðurnefnd vandamál; byggingariðnaðurinn fær innspýtingu, Reykjavík getur tekið á móti fleiri ferðamönnum og Ingólfstorg fær langþráða og nauðsynlega upplyftingu. Hugmyndir um hótelrekstur á þessum reit eru ekki nýjar af nálinni. Í janúar 2008 voru lagðar fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi á reitnum sem þá mættu hörðum andmælum, ekki síst fyrir þær sakir að til stóð að salurinn aftan við Nasa yrði rifinn, unnendum tónlistar til mikils og skiljanlegs ama. Fyrirhugað byggingamagn á svæðinu var einnig nefnt sem áhyggjuefni, ekki síst vegna skuggavarps og annarra sjónrænna þátta. Borgaryfirvöld höfðu lítið að segja í málinu enda fyrirhuguð hótelbygging í samræmi við gildandi deiliskipulag og húsin og lóðir sem þau standa á í einkaeigu. Eftir mótmælin árið 2008 átti hins vegar sá fáheyrði atburður sér stað að eigandi húsanna féllst á að stofnað yrði til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem hann hefur kostað að hluta til sjálfur. Þátttaka var góð en 68 tillögur bárust í keppnina og hafa fimm tillögur verið valdar til áframhaldandi þátttöku. Upp á síðkastið hafa á ný heyrst gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðra framkvæmda en nú um mánaðamótin verður rekstri skemmtistaðarins Nasa hætt. Sú gagnrýni er sem fyrr afar skiljanleg enda Nasa frábær tónleikasalur og einstakur í Reykjavík af ýmsum ástæðum. Fyrirhugað hótel hefur verið nefnt öllum illum nöfnum og talað er um framkvæmdina sem stórslys í menningar- og umhverfislegu samhengi. Til að sporna gegn hugsanlegu niðurrifi á svæðinu hefur verið lagt til að borgin festi kaup á húsnæðinu sem nú hýsir Nasa og sjái um rekstur staðarins í kjölfarið. Húsnæðið er hins vegar ekki til sölu og þó að svo væri þá er erfitt að sjá hvernig borgaryfirvöld gætu réttlætt kaup og rekstur á skemmtistað á krepputímum. Enn síður gæti það talist skynsamlegt að skapa borginni himinháa skaðabótaskyldu með því að standa í vegi fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er sá faglegi farvegur sem þetta skipulagsmál er í um þessar mundir allra besti kosturinn í stöðunni. Gildandi deiliskipulag og eignarhald á svæðinu setur borginni þröngar skorður í málinu. Þess utan er ávallt sá möguleiki í stöðunni að hafna vinningstillögu hugmyndasamkeppninnar ef hún reynist algjörlega óásættanleg. Ég hef hins vegar trú á því að á meðal þeirra 68 tillagna sem bárust í keppnina leynist í það minnsta ein sem leysir þann vanda sem að svæðinu steðjar. Þar til annað kemur í ljós tel ég að dómnefndinni sé fyllilega treystandi til að velja tillögu sem fellur vel að nærliggjandi umhverfi, leysir aðkomuvanda hópferðabíla og annarrar umferðar og sýnir Ingólfstorgi þann sóma sem það á skilið í hjarta borgarinnar. Vonandi mun tillagan þar að auki gera ráð fyrir að notkun hússins verði blanda af hótelrekstri, íbúðum, verslun og þjónustu. Þar til lokaniðurstaða hugmyndasamkeppninnar liggur fyrir er óþarfa bölmóður að rakka fyrirhugaða framkvæmd niður og ákveða fyrir fram að allt sé ómögulegt. Fögnum því frekar að skipulagsmál á svæðinu séu loks í faglegum farvegi sem vonandi skapar fjölda fólks atvinnu við að bæta ásýnd miðbæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er vandlifað í Reykjavík um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið hefur verið ládeyða í byggingariðnaði enda lítið um nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu síðustu misserin. Það þarf vart að fjölyrða um áhrifin sem lamaður byggingaiðnaður hefur á efnahag þjóðarinnar og ein af þeim leiðum sem stjórnvöld hafa gripið til að styrkja hann hefur verið að stórefla ferðamannaiðnað. Sú leið virðist hafa borið árangur og samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur gistinóttum í Reykjavík fjölgað ár frá ári og yfir háannatímann er skortur á gistiplássum í borginni. Miðborg Reykjavíkur er eitt helsta aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins og því er mikilvægt að skipulag í miðbænum sé til fyrirmyndar. Sú er því miður ekki raunin á Ingólfstorgi. Skipulag torgsins og nærliggjandi svæða er vægast sagt umdeilt og ekki af ástæðulausu. Ber þar einna helst að nefna svæðið sunnan við torgið þar sem ægilegir brunagaflar Miðbæjarmarkaðarins og Landsímahússins tryggja að athygli vegfaranda beinist alveg örugglega ekki að því sem fallegt gæti talist í nærliggjandi umhverfi. Tónleikasalurinn aftan við Thorvaldsenstræti 2, Nasa, verður einnig seint talinn augnayndi og hvað þá hið hlandbrunna þröngstræti sem liggur meðfram salnum í átt að Austurvelli. Í ljósi þeirra ástæðna sem nú hafa verið nefndar ætti það því að vera fagnaðarefni að eigandi meirihluta húsanna sunnan Ingólfstorgs ætli að hefja framkvæmdir á svæðinu, m.a. með byggingu hótels. Með því slær hann í raun þrjár flugur í einu höggi og leggur þannig lóð sitt á vogarskálarnar til að leysa áðurnefnd vandamál; byggingariðnaðurinn fær innspýtingu, Reykjavík getur tekið á móti fleiri ferðamönnum og Ingólfstorg fær langþráða og nauðsynlega upplyftingu. Hugmyndir um hótelrekstur á þessum reit eru ekki nýjar af nálinni. Í janúar 2008 voru lagðar fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi á reitnum sem þá mættu hörðum andmælum, ekki síst fyrir þær sakir að til stóð að salurinn aftan við Nasa yrði rifinn, unnendum tónlistar til mikils og skiljanlegs ama. Fyrirhugað byggingamagn á svæðinu var einnig nefnt sem áhyggjuefni, ekki síst vegna skuggavarps og annarra sjónrænna þátta. Borgaryfirvöld höfðu lítið að segja í málinu enda fyrirhuguð hótelbygging í samræmi við gildandi deiliskipulag og húsin og lóðir sem þau standa á í einkaeigu. Eftir mótmælin árið 2008 átti hins vegar sá fáheyrði atburður sér stað að eigandi húsanna féllst á að stofnað yrði til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem hann hefur kostað að hluta til sjálfur. Þátttaka var góð en 68 tillögur bárust í keppnina og hafa fimm tillögur verið valdar til áframhaldandi þátttöku. Upp á síðkastið hafa á ný heyrst gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðra framkvæmda en nú um mánaðamótin verður rekstri skemmtistaðarins Nasa hætt. Sú gagnrýni er sem fyrr afar skiljanleg enda Nasa frábær tónleikasalur og einstakur í Reykjavík af ýmsum ástæðum. Fyrirhugað hótel hefur verið nefnt öllum illum nöfnum og talað er um framkvæmdina sem stórslys í menningar- og umhverfislegu samhengi. Til að sporna gegn hugsanlegu niðurrifi á svæðinu hefur verið lagt til að borgin festi kaup á húsnæðinu sem nú hýsir Nasa og sjái um rekstur staðarins í kjölfarið. Húsnæðið er hins vegar ekki til sölu og þó að svo væri þá er erfitt að sjá hvernig borgaryfirvöld gætu réttlætt kaup og rekstur á skemmtistað á krepputímum. Enn síður gæti það talist skynsamlegt að skapa borginni himinháa skaðabótaskyldu með því að standa í vegi fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er sá faglegi farvegur sem þetta skipulagsmál er í um þessar mundir allra besti kosturinn í stöðunni. Gildandi deiliskipulag og eignarhald á svæðinu setur borginni þröngar skorður í málinu. Þess utan er ávallt sá möguleiki í stöðunni að hafna vinningstillögu hugmyndasamkeppninnar ef hún reynist algjörlega óásættanleg. Ég hef hins vegar trú á því að á meðal þeirra 68 tillagna sem bárust í keppnina leynist í það minnsta ein sem leysir þann vanda sem að svæðinu steðjar. Þar til annað kemur í ljós tel ég að dómnefndinni sé fyllilega treystandi til að velja tillögu sem fellur vel að nærliggjandi umhverfi, leysir aðkomuvanda hópferðabíla og annarrar umferðar og sýnir Ingólfstorgi þann sóma sem það á skilið í hjarta borgarinnar. Vonandi mun tillagan þar að auki gera ráð fyrir að notkun hússins verði blanda af hótelrekstri, íbúðum, verslun og þjónustu. Þar til lokaniðurstaða hugmyndasamkeppninnar liggur fyrir er óþarfa bölmóður að rakka fyrirhugaða framkvæmd niður og ákveða fyrir fram að allt sé ómögulegt. Fögnum því frekar að skipulagsmál á svæðinu séu loks í faglegum farvegi sem vonandi skapar fjölda fólks atvinnu við að bæta ásýnd miðbæjarins.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun