Spyrjum að leikslokum Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 4. júní 2012 09:15 Það er vandlifað í Reykjavík um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið hefur verið ládeyða í byggingariðnaði enda lítið um nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu síðustu misserin. Það þarf vart að fjölyrða um áhrifin sem lamaður byggingaiðnaður hefur á efnahag þjóðarinnar og ein af þeim leiðum sem stjórnvöld hafa gripið til að styrkja hann hefur verið að stórefla ferðamannaiðnað. Sú leið virðist hafa borið árangur og samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur gistinóttum í Reykjavík fjölgað ár frá ári og yfir háannatímann er skortur á gistiplássum í borginni. Miðborg Reykjavíkur er eitt helsta aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins og því er mikilvægt að skipulag í miðbænum sé til fyrirmyndar. Sú er því miður ekki raunin á Ingólfstorgi. Skipulag torgsins og nærliggjandi svæða er vægast sagt umdeilt og ekki af ástæðulausu. Ber þar einna helst að nefna svæðið sunnan við torgið þar sem ægilegir brunagaflar Miðbæjarmarkaðarins og Landsímahússins tryggja að athygli vegfaranda beinist alveg örugglega ekki að því sem fallegt gæti talist í nærliggjandi umhverfi. Tónleikasalurinn aftan við Thorvaldsenstræti 2, Nasa, verður einnig seint talinn augnayndi og hvað þá hið hlandbrunna þröngstræti sem liggur meðfram salnum í átt að Austurvelli. Í ljósi þeirra ástæðna sem nú hafa verið nefndar ætti það því að vera fagnaðarefni að eigandi meirihluta húsanna sunnan Ingólfstorgs ætli að hefja framkvæmdir á svæðinu, m.a. með byggingu hótels. Með því slær hann í raun þrjár flugur í einu höggi og leggur þannig lóð sitt á vogarskálarnar til að leysa áðurnefnd vandamál; byggingariðnaðurinn fær innspýtingu, Reykjavík getur tekið á móti fleiri ferðamönnum og Ingólfstorg fær langþráða og nauðsynlega upplyftingu. Hugmyndir um hótelrekstur á þessum reit eru ekki nýjar af nálinni. Í janúar 2008 voru lagðar fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi á reitnum sem þá mættu hörðum andmælum, ekki síst fyrir þær sakir að til stóð að salurinn aftan við Nasa yrði rifinn, unnendum tónlistar til mikils og skiljanlegs ama. Fyrirhugað byggingamagn á svæðinu var einnig nefnt sem áhyggjuefni, ekki síst vegna skuggavarps og annarra sjónrænna þátta. Borgaryfirvöld höfðu lítið að segja í málinu enda fyrirhuguð hótelbygging í samræmi við gildandi deiliskipulag og húsin og lóðir sem þau standa á í einkaeigu. Eftir mótmælin árið 2008 átti hins vegar sá fáheyrði atburður sér stað að eigandi húsanna féllst á að stofnað yrði til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem hann hefur kostað að hluta til sjálfur. Þátttaka var góð en 68 tillögur bárust í keppnina og hafa fimm tillögur verið valdar til áframhaldandi þátttöku. Upp á síðkastið hafa á ný heyrst gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðra framkvæmda en nú um mánaðamótin verður rekstri skemmtistaðarins Nasa hætt. Sú gagnrýni er sem fyrr afar skiljanleg enda Nasa frábær tónleikasalur og einstakur í Reykjavík af ýmsum ástæðum. Fyrirhugað hótel hefur verið nefnt öllum illum nöfnum og talað er um framkvæmdina sem stórslys í menningar- og umhverfislegu samhengi. Til að sporna gegn hugsanlegu niðurrifi á svæðinu hefur verið lagt til að borgin festi kaup á húsnæðinu sem nú hýsir Nasa og sjái um rekstur staðarins í kjölfarið. Húsnæðið er hins vegar ekki til sölu og þó að svo væri þá er erfitt að sjá hvernig borgaryfirvöld gætu réttlætt kaup og rekstur á skemmtistað á krepputímum. Enn síður gæti það talist skynsamlegt að skapa borginni himinháa skaðabótaskyldu með því að standa í vegi fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er sá faglegi farvegur sem þetta skipulagsmál er í um þessar mundir allra besti kosturinn í stöðunni. Gildandi deiliskipulag og eignarhald á svæðinu setur borginni þröngar skorður í málinu. Þess utan er ávallt sá möguleiki í stöðunni að hafna vinningstillögu hugmyndasamkeppninnar ef hún reynist algjörlega óásættanleg. Ég hef hins vegar trú á því að á meðal þeirra 68 tillagna sem bárust í keppnina leynist í það minnsta ein sem leysir þann vanda sem að svæðinu steðjar. Þar til annað kemur í ljós tel ég að dómnefndinni sé fyllilega treystandi til að velja tillögu sem fellur vel að nærliggjandi umhverfi, leysir aðkomuvanda hópferðabíla og annarrar umferðar og sýnir Ingólfstorgi þann sóma sem það á skilið í hjarta borgarinnar. Vonandi mun tillagan þar að auki gera ráð fyrir að notkun hússins verði blanda af hótelrekstri, íbúðum, verslun og þjónustu. Þar til lokaniðurstaða hugmyndasamkeppninnar liggur fyrir er óþarfa bölmóður að rakka fyrirhugaða framkvæmd niður og ákveða fyrir fram að allt sé ómögulegt. Fögnum því frekar að skipulagsmál á svæðinu séu loks í faglegum farvegi sem vonandi skapar fjölda fólks atvinnu við að bæta ásýnd miðbæjarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vandlifað í Reykjavík um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið hefur verið ládeyða í byggingariðnaði enda lítið um nýbyggingar á höfuðborgarsvæðinu síðustu misserin. Það þarf vart að fjölyrða um áhrifin sem lamaður byggingaiðnaður hefur á efnahag þjóðarinnar og ein af þeim leiðum sem stjórnvöld hafa gripið til að styrkja hann hefur verið að stórefla ferðamannaiðnað. Sú leið virðist hafa borið árangur og samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur gistinóttum í Reykjavík fjölgað ár frá ári og yfir háannatímann er skortur á gistiplássum í borginni. Miðborg Reykjavíkur er eitt helsta aðdráttarafl höfuðborgarsvæðisins og því er mikilvægt að skipulag í miðbænum sé til fyrirmyndar. Sú er því miður ekki raunin á Ingólfstorgi. Skipulag torgsins og nærliggjandi svæða er vægast sagt umdeilt og ekki af ástæðulausu. Ber þar einna helst að nefna svæðið sunnan við torgið þar sem ægilegir brunagaflar Miðbæjarmarkaðarins og Landsímahússins tryggja að athygli vegfaranda beinist alveg örugglega ekki að því sem fallegt gæti talist í nærliggjandi umhverfi. Tónleikasalurinn aftan við Thorvaldsenstræti 2, Nasa, verður einnig seint talinn augnayndi og hvað þá hið hlandbrunna þröngstræti sem liggur meðfram salnum í átt að Austurvelli. Í ljósi þeirra ástæðna sem nú hafa verið nefndar ætti það því að vera fagnaðarefni að eigandi meirihluta húsanna sunnan Ingólfstorgs ætli að hefja framkvæmdir á svæðinu, m.a. með byggingu hótels. Með því slær hann í raun þrjár flugur í einu höggi og leggur þannig lóð sitt á vogarskálarnar til að leysa áðurnefnd vandamál; byggingariðnaðurinn fær innspýtingu, Reykjavík getur tekið á móti fleiri ferðamönnum og Ingólfstorg fær langþráða og nauðsynlega upplyftingu. Hugmyndir um hótelrekstur á þessum reit eru ekki nýjar af nálinni. Í janúar 2008 voru lagðar fram tillögur að breytingum á deiliskipulagi á reitnum sem þá mættu hörðum andmælum, ekki síst fyrir þær sakir að til stóð að salurinn aftan við Nasa yrði rifinn, unnendum tónlistar til mikils og skiljanlegs ama. Fyrirhugað byggingamagn á svæðinu var einnig nefnt sem áhyggjuefni, ekki síst vegna skuggavarps og annarra sjónrænna þátta. Borgaryfirvöld höfðu lítið að segja í málinu enda fyrirhuguð hótelbygging í samræmi við gildandi deiliskipulag og húsin og lóðir sem þau standa á í einkaeigu. Eftir mótmælin árið 2008 átti hins vegar sá fáheyrði atburður sér stað að eigandi húsanna féllst á að stofnað yrði til alþjóðlegrar hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins sem hann hefur kostað að hluta til sjálfur. Þátttaka var góð en 68 tillögur bárust í keppnina og hafa fimm tillögur verið valdar til áframhaldandi þátttöku. Upp á síðkastið hafa á ný heyrst gagnrýnisraddir vegna fyrirhugaðra framkvæmda en nú um mánaðamótin verður rekstri skemmtistaðarins Nasa hætt. Sú gagnrýni er sem fyrr afar skiljanleg enda Nasa frábær tónleikasalur og einstakur í Reykjavík af ýmsum ástæðum. Fyrirhugað hótel hefur verið nefnt öllum illum nöfnum og talað er um framkvæmdina sem stórslys í menningar- og umhverfislegu samhengi. Til að sporna gegn hugsanlegu niðurrifi á svæðinu hefur verið lagt til að borgin festi kaup á húsnæðinu sem nú hýsir Nasa og sjái um rekstur staðarins í kjölfarið. Húsnæðið er hins vegar ekki til sölu og þó að svo væri þá er erfitt að sjá hvernig borgaryfirvöld gætu réttlætt kaup og rekstur á skemmtistað á krepputímum. Enn síður gæti það talist skynsamlegt að skapa borginni himinháa skaðabótaskyldu með því að standa í vegi fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum á svæðinu. Þegar öllu er á botninn hvolft er sá faglegi farvegur sem þetta skipulagsmál er í um þessar mundir allra besti kosturinn í stöðunni. Gildandi deiliskipulag og eignarhald á svæðinu setur borginni þröngar skorður í málinu. Þess utan er ávallt sá möguleiki í stöðunni að hafna vinningstillögu hugmyndasamkeppninnar ef hún reynist algjörlega óásættanleg. Ég hef hins vegar trú á því að á meðal þeirra 68 tillagna sem bárust í keppnina leynist í það minnsta ein sem leysir þann vanda sem að svæðinu steðjar. Þar til annað kemur í ljós tel ég að dómnefndinni sé fyllilega treystandi til að velja tillögu sem fellur vel að nærliggjandi umhverfi, leysir aðkomuvanda hópferðabíla og annarrar umferðar og sýnir Ingólfstorgi þann sóma sem það á skilið í hjarta borgarinnar. Vonandi mun tillagan þar að auki gera ráð fyrir að notkun hússins verði blanda af hótelrekstri, íbúðum, verslun og þjónustu. Þar til lokaniðurstaða hugmyndasamkeppninnar liggur fyrir er óþarfa bölmóður að rakka fyrirhugaða framkvæmd niður og ákveða fyrir fram að allt sé ómögulegt. Fögnum því frekar að skipulagsmál á svæðinu séu loks í faglegum farvegi sem vonandi skapar fjölda fólks atvinnu við að bæta ásýnd miðbæjarins.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun