Píka til sölu, kostar eina tölu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. maí 2012 06:00 Ég vissi að ég fengi þig til að lesa þennan pistil ef ég setti orðið píka í fyrirsögn. Það er nefnilega svo femínískt og frjálst að tala um píkur. Og merkilegt nokk virðast allir hafa áhuga og skoðanir á því hvernig það líffæri á að líta út og fúnkera. Hver greinin af annarri um það hvernig píkur eigi eða eigi ekki að vera birtist í fjölmiðlum og allar fá þær massívan lestur og mikil húrrahróp. Ég sem hélt að píkur væru eins misjafnar og þær eru margar og ekkert merkilegri en önnur líffæri. En svo lengi lærir sem lifir. Í framhaldi af vinsældum píkugreinanna hafa konur og útgefendur kveikt á því að kynlíf kvenna er söluvænlegt. Nú á að safna saman erótískum fantasíum kvenna og gefa út á bók svo konur geti loksins lesið um kynlíf á eigin forsendum. Á hvaða forsendum ætli þær hafi lesið um það hingað til? Það er nefnilega engin nýjung að konur skrifi um kynlíf. Það hafa þær gert síðan þær fóru að stinga niður penna. Að halda öðru fram ber annað hvort vott um fullkomna vanþekkingu á bókmenntasögunni eða vísvitandi blekkingar. Og slíkt ætlum við auðvitað ekki virðulegu forlagi sem ber rétt kvenna til að skrifa og lesa um kynlíf svona mikið fyrir brjósti. Rétturinn til að fá borgað fyrir hugverk sín og vinnu er hins vegar ekki samræmanlegur þessu kvenfrelsistiltæki. Í væntanlegri bók eiga að birtast kynórar sem konur senda inn nafnlaust og fá ekkert greitt fyrir. Þannig á að koma í veg fyrir að höfundarnir láti skömmina hefta frásögnina er ástæðan sem gefin hefur verið fyrir því ráðslagi. Kynórar eru sem sagt skammarlegir í hugum kvenna og yfirlýst markmið ritstjóra og forlags að losa þær við þá skömm. Göfugt markmið og auðvitað sjálfsagt að afsala sér höfundarlaunum fyrir slíka frelsun. Nafnleysinu fylgir hins vegar sá böggull að engin leið er dæma um kyn þess sem hefur skrifað textann, en ritstjóri bókarinnar hefur látið hafa eftir sér að það sé „bara skemmtilegt" ef karlmenn sendi inn kynóra kvenna ef þeir séu „í réttum anda". Órarnir verða svo valdir til birtingar út frá skemmtigildi, þ.e. söluvænleika. Það er sko enginn afsláttur gefinn af hugsjónunum að baki þessari femínísku útgáfu. Hvað ólaunuð vinna og ókeypis hugmyndir um krassandi kynlíf hafa með femínisma að gera hlýtur að vefjast fyrir fleirum en mér. Lítur miklu fremur út eins og enn ein leiðin til að hafa kynferði kvenna að féþúfu án þess að þær njóti þess sem inn er halað. Er það ekki akkúrat andstæðan við femínisma? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Friðrika Benónýsdóttir Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ég vissi að ég fengi þig til að lesa þennan pistil ef ég setti orðið píka í fyrirsögn. Það er nefnilega svo femínískt og frjálst að tala um píkur. Og merkilegt nokk virðast allir hafa áhuga og skoðanir á því hvernig það líffæri á að líta út og fúnkera. Hver greinin af annarri um það hvernig píkur eigi eða eigi ekki að vera birtist í fjölmiðlum og allar fá þær massívan lestur og mikil húrrahróp. Ég sem hélt að píkur væru eins misjafnar og þær eru margar og ekkert merkilegri en önnur líffæri. En svo lengi lærir sem lifir. Í framhaldi af vinsældum píkugreinanna hafa konur og útgefendur kveikt á því að kynlíf kvenna er söluvænlegt. Nú á að safna saman erótískum fantasíum kvenna og gefa út á bók svo konur geti loksins lesið um kynlíf á eigin forsendum. Á hvaða forsendum ætli þær hafi lesið um það hingað til? Það er nefnilega engin nýjung að konur skrifi um kynlíf. Það hafa þær gert síðan þær fóru að stinga niður penna. Að halda öðru fram ber annað hvort vott um fullkomna vanþekkingu á bókmenntasögunni eða vísvitandi blekkingar. Og slíkt ætlum við auðvitað ekki virðulegu forlagi sem ber rétt kvenna til að skrifa og lesa um kynlíf svona mikið fyrir brjósti. Rétturinn til að fá borgað fyrir hugverk sín og vinnu er hins vegar ekki samræmanlegur þessu kvenfrelsistiltæki. Í væntanlegri bók eiga að birtast kynórar sem konur senda inn nafnlaust og fá ekkert greitt fyrir. Þannig á að koma í veg fyrir að höfundarnir láti skömmina hefta frásögnina er ástæðan sem gefin hefur verið fyrir því ráðslagi. Kynórar eru sem sagt skammarlegir í hugum kvenna og yfirlýst markmið ritstjóra og forlags að losa þær við þá skömm. Göfugt markmið og auðvitað sjálfsagt að afsala sér höfundarlaunum fyrir slíka frelsun. Nafnleysinu fylgir hins vegar sá böggull að engin leið er dæma um kyn þess sem hefur skrifað textann, en ritstjóri bókarinnar hefur látið hafa eftir sér að það sé „bara skemmtilegt" ef karlmenn sendi inn kynóra kvenna ef þeir séu „í réttum anda". Órarnir verða svo valdir til birtingar út frá skemmtigildi, þ.e. söluvænleika. Það er sko enginn afsláttur gefinn af hugsjónunum að baki þessari femínísku útgáfu. Hvað ólaunuð vinna og ókeypis hugmyndir um krassandi kynlíf hafa með femínisma að gera hlýtur að vefjast fyrir fleirum en mér. Lítur miklu fremur út eins og enn ein leiðin til að hafa kynferði kvenna að féþúfu án þess að þær njóti þess sem inn er halað. Er það ekki akkúrat andstæðan við femínisma?
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun