Áralöng reynsla og traust þjónusta 23. maí 2012 09:00 Hilmar Óskarsson og Óskar Þór Hilmarsson. mynd/gva Fasteignasalan Fjárfesting hefur verið að störfum síðastliðin 25 ár og er staðsett að Borgartúni 31. Hún er í eigu feðganna Hilmars Óskarssonar og Óskars Þórs Hilmarssonar. „Við seljum mikið af nýbyggingum fyrir BYGG (Byggingarfélag Gylfa og Gunnars) ásamt eldri eignum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Það gengur mjög vel og er mikil hreyfing á eignum," segir Óskar Þór sem er löggiltur fasteignasali. Hann segir mikinn uppgang hafa verið í sölu fasteigna síðastliðið eitt og hálft ár. „Vissulega var tíminn skömmu eftir hrun ansi erfiður en okkur hefur gengið vel. Við höfum mest verið með fjóra til fimm starfsmenn en nú eru þeir tveir fyrir utan okkur feðgana." Óskar Þór segir mikið lagt upp úr vönduðum vinnubrögðum og er allur skjalafrágangur upp á tíu. „Við leggjum mest upp úr trausti og vandaðri sölumennsku auk þess sem áralöng reynsla kemur sér vel. Spurður að því hvað hafi breyst síðustu misseri segir Óskar Þór mun meiri jákvæðni og bjartsýni ríkja í þjóðfélaginu. „Þá hefur fólk betri aðgang að lánsfé sem gerir almenningi kleift að festa kaup á íbúð. Það munar mestu um það og nú eru það ekki eingöngu þeir sem eiga mikla fjármuni sem geta keypt." Óskar segir hverfi sem liggi miðsvæðis sérstaklega vinsæl og nefnir miðbæ, Vesturbæ og Lund í Fossvogsdal sem dæmi. „Ég held að hærra bensínverð spili þar inn í. Fólk vill hafa stutt í allar áttir." Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
Fasteignasalan Fjárfesting hefur verið að störfum síðastliðin 25 ár og er staðsett að Borgartúni 31. Hún er í eigu feðganna Hilmars Óskarssonar og Óskars Þórs Hilmarssonar. „Við seljum mikið af nýbyggingum fyrir BYGG (Byggingarfélag Gylfa og Gunnars) ásamt eldri eignum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Það gengur mjög vel og er mikil hreyfing á eignum," segir Óskar Þór sem er löggiltur fasteignasali. Hann segir mikinn uppgang hafa verið í sölu fasteigna síðastliðið eitt og hálft ár. „Vissulega var tíminn skömmu eftir hrun ansi erfiður en okkur hefur gengið vel. Við höfum mest verið með fjóra til fimm starfsmenn en nú eru þeir tveir fyrir utan okkur feðgana." Óskar Þór segir mikið lagt upp úr vönduðum vinnubrögðum og er allur skjalafrágangur upp á tíu. „Við leggjum mest upp úr trausti og vandaðri sölumennsku auk þess sem áralöng reynsla kemur sér vel. Spurður að því hvað hafi breyst síðustu misseri segir Óskar Þór mun meiri jákvæðni og bjartsýni ríkja í þjóðfélaginu. „Þá hefur fólk betri aðgang að lánsfé sem gerir almenningi kleift að festa kaup á íbúð. Það munar mestu um það og nú eru það ekki eingöngu þeir sem eiga mikla fjármuni sem geta keypt." Óskar segir hverfi sem liggi miðsvæðis sérstaklega vinsæl og nefnir miðbæ, Vesturbæ og Lund í Fossvogsdal sem dæmi. „Ég held að hærra bensínverð spili þar inn í. Fólk vill hafa stutt í allar áttir."
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira