Endurvinnslukóngurinn Trausti Júlíusson skrifar 10. maí 2012 14:30 Blunderbuss er fyrsta sólóplata Jacks White. Fram að þessu hefur hann gefið út efni með hljómsveitunum sínum White Stripes, The Raconteurs og Dead Weather ásamt því að stjórna upptökum og gefa út aðra listamenn hjá plötufyrirtækinu Third Man Records sem hann starfrækir í Nashville. White hefur allan ferilinn byggt sína tónlist á gömlum grunni. Tónlist White Stripes var til dæmis gamall blús, uppfærður og aðlagaður að nýjum tíma og nýjum hlustendahópi. Tónlistin á Blunderbuss er líka endurvinnsla, aðallega á tónlist áttunda áratugarins. Platan byrjar á stefi spiluðu á Fender Rhodes píanó og rafmagnsgítar, gæti verið tekið frá einhverri 70"s proggsveitinni. Næsta lag byrjar svo á gítarriffi í anda AC/DC og svo blandast inn í gítarrokkið þessi fíni Hammond-orgelhljómur. Og á sama hátt er hægt að finna skírskotun í tónlistarsöguna í flestum lögunum á plötunni. Níunda lagið, Trash Tongue Talker, er til dæmis eins og rokkuð útgáfa af Elton John… Þó að White sæki mikið í söguna, þá er þetta engin hermiplata; við erum langt frá sveitum eins og The Darkness svo dæmi sé nefnt. Jack White býr til nýtt úr gömlu og útkoman er fyrst og fremst hans. Blunderbuss hefur sterkan heildarsvip sem næst með söngnum, gítarleiknum og hljómnum á plötunni sem er mjög flottur. Blunderbuss er lítið meistaraverk; þrettán lög, hvert öðru betra. Ein af bestu plötum ársins hingað til. Niðurstaða: Jack White með eina af plötum ársins. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Blunderbuss er fyrsta sólóplata Jacks White. Fram að þessu hefur hann gefið út efni með hljómsveitunum sínum White Stripes, The Raconteurs og Dead Weather ásamt því að stjórna upptökum og gefa út aðra listamenn hjá plötufyrirtækinu Third Man Records sem hann starfrækir í Nashville. White hefur allan ferilinn byggt sína tónlist á gömlum grunni. Tónlist White Stripes var til dæmis gamall blús, uppfærður og aðlagaður að nýjum tíma og nýjum hlustendahópi. Tónlistin á Blunderbuss er líka endurvinnsla, aðallega á tónlist áttunda áratugarins. Platan byrjar á stefi spiluðu á Fender Rhodes píanó og rafmagnsgítar, gæti verið tekið frá einhverri 70"s proggsveitinni. Næsta lag byrjar svo á gítarriffi í anda AC/DC og svo blandast inn í gítarrokkið þessi fíni Hammond-orgelhljómur. Og á sama hátt er hægt að finna skírskotun í tónlistarsöguna í flestum lögunum á plötunni. Níunda lagið, Trash Tongue Talker, er til dæmis eins og rokkuð útgáfa af Elton John… Þó að White sæki mikið í söguna, þá er þetta engin hermiplata; við erum langt frá sveitum eins og The Darkness svo dæmi sé nefnt. Jack White býr til nýtt úr gömlu og útkoman er fyrst og fremst hans. Blunderbuss hefur sterkan heildarsvip sem næst með söngnum, gítarleiknum og hljómnum á plötunni sem er mjög flottur. Blunderbuss er lítið meistaraverk; þrettán lög, hvert öðru betra. Ein af bestu plötum ársins hingað til. Niðurstaða: Jack White með eina af plötum ársins.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira