Gengjastríð í Breiðholti í nýrri þáttaröð af Pressu 20. apríl 2012 11:00 Óskar Jónason er að hefja tökur á þriðju seríunni um blaðakonuna Láru í Pressu 3 en serían fer í loftið í haust. „Ég held að það sé tengingin við raunveruleikann sem útskýrir vinsældir seríunnar hjá áhorfendum," segir leikstjórinn Óskar Jónasson sem þessa dagana undirbýr tökur á þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Pressu. Pressa 3 er væntanleg í loftið í haust á Stöð 2 og er Óskar þessa dagana á fullu við æfingar en tökur hefjast í byrjun maí. „Þetta verður mikil keyrsla en tökur standa yfir í sex vikur. Sem er í raun lítill tími ef maður hugsar til þess að við erum að taka upp efni sem jafngildir þremur kvikmyndum," segir Óskar, en nýja serían samanstendur af sex þáttum. Leikarahópurinn verður sá hinn sami og í fyrri seríum en meðal leikara eru þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachman. Óskar skrifar handritið í samstarfi við Sigurjón Kjartansson, Margréti Örnólfsdóttur og Jóhann Ævar Grímsson. Serían er framleidd af Saga Film. Blaðið Pósturinn verður áfram sögusviðið en að þessu sinni er söguhetjan Lára komin með mikinn leiða á starfi sínu sem blaðamaður þar og farin að svipast um eftir einhverju öðru að gera. Tökuliðið er að koma sér fyrir í fyrrum höfuðstöðvum DV í Brautarholti þar sem tökurnar fara fram. Söguþráðurinn að þessu sinni er gengjastríð í Breiðholti og árásir á innflytjendur. „Við höfum alltaf reynt að tengja glæpamálin í seríunni við mál sem áhorfandinn kannast við. Það gerir seríuna trúverðugri," segir Óskar en mikið er lagt upp úr því. „Við förum bæði í vettvangskannanir hjá lögreglunni og hjá ritstjórnum til að fá innsýn inn í þessar starfsstéttir. Oft gerast samt hlutir í raunveruleikanum sem við getum ómögulega endurgert í sjónvarpinu því þeir eru einfaldlega of skrýtnir."Sara Dögg Ásgeirsdóttir snýr aftur sem blaðakonan Lára.Með þriðju seríuna í bígerð er Pressa, með blaðakonunni Láru í fararbroddi, orðin ansi langlíf á skjám landsmanna. Óskar hefur ákveðnar skýringar á því. „Serían höfðar til marga sem skilja hvernig það er að blanda saman atvinnu og fjölskyldulífi, en við reynum að tengja þetta tvennt saman. Það að það sé pressa á öllum vígstöðvum er íslenskur veruleiki. Söguþráðurinn að þessu sinni fléttast í kringum eitt einstakt glæpamál í stað marga," segir Óskar og bætir við að Pressa 3 endi að þessu sinni með sprengingu. „Það er engin kjarnorkusprenging kannski en á eftir að koma mörgum áhorfendum á óvart." alfrun@frettabladid.is Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég held að það sé tengingin við raunveruleikann sem útskýrir vinsældir seríunnar hjá áhorfendum," segir leikstjórinn Óskar Jónasson sem þessa dagana undirbýr tökur á þriðju seríu sjónvarpsþáttanna Pressu. Pressa 3 er væntanleg í loftið í haust á Stöð 2 og er Óskar þessa dagana á fullu við æfingar en tökur hefjast í byrjun maí. „Þetta verður mikil keyrsla en tökur standa yfir í sex vikur. Sem er í raun lítill tími ef maður hugsar til þess að við erum að taka upp efni sem jafngildir þremur kvikmyndum," segir Óskar, en nýja serían samanstendur af sex þáttum. Leikarahópurinn verður sá hinn sami og í fyrri seríum en meðal leikara eru þau Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachman. Óskar skrifar handritið í samstarfi við Sigurjón Kjartansson, Margréti Örnólfsdóttur og Jóhann Ævar Grímsson. Serían er framleidd af Saga Film. Blaðið Pósturinn verður áfram sögusviðið en að þessu sinni er söguhetjan Lára komin með mikinn leiða á starfi sínu sem blaðamaður þar og farin að svipast um eftir einhverju öðru að gera. Tökuliðið er að koma sér fyrir í fyrrum höfuðstöðvum DV í Brautarholti þar sem tökurnar fara fram. Söguþráðurinn að þessu sinni er gengjastríð í Breiðholti og árásir á innflytjendur. „Við höfum alltaf reynt að tengja glæpamálin í seríunni við mál sem áhorfandinn kannast við. Það gerir seríuna trúverðugri," segir Óskar en mikið er lagt upp úr því. „Við förum bæði í vettvangskannanir hjá lögreglunni og hjá ritstjórnum til að fá innsýn inn í þessar starfsstéttir. Oft gerast samt hlutir í raunveruleikanum sem við getum ómögulega endurgert í sjónvarpinu því þeir eru einfaldlega of skrýtnir."Sara Dögg Ásgeirsdóttir snýr aftur sem blaðakonan Lára.Með þriðju seríuna í bígerð er Pressa, með blaðakonunni Láru í fararbroddi, orðin ansi langlíf á skjám landsmanna. Óskar hefur ákveðnar skýringar á því. „Serían höfðar til marga sem skilja hvernig það er að blanda saman atvinnu og fjölskyldulífi, en við reynum að tengja þetta tvennt saman. Það að það sé pressa á öllum vígstöðvum er íslenskur veruleiki. Söguþráðurinn að þessu sinni fléttast í kringum eitt einstakt glæpamál í stað marga," segir Óskar og bætir við að Pressa 3 endi að þessu sinni með sprengingu. „Það er engin kjarnorkusprenging kannski en á eftir að koma mörgum áhorfendum á óvart." alfrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira