Lína innblásin af spíritisma 13. apríl 2012 13:00 Sævar Markús Óskarsson. Mynd/Vilhelm Sævar Markús Óskarsson frumsýndi fyrir stuttu brot úr fyrstu fatalínu sinni. Línan er bæði ætluð konum og körlum og inniheldur kjóla, jakka og buxur svo fátt eitt sé nefnt og er meðal annars innblásin af spíritisma og tékkneskum kvikmyndum frá sjöunda áratugnum. Sævar sendir fatalínuna frá sér í haust. Hann stundaði nám í myndlist og listasögu áður en hann snéri sér óvænt að fatahönnun. „Mig langaði að sérhæfa mig í fræðigreinum sem tengjast sögu og fornmunum en flutti til Parísar og fékk verkefni við búningagerð fyrir sýningu í gallerýi í eigu hönnuðarins Agnès B. Það gekk mjög vel og í kjölfarið kviknaði áhugi minn á fatahönnun," útskýrir hann. Sævar Markús hefur varið miklum tíma í hönnun fatalínunnar og segist hafa sótt innblástur til margra ólíkra þátta. „Innblásturinn kemur víða en helst frá málverkum frá lok 19. aldar sem eru kennd við Art Brut hreyfinguna. Verkin eru unnin út frá spíritisma og þaðan koma til dæmis munstrin sem ég nota í kjólana. Sniðin eru svo mikið til unnin út frá tísku sjöunda áratugarins, sem ég hef mikið dálæti á, og tékkneskum kvikmyndum."Fatalína Sævars er innblásin af spíritisma og kvikmyndum.Kvenlínan inniheldur meðal annars kjóla og skyrtur og herralínan, sem enn er í framleiðslu, mun innihalda jakka, buxur og skyrtur. Sævar Markús kveðst spenntur fyrir því að fá báðar línurnar fullkláraðar til sölu í versluninni Kiosk en situr þó ekki auðum höndum þangað til. „Ég er líka að vinna verkefni í samstarfi við útlenda vini mína og farinn að leggja drög að næstu línu." -sm Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Sævar Markús Óskarsson frumsýndi fyrir stuttu brot úr fyrstu fatalínu sinni. Línan er bæði ætluð konum og körlum og inniheldur kjóla, jakka og buxur svo fátt eitt sé nefnt og er meðal annars innblásin af spíritisma og tékkneskum kvikmyndum frá sjöunda áratugnum. Sævar sendir fatalínuna frá sér í haust. Hann stundaði nám í myndlist og listasögu áður en hann snéri sér óvænt að fatahönnun. „Mig langaði að sérhæfa mig í fræðigreinum sem tengjast sögu og fornmunum en flutti til Parísar og fékk verkefni við búningagerð fyrir sýningu í gallerýi í eigu hönnuðarins Agnès B. Það gekk mjög vel og í kjölfarið kviknaði áhugi minn á fatahönnun," útskýrir hann. Sævar Markús hefur varið miklum tíma í hönnun fatalínunnar og segist hafa sótt innblástur til margra ólíkra þátta. „Innblásturinn kemur víða en helst frá málverkum frá lok 19. aldar sem eru kennd við Art Brut hreyfinguna. Verkin eru unnin út frá spíritisma og þaðan koma til dæmis munstrin sem ég nota í kjólana. Sniðin eru svo mikið til unnin út frá tísku sjöunda áratugarins, sem ég hef mikið dálæti á, og tékkneskum kvikmyndum."Fatalína Sævars er innblásin af spíritisma og kvikmyndum.Kvenlínan inniheldur meðal annars kjóla og skyrtur og herralínan, sem enn er í framleiðslu, mun innihalda jakka, buxur og skyrtur. Sævar Markús kveðst spenntur fyrir því að fá báðar línurnar fullkláraðar til sölu í versluninni Kiosk en situr þó ekki auðum höndum þangað til. „Ég er líka að vinna verkefni í samstarfi við útlenda vini mína og farinn að leggja drög að næstu línu." -sm
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira