Af samskiptum við Deloitte og sérstakan saksóknara Ólafur Hauksson skrifar 12. apríl 2012 10:30 Ég finn mig knúinn til að segja stuttlega frá samskiptum mínum og félaga minna við Deloitte. Tilefni skrifanna er umræða um hvort álit frá fyrirtækinu fáist keypt. Því hefur Deloitte reyndar neitað. Sérstakur saksóknari kemur hér einnig við sögu. Snemma árs 2006 mættu tveir af stofnendum Iceland Express á fund hjá Deloitte. Þar óskuðu þeir eftir skýringum Deloitte á hrikalegu misræmi í afkomutölum Iceland Express. Haustið 2005 höfðu stofnendur Iceland Express selt Pálma Haraldssyni og félaga hans síðustu 8% hluta sinna í félaginu. Umsamið verð grundvallaðist á verðmati sem sagt var frá Deloitte. Í verðmatinu var hagnaður Iceland Express áætlaður aðeins 89 milljónir króna á árinu og því næsta miðað við stöðu félagsins. Aðeins fjórum mánuðum síðar kom hins vegar í ljós í tölum frá Deloitte að hagnaður ársins var í raun áætlaður 290 milljónir á því ári – þrefalt hærri. Hagnaður næsta árs á eftir var áætlaður 700 milljónir – ekki 89 eins og í „verðmatinu". Skýringa leitað hjá Deloitte Það munar talsverðu á 89 milljónum og 290 til 700 milljónum og því vildum við fá skýringar hjá Deloitte. Ljóst var að miðað við 290 milljóna króna hagnað höfðum við verið blekktir til að semja um lægra verðmat á Iceland Express en ella. Skemmst er frá því að segja að Deloitte neitaði að veita nokkrar skýringar og bar við trúnaði við Pálma og félaga. Við vorum síður en svo sáttir við þennan þagnarmúr og lögðum því aftur til atlögu við Deloitte eftir hrun bankanna. Loksins árið 2009 fékkst sú skýring frá Deloitte að fyrirtækið hafi ekki útbúið eiginlegt verðmat á Iceland Express haustið 2005. Þess í stað hafði Deloitte tekið blindandi við tölum frá fulltrúa Pálma Haraldssonar, sett inn í Excel-líkan og prentað út „verðmat Deloitte" á Iceland Express samkvæmt þeim. Deloitte sagði að fyrirtækið hefði á engan hátt sannreynt þessar tölur og því væri rangt að tala um „verðmat Deloitte". Hæstiréttur líka blekktur Í millitíðinni, árið 2007, höfðum við farið í mál við Pálma Haraldsson og félaga hans fyrir að blekkja okkur til að selja síðustu hlutina í Iceland Express langt undir sannvirði. Dómkvaddir matsmenn áætluðu virði fyrirtækisins 70% til 120% hærra en um var samið. Héraðsdómur og Hæstiréttur höfnuðu kröfunni hins vegar á þeirri forsendu að söluverðið hafi verið ásættanlegt miðað við „verðmat Deloitte". Þá vissu hvorki við né dómstólar að „verðmatið" væri tóm blekking. Dómsmálið kostaði okkur 8 milljónir króna og tapaða kröfu upp á tugmilljónir króna. En Deloitte valdi að þegja. Deloitte kaus að láta úrslit í dómsmáli ráðast af skjali sem kallað var „verðmat Deloitte" jafnvel þó fyrirtækið teldi sig enga ábyrgð bera á innihaldi þess. Deloitte lét þannig nota sig til að blekkja í viðskiptum og sá ekki sóma sinn í að leggja spilin á borðið þó um væri beðið. Eins og hver annar gúmmístimpill Það þurfti rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra (sem síðan sameinaðist sérstökum saksóknara) til að toga sjálft skjalið með „verðmatinu" út úr Deloitte. Það skjal hafði aðeins verið sýnt, en ekki afhent, á samningafundinum á sínum tíma. Þá höfðum við ekki minnstu ástæðu til að efast um sannleiksgildi „verðmats Deloitte" enda var lógó fyrirtækisins framan á skjalinu. Hvernig átti okkur að detta í hug að virt endurskoðunarfyrirtæki afhenti nafn sitt eins og hvern annan gúmmístimpil til að blekkja við samningagerð? Sérstakur endurskoðandi Það er svo sér kafli í þessu máli, og ekki síður athyglisverður, hvernig unnið hefur verið úr kæru hjá lögreglu vegna þessara blekkinga. Í því samhengi þarf að koma fram að Stefán D. Franklín, þáverandi endurskoðandi hjá Deloitte, sá um að útbúa „verðmatið" með 89 milljón króna hagnaðinum. Minna en fjórum mánuðum síðar sendi Stefán KB banka upplýsingar um 290 milljón króna hagnað Iceland Express – raunverulega hagnaðinn. Tugmilljónir króna voru hafðar af okkur með þessum blekkingum, sem eru skýrt hegningarlagabrot. Blekkingarnar höfðu áhrif á úrslit dómsmáls, sem er einnig hegningarlagabrot. Nýlega afgreiddi sérstakur saksóknari málið frá sér. Hann sagði enga ástæðu til að rannsaka málið frekar né ákæra. Því síður sá sérstakur saksóknari neitt skrítið við að taka slíka ákvörðun í máli sem snerti Stefán D. Franklín, endurskoðanda hjá sérstökum saksóknara. Kannski hefur málið bara verið afgreitt á kaffistofunni, eða þá í einhverju góðu starfsmannapartíi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég finn mig knúinn til að segja stuttlega frá samskiptum mínum og félaga minna við Deloitte. Tilefni skrifanna er umræða um hvort álit frá fyrirtækinu fáist keypt. Því hefur Deloitte reyndar neitað. Sérstakur saksóknari kemur hér einnig við sögu. Snemma árs 2006 mættu tveir af stofnendum Iceland Express á fund hjá Deloitte. Þar óskuðu þeir eftir skýringum Deloitte á hrikalegu misræmi í afkomutölum Iceland Express. Haustið 2005 höfðu stofnendur Iceland Express selt Pálma Haraldssyni og félaga hans síðustu 8% hluta sinna í félaginu. Umsamið verð grundvallaðist á verðmati sem sagt var frá Deloitte. Í verðmatinu var hagnaður Iceland Express áætlaður aðeins 89 milljónir króna á árinu og því næsta miðað við stöðu félagsins. Aðeins fjórum mánuðum síðar kom hins vegar í ljós í tölum frá Deloitte að hagnaður ársins var í raun áætlaður 290 milljónir á því ári – þrefalt hærri. Hagnaður næsta árs á eftir var áætlaður 700 milljónir – ekki 89 eins og í „verðmatinu". Skýringa leitað hjá Deloitte Það munar talsverðu á 89 milljónum og 290 til 700 milljónum og því vildum við fá skýringar hjá Deloitte. Ljóst var að miðað við 290 milljóna króna hagnað höfðum við verið blekktir til að semja um lægra verðmat á Iceland Express en ella. Skemmst er frá því að segja að Deloitte neitaði að veita nokkrar skýringar og bar við trúnaði við Pálma og félaga. Við vorum síður en svo sáttir við þennan þagnarmúr og lögðum því aftur til atlögu við Deloitte eftir hrun bankanna. Loksins árið 2009 fékkst sú skýring frá Deloitte að fyrirtækið hafi ekki útbúið eiginlegt verðmat á Iceland Express haustið 2005. Þess í stað hafði Deloitte tekið blindandi við tölum frá fulltrúa Pálma Haraldssonar, sett inn í Excel-líkan og prentað út „verðmat Deloitte" á Iceland Express samkvæmt þeim. Deloitte sagði að fyrirtækið hefði á engan hátt sannreynt þessar tölur og því væri rangt að tala um „verðmat Deloitte". Hæstiréttur líka blekktur Í millitíðinni, árið 2007, höfðum við farið í mál við Pálma Haraldsson og félaga hans fyrir að blekkja okkur til að selja síðustu hlutina í Iceland Express langt undir sannvirði. Dómkvaddir matsmenn áætluðu virði fyrirtækisins 70% til 120% hærra en um var samið. Héraðsdómur og Hæstiréttur höfnuðu kröfunni hins vegar á þeirri forsendu að söluverðið hafi verið ásættanlegt miðað við „verðmat Deloitte". Þá vissu hvorki við né dómstólar að „verðmatið" væri tóm blekking. Dómsmálið kostaði okkur 8 milljónir króna og tapaða kröfu upp á tugmilljónir króna. En Deloitte valdi að þegja. Deloitte kaus að láta úrslit í dómsmáli ráðast af skjali sem kallað var „verðmat Deloitte" jafnvel þó fyrirtækið teldi sig enga ábyrgð bera á innihaldi þess. Deloitte lét þannig nota sig til að blekkja í viðskiptum og sá ekki sóma sinn í að leggja spilin á borðið þó um væri beðið. Eins og hver annar gúmmístimpill Það þurfti rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra (sem síðan sameinaðist sérstökum saksóknara) til að toga sjálft skjalið með „verðmatinu" út úr Deloitte. Það skjal hafði aðeins verið sýnt, en ekki afhent, á samningafundinum á sínum tíma. Þá höfðum við ekki minnstu ástæðu til að efast um sannleiksgildi „verðmats Deloitte" enda var lógó fyrirtækisins framan á skjalinu. Hvernig átti okkur að detta í hug að virt endurskoðunarfyrirtæki afhenti nafn sitt eins og hvern annan gúmmístimpil til að blekkja við samningagerð? Sérstakur endurskoðandi Það er svo sér kafli í þessu máli, og ekki síður athyglisverður, hvernig unnið hefur verið úr kæru hjá lögreglu vegna þessara blekkinga. Í því samhengi þarf að koma fram að Stefán D. Franklín, þáverandi endurskoðandi hjá Deloitte, sá um að útbúa „verðmatið" með 89 milljón króna hagnaðinum. Minna en fjórum mánuðum síðar sendi Stefán KB banka upplýsingar um 290 milljón króna hagnað Iceland Express – raunverulega hagnaðinn. Tugmilljónir króna voru hafðar af okkur með þessum blekkingum, sem eru skýrt hegningarlagabrot. Blekkingarnar höfðu áhrif á úrslit dómsmáls, sem er einnig hegningarlagabrot. Nýlega afgreiddi sérstakur saksóknari málið frá sér. Hann sagði enga ástæðu til að rannsaka málið frekar né ákæra. Því síður sá sérstakur saksóknari neitt skrítið við að taka slíka ákvörðun í máli sem snerti Stefán D. Franklín, endurskoðanda hjá sérstökum saksóknara. Kannski hefur málið bara verið afgreitt á kaffistofunni, eða þá í einhverju góðu starfsmannapartíi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun