Geir Ólafs í júdóið | Bjarni bronsmaður segir hann vera öflugan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. mars 2012 07:00 Tekið á bronsmanninum Geir er undir öruggri handleiðslu Bjarna Friðrikssonar hjá Júdófélagi Reykjavíkur. Geir reynir hér að taka bronsmanninn niður. fréttablaðið/hag Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er marghamur maður. Hann hefur nú skipt jakkafötunum út fyrir júdóbúning og mun glíma á Íslandsmótinu í júdó um næstu helgi. Hann æfir undir handleiðslu bronsmannsins frá ÓL í Los Angeles, Bjarna Friðrikssonar, sem segir Geir vera öflugan júdókappa sem kveinki sér ekki. „Ég hef verið í júdó frá því ég var ungur drengur. Fyrsti maðurinn sem ég glímdi við var Thor Vilhjálmsson," sagði söngvarinn geðþekki og nú júdókappinn Geir Ólafsson. Geir mun taka þátt í Íslandsmótinu í júdó í fyrsta skipti um næstu helgi. Það eru nokkur afföll meðal bestu júdómanna landsins en mest munar þó um að besti júdómaður landsins, Þormóður Árni Jónsson, mun ekki geta keppt vegna meiðsla. Ný andlit fá því tækifæri til þess að láta ljós sitt skína og Geir er á meðal þeirra manna en hann mun taka þátt í mínus 73 kílógramma flokki. „Ég hef tekið júdóið mjög föstum tökum síðustu misseri og æft grimmt síðustu sjö mánuði. Í kjölfarið hef ég ákveðið að mæta á Íslandsmótið en það verður fyrsta júdómót sem ég tek þátt í," sagði Geir glaðbeittur. „Ég verð samt að viðurkenna að þó svo ég æfi mikið þá hef ég ekki tekið mataræðið nógu föstum tökum. Ég hef aldrei haft áhyggjur af því hvað ég sé að borða." Söngvarinn síkáti mætir fullur sjálfstrausts til leiks og ætlar að selja sig dýrt. „Maður stefnir alltaf á að vinna en fyrst og fremst ætla ég að standa í lappirnir og gera mitt besta. Ég ætla að nýta þá tækni og þekkingu sem ég hef öðlast til þess að gera mitt besta. Ég veit að andstæðingarnir eru gríðarlega erfiðir. Ég mæti þeim með virðingu og vinsemd en mun berjast við þá að því ég best get." Geir segist vera mjög spenntur fyrir mótinu og hlakki til að taka þátt í mótinu. „Júdó er göfugmennaíþrótt sem gaman er að stunda. Þetta getur því ekki orðið annað en gaman," sagði Geir en getur hann eitthvað? „Það kemur í ljós á mótinu." Það er óhætt að segja að Geir sé að fá góða þjálfun en þjálfarinn hans er enginn annar en bronsmaðurinn frá Ólympíuleikunum í Los Angeles, Bjarni Friðriksson. „Geir er flottur glímumaður og mjög öflugur. Hann er líklega ekki að fara að keppa um Íslandsmeistaratitilinn enda búinn að æfa stutt en hann er mjög öflugur," sagði Bjarni um skjólstæðinginn Geir sem hann segir vera til fyrirmyndar. „Geir missir aldrei af æfingu og kveinkar sér aldrei. Það er mikill kostur. Hann lenti einu sinni í því að meiða sig en það stoppaði hann ekki. Ég varð svo að reyna að stoppa hann því hann neitaði að hætta. Honum finnst þetta svo gaman," sagði Bjarni ánægður með sinn mann. Innlendar Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er marghamur maður. Hann hefur nú skipt jakkafötunum út fyrir júdóbúning og mun glíma á Íslandsmótinu í júdó um næstu helgi. Hann æfir undir handleiðslu bronsmannsins frá ÓL í Los Angeles, Bjarna Friðrikssonar, sem segir Geir vera öflugan júdókappa sem kveinki sér ekki. „Ég hef verið í júdó frá því ég var ungur drengur. Fyrsti maðurinn sem ég glímdi við var Thor Vilhjálmsson," sagði söngvarinn geðþekki og nú júdókappinn Geir Ólafsson. Geir mun taka þátt í Íslandsmótinu í júdó í fyrsta skipti um næstu helgi. Það eru nokkur afföll meðal bestu júdómanna landsins en mest munar þó um að besti júdómaður landsins, Þormóður Árni Jónsson, mun ekki geta keppt vegna meiðsla. Ný andlit fá því tækifæri til þess að láta ljós sitt skína og Geir er á meðal þeirra manna en hann mun taka þátt í mínus 73 kílógramma flokki. „Ég hef tekið júdóið mjög föstum tökum síðustu misseri og æft grimmt síðustu sjö mánuði. Í kjölfarið hef ég ákveðið að mæta á Íslandsmótið en það verður fyrsta júdómót sem ég tek þátt í," sagði Geir glaðbeittur. „Ég verð samt að viðurkenna að þó svo ég æfi mikið þá hef ég ekki tekið mataræðið nógu föstum tökum. Ég hef aldrei haft áhyggjur af því hvað ég sé að borða." Söngvarinn síkáti mætir fullur sjálfstrausts til leiks og ætlar að selja sig dýrt. „Maður stefnir alltaf á að vinna en fyrst og fremst ætla ég að standa í lappirnir og gera mitt besta. Ég ætla að nýta þá tækni og þekkingu sem ég hef öðlast til þess að gera mitt besta. Ég veit að andstæðingarnir eru gríðarlega erfiðir. Ég mæti þeim með virðingu og vinsemd en mun berjast við þá að því ég best get." Geir segist vera mjög spenntur fyrir mótinu og hlakki til að taka þátt í mótinu. „Júdó er göfugmennaíþrótt sem gaman er að stunda. Þetta getur því ekki orðið annað en gaman," sagði Geir en getur hann eitthvað? „Það kemur í ljós á mótinu." Það er óhætt að segja að Geir sé að fá góða þjálfun en þjálfarinn hans er enginn annar en bronsmaðurinn frá Ólympíuleikunum í Los Angeles, Bjarni Friðriksson. „Geir er flottur glímumaður og mjög öflugur. Hann er líklega ekki að fara að keppa um Íslandsmeistaratitilinn enda búinn að æfa stutt en hann er mjög öflugur," sagði Bjarni um skjólstæðinginn Geir sem hann segir vera til fyrirmyndar. „Geir missir aldrei af æfingu og kveinkar sér aldrei. Það er mikill kostur. Hann lenti einu sinni í því að meiða sig en það stoppaði hann ekki. Ég varð svo að reyna að stoppa hann því hann neitaði að hætta. Honum finnst þetta svo gaman," sagði Bjarni ánægður með sinn mann.
Innlendar Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum