Uppselt á flesta tónleika Of Monsters í Bandaríkjunum 6. mars 2012 12:00 Mikill áhugi er fyrir hljómsveitinni Of Monsters and Men vestanhafs. „Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Uppselt er á flesta tónleika hljómsveitarinnar á væntanlegri tónleikaferð hennar um Bandaríkin og Kanada. Ferðin hefst á hátíðinni South By South West í Texas í næstu viku og stendur hún yfir í einn mánuð með 26 tónleikum. Í gær voru miðar uppseldir á 21 tónleikastað en þeir staðir taka samanlagt um tíu þúsund gesti. Að sögn umboðsmanns Of Monsters and Men, Heather Kolker, kemur það mjög á óvart hversu hratt miðarnir hafa selst enda er þetta fyrsta tónleikaferð hljómsveitarinnar vestanhafs. Í mörgum tilfellum hafa tónleikarnir verið færðir á stærri staði til að anna eftirspurn. Til marks um áhugann á hljómsveitinni seldist upp á nokkrum mínútum á tvenna tónleika hennar í Fíladelfíu á stað sem tekur um eitt þúsund gesti. Einnig er uppselt á 1.800-manna tónleika sveitarinnar í Seattle. Tónleikar Of Monsters and Men í Boston voru færðir á stærri stað og verða núna í The House of Blues sem er frægt tónleikahús í Bandaríkjunum. Nanna Bryndís er í skýjunum með þessar góðu viðtökur. „Við höfum nánast ekkert spilað þarna og að það sé búið að seljast upp á þessa tónleika er bara ótrúlegt. Við vorum ekki að búast við þessu en þetta er rosalega gaman.“ Þessi mikli áhugi á Of Monsters and Men er ekki úr lausu lofti gripinn því stuttskífan Into the Woods fékk mjög góðar viðtökur vestanhafs, komst ofarlega á Billboard-listanum og á lista iTunes. Þá var smellurinn Little Talks það lag sem flestar jaðarútvarpsstöðvar í Bandaríkjunum tóku í spilun í síðustu viku. Aðspurð segist Nanna Bryndís hlakka mjög til ferðalagsins. „Við höfum aldrei tekið mánuð í að spila á hverju einasta kvöldi. Þetta verður svolítið mikil breyting fyrir okkur en við verðum örugglega sjóaðri fyrir vikið. Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í en vonandi spjörum við okkur.“freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er fáránlegt og algjör snilld,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men. Uppselt er á flesta tónleika hljómsveitarinnar á væntanlegri tónleikaferð hennar um Bandaríkin og Kanada. Ferðin hefst á hátíðinni South By South West í Texas í næstu viku og stendur hún yfir í einn mánuð með 26 tónleikum. Í gær voru miðar uppseldir á 21 tónleikastað en þeir staðir taka samanlagt um tíu þúsund gesti. Að sögn umboðsmanns Of Monsters and Men, Heather Kolker, kemur það mjög á óvart hversu hratt miðarnir hafa selst enda er þetta fyrsta tónleikaferð hljómsveitarinnar vestanhafs. Í mörgum tilfellum hafa tónleikarnir verið færðir á stærri staði til að anna eftirspurn. Til marks um áhugann á hljómsveitinni seldist upp á nokkrum mínútum á tvenna tónleika hennar í Fíladelfíu á stað sem tekur um eitt þúsund gesti. Einnig er uppselt á 1.800-manna tónleika sveitarinnar í Seattle. Tónleikar Of Monsters and Men í Boston voru færðir á stærri stað og verða núna í The House of Blues sem er frægt tónleikahús í Bandaríkjunum. Nanna Bryndís er í skýjunum með þessar góðu viðtökur. „Við höfum nánast ekkert spilað þarna og að það sé búið að seljast upp á þessa tónleika er bara ótrúlegt. Við vorum ekki að búast við þessu en þetta er rosalega gaman.“ Þessi mikli áhugi á Of Monsters and Men er ekki úr lausu lofti gripinn því stuttskífan Into the Woods fékk mjög góðar viðtökur vestanhafs, komst ofarlega á Billboard-listanum og á lista iTunes. Þá var smellurinn Little Talks það lag sem flestar jaðarútvarpsstöðvar í Bandaríkjunum tóku í spilun í síðustu viku. Aðspurð segist Nanna Bryndís hlakka mjög til ferðalagsins. „Við höfum aldrei tekið mánuð í að spila á hverju einasta kvöldi. Þetta verður svolítið mikil breyting fyrir okkur en við verðum örugglega sjóaðri fyrir vikið. Við vitum ekkert hvað við erum að fara út í en vonandi spjörum við okkur.“freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira