Skáld og stjórnmálamenn í Vinnufatabúðinni 6. mars 2012 11:00 Hvað eiga útivistarmenn, skáld, skrifstofufólk, stjórnmálamenn, iðnaðarmenn og verkafólk sameiginlegt? Jú, að sækjast eftir klassískri merkjavöru sem endist og endist, í Vinnufatabúðinni. Verslunin hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu og er rómuð fyrir góða og persónulega þjónustu. Á fyrstu árunum gátu viðskiptavinir Vinnufatabúðinnarinnar ekki einungis verslað föt, heldur einnig látið sérsauma og breyta herrabuxum. Vinnufatabúðin er í tvílyftu húsi við Laugaveg 76, sem verða mun 102 ára í sumar. Þar hefur lítið verið hróflað við innréttingum síðan verslunin var sett á fót sumarið 1941; en nú, 71 ári síðar, standa breytingar fyrir dyrum sem líta munu dagsins ljós með hækkandi sól. Frá árinu 1910 hefur Laugavegur 76 meðal annars hýst matvörubúð, sælgætisverslun, úrsmið, gjafavörubúð og Gúmmívinnustofuna, sem talin er fyrsta dekkjaverkstæði landsins. Hún annaðist viðgerðir á bifreiðahjólbörðum og reiðhjóladekkjum, framleiddi gúmmílím og endurnýtti hjólbarða í gúmmískó. Sú merka saga vekur forvitni yngri kynslóða í dag, sem líta til endurvinnslu og endurnotkunar hráefnis. Í tilefni fyrirhugaðrar andlitslyftingar efnir Vinnufatabúðin til rýmingarsölu þar sem boðinn er 20-60 prósenta afsláttur af þekktum merkjavörum. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Hvað eiga útivistarmenn, skáld, skrifstofufólk, stjórnmálamenn, iðnaðarmenn og verkafólk sameiginlegt? Jú, að sækjast eftir klassískri merkjavöru sem endist og endist, í Vinnufatabúðinni. Verslunin hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu og er rómuð fyrir góða og persónulega þjónustu. Á fyrstu árunum gátu viðskiptavinir Vinnufatabúðinnarinnar ekki einungis verslað föt, heldur einnig látið sérsauma og breyta herrabuxum. Vinnufatabúðin er í tvílyftu húsi við Laugaveg 76, sem verða mun 102 ára í sumar. Þar hefur lítið verið hróflað við innréttingum síðan verslunin var sett á fót sumarið 1941; en nú, 71 ári síðar, standa breytingar fyrir dyrum sem líta munu dagsins ljós með hækkandi sól. Frá árinu 1910 hefur Laugavegur 76 meðal annars hýst matvörubúð, sælgætisverslun, úrsmið, gjafavörubúð og Gúmmívinnustofuna, sem talin er fyrsta dekkjaverkstæði landsins. Hún annaðist viðgerðir á bifreiðahjólbörðum og reiðhjóladekkjum, framleiddi gúmmílím og endurnýtti hjólbarða í gúmmískó. Sú merka saga vekur forvitni yngri kynslóða í dag, sem líta til endurvinnslu og endurnotkunar hráefnis. Í tilefni fyrirhugaðrar andlitslyftingar efnir Vinnufatabúðin til rýmingarsölu þar sem boðinn er 20-60 prósenta afsláttur af þekktum merkjavörum.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira