Ljúft og fagurt þjóðlagapopp Trausti Júlíusson skrifar 1. mars 2012 11:30 Tónlist. Hvað ef himininn brotnar. Blágresi. Hvað ef himininn brotnar er fyrsta plata Blágresis, sem er tríó skipað söngkonunni Tinnu Marínu Jónsdóttur, Daníel Auðunssyni gítarleikara og söngvara og Leifi Björnssyni sem spilar á gítar og hljómborð og syngur. Platan hefur að geyma tíu ný lög við texta Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Auk meðlimanna þriggja spila á plötunni nokkrir gestir, Bassi Ólafsson slagverksleikari, Óttar Sæmundsson bassaleikari, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Pétur Hallgrímsson sem spilar á stálgítar og banjó. Tónlist Blágresis er ljúft þjóðlagapopp. Tinna Marína hefur mjög bjarta og fallega söngrödd sem nýtur sín vel í þessari tónlist, bæði þegar hún syngur ein og þegar hún raddar með strákunum. Platan er mjög vel unnin, hljómurinn er góður og útsetningarnar eru smekklegar, fiðlan kemur t.d. mjög vel út. Textar Einars Más eru ágætir, ástin er fyrirferðamesta viðfangsefnið, en fleiri koma við sögu. Lagasmíðarnar eru yfir það heila góðar og nóg af grípandi lögum sem gætu náð vinsældum. Ég nefni sem dæmi kreppulagið Alltaf sama sagan, hið fallega Vekjum heiminn og lokalagið Þessar blóðrauðu varir. Þetta er ágætis plata. Hún brýtur ekki blað tónlistarlega en lög og textar eru vel úr garði gerð og flutningurinn er góður. Niðurstaða: Vel unnin og sæt þjóðlagapoppplata. Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist. Hvað ef himininn brotnar. Blágresi. Hvað ef himininn brotnar er fyrsta plata Blágresis, sem er tríó skipað söngkonunni Tinnu Marínu Jónsdóttur, Daníel Auðunssyni gítarleikara og söngvara og Leifi Björnssyni sem spilar á gítar og hljómborð og syngur. Platan hefur að geyma tíu ný lög við texta Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Auk meðlimanna þriggja spila á plötunni nokkrir gestir, Bassi Ólafsson slagverksleikari, Óttar Sæmundsson bassaleikari, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Pétur Hallgrímsson sem spilar á stálgítar og banjó. Tónlist Blágresis er ljúft þjóðlagapopp. Tinna Marína hefur mjög bjarta og fallega söngrödd sem nýtur sín vel í þessari tónlist, bæði þegar hún syngur ein og þegar hún raddar með strákunum. Platan er mjög vel unnin, hljómurinn er góður og útsetningarnar eru smekklegar, fiðlan kemur t.d. mjög vel út. Textar Einars Más eru ágætir, ástin er fyrirferðamesta viðfangsefnið, en fleiri koma við sögu. Lagasmíðarnar eru yfir það heila góðar og nóg af grípandi lögum sem gætu náð vinsældum. Ég nefni sem dæmi kreppulagið Alltaf sama sagan, hið fallega Vekjum heiminn og lokalagið Þessar blóðrauðu varir. Þetta er ágætis plata. Hún brýtur ekki blað tónlistarlega en lög og textar eru vel úr garði gerð og flutningurinn er góður. Niðurstaða: Vel unnin og sæt þjóðlagapoppplata.
Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira