Ferskir vindar um Höllina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2012 10:00 Helgi Rafn Viggósson hjá Tindastól og Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík með bikarinn. Mynd/Jón Björn Ólafsson Karlalið Keflavíkur sker sig svo sannarlega úr meðal þeirra fjögurra liða sem spila til úrslita um Poweradebikarinn í Laugardalshöllinni í dag. Keflvíkingar hafa unnið bikarinn fimm sinnum en þá tilfinningu þekkja hin lið þrjú hinsvegar ekki. Þetta verður jafnframt fyrsti bikarúrslitadagurinn í 18 ár sem höfuðborgarsvæðið á engan fulltrúa. Leikur Njarðvíkur og Snæfells í kvennaflokki hefst klukkan 13.30 en karlaleikur Keflavíkur og Tindastóls hefst síðan klukkan 16.00. Keflvíkingar eru mun ofar í töflunni og sigurstranglegri í karlaleiknum í dag. Stólarnir geta horft til Stjörnumanna sem fóru í Höllina í fyrsta sinn fyrir þremur árum og urðu þá bikarmeistarar eftir mjög óvæntan sigur á afar vel mönnuðu KR-liði. Sigurganga SigurðarSigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, á nú frábæran möguleika á því að bæta enn einum titlinum í verðlaunasafnið hjá sér en Keflavík varð bikarmeistari undir hans stjórn 1997 og 2003. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er mættur með þriðja félagið í Höllina en þangað fóru einnig á sínum tíma Snæfellingar (2003) og Fjölnismenn (2008) undir hans stjórn. Bárður á enn eftir að vinna stóran titil (Íslands- eða bikarmeistaratitil) sem þjálfari en tvö af fjórum silfrum hans hafa komið eftir töp á móti liðum undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar. Endurtekning frá 1999?Hildur Sigurðar-dóttir hjá Snæfelli og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá Njarðvík með bikarinn.Mynd/Jón Björn ÓlafssonTindastóll hefur aldrei komist í bikarúrslitaleikinn áður en Stólarnir unnu sinn eina titil í nóvember 1999 þegar þeir unnu Keflavík í úrslitaleik Eggjabikarsins. Svavar Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson eru einu leikmenn Tindastóls í dag sem spiluðu þennan leik í Smáranum fyrir rúmum tólf árum. Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, er reynslumesti leikmaðurinn í dag en hann er að fara spila sinn fjórða bikarúrslitaleik. Halldór Örn Halldórsson og Gunnar H. Stefánsson voru einnig með þegar Keflavík vann bikarinn síðast fyrir átta árum. Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Tindastóls, var með Keflavík í síðasta bikarúrslitaleik félagsins sem tapaðist árið 2006. Enginn Tindastólsmaður hefur unnið bikarinn en Friðrik Hreinsson tapaði bikarúrslitaleiknum með Hamar/Selfoss árið 2007. Nýtt nafn á bikarinnNjarðvík og Snæfell keppa um það í dag að verða áttunda félagið sem vinnur bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki en Njarðvík er sigurstranglegra enda mun ofar í töflunni og þegar búið að slá út bæði Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur tapað fyrstu þremur bikarúrslitaleikjum sínum en Snæfell er komið í Höllina í fyrsta sinn. Aðeins 3 af 8 liðum hafa unnið bikarinn í fyrstu tilraun en það gerðist síðast þegar Haukar unnu í bikarúrslitaleiknum 1984. Hinir gullnu nýliðarnir eru ÍS (1978) og Þór (fyrsti leikurinn 1975). Njarðvík lék síðast til úrslita fyrir tíu árum en tapaði þá fyrir KR í framlengdum leik. Hildur Sigurðardóttir, núverandi leikmaður Snæfells, varð þá bikarmeistari í fyrsta sinn á ferlinum en hún lyfti einnig bikarnum sem fyrirliði KR fyrir þremur árum. Njarðvíkingarnir Ólöf Helga Pálsdóttir og Petrúnella Skúladóttir urðu bikarmeistarar saman með Grindavík fyrir fjórum árum og eru einu leikmenn Njarðvíkurliðsins sem þekkja það að fara í Höllina. Hildur og Alda Leif Jónsdóttir hafa eina reynslu af bikarúrslitaleikjum í Snæfellsliðinu en Alda Leif á möguleika að verða bikarmeistari með þriðja félaginu. Ef litið er á innbyrðisleiki vetrarins er ekki hægt að sjá fyrir annað en að karlalið Keflavíkur og kvennalið Njarðvíkur tryggi sér bikarmeistaratitilinn í dag. Keflavík hefur unnið báða leikina við Tindastól (með 9 og 19 stigum) og Njarðvíkurkonur hafa unnið alla þrjá leiki sína við Snæfell þar af þann síðasta með 24 stigum. Tindastóll og NjarðvíkFréttablaðið fékk fimm leikmenn úr deildunum til að spá fyrir um úrslit leikjanna í dag. Atkvæðin skiptust meira í karlaleiknum því aðeins einn af fimm spámönnum kvennamegin er á því að Snæfellskonur vinni í fyrstu tilraun. Tindastóll fékk þrjú atkvæði gegn tveimur karlamegin. Það er hægt að sjá spárnar hér til hliðar. ooj@frettabladid.is Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Karlalið Keflavíkur sker sig svo sannarlega úr meðal þeirra fjögurra liða sem spila til úrslita um Poweradebikarinn í Laugardalshöllinni í dag. Keflvíkingar hafa unnið bikarinn fimm sinnum en þá tilfinningu þekkja hin lið þrjú hinsvegar ekki. Þetta verður jafnframt fyrsti bikarúrslitadagurinn í 18 ár sem höfuðborgarsvæðið á engan fulltrúa. Leikur Njarðvíkur og Snæfells í kvennaflokki hefst klukkan 13.30 en karlaleikur Keflavíkur og Tindastóls hefst síðan klukkan 16.00. Keflvíkingar eru mun ofar í töflunni og sigurstranglegri í karlaleiknum í dag. Stólarnir geta horft til Stjörnumanna sem fóru í Höllina í fyrsta sinn fyrir þremur árum og urðu þá bikarmeistarar eftir mjög óvæntan sigur á afar vel mönnuðu KR-liði. Sigurganga SigurðarSigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, á nú frábæran möguleika á því að bæta enn einum titlinum í verðlaunasafnið hjá sér en Keflavík varð bikarmeistari undir hans stjórn 1997 og 2003. Bárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, er mættur með þriðja félagið í Höllina en þangað fóru einnig á sínum tíma Snæfellingar (2003) og Fjölnismenn (2008) undir hans stjórn. Bárður á enn eftir að vinna stóran titil (Íslands- eða bikarmeistaratitil) sem þjálfari en tvö af fjórum silfrum hans hafa komið eftir töp á móti liðum undir stjórn Sigurðar Ingimundarsonar. Endurtekning frá 1999?Hildur Sigurðar-dóttir hjá Snæfelli og Ólöf Helga Pálsdóttir hjá Njarðvík með bikarinn.Mynd/Jón Björn ÓlafssonTindastóll hefur aldrei komist í bikarúrslitaleikinn áður en Stólarnir unnu sinn eina titil í nóvember 1999 þegar þeir unnu Keflavík í úrslitaleik Eggjabikarsins. Svavar Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson eru einu leikmenn Tindastóls í dag sem spiluðu þennan leik í Smáranum fyrir rúmum tólf árum. Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflavíkur, er reynslumesti leikmaðurinn í dag en hann er að fara spila sinn fjórða bikarúrslitaleik. Halldór Örn Halldórsson og Gunnar H. Stefánsson voru einnig með þegar Keflavík vann bikarinn síðast fyrir átta árum. Þröstur Leó Jóhannsson, leikmaður Tindastóls, var með Keflavík í síðasta bikarúrslitaleik félagsins sem tapaðist árið 2006. Enginn Tindastólsmaður hefur unnið bikarinn en Friðrik Hreinsson tapaði bikarúrslitaleiknum með Hamar/Selfoss árið 2007. Nýtt nafn á bikarinnNjarðvík og Snæfell keppa um það í dag að verða áttunda félagið sem vinnur bikarmeistaratitilinn í kvennaflokki en Njarðvík er sigurstranglegra enda mun ofar í töflunni og þegar búið að slá út bæði Keflavík og Hauka. Njarðvík hefur tapað fyrstu þremur bikarúrslitaleikjum sínum en Snæfell er komið í Höllina í fyrsta sinn. Aðeins 3 af 8 liðum hafa unnið bikarinn í fyrstu tilraun en það gerðist síðast þegar Haukar unnu í bikarúrslitaleiknum 1984. Hinir gullnu nýliðarnir eru ÍS (1978) og Þór (fyrsti leikurinn 1975). Njarðvík lék síðast til úrslita fyrir tíu árum en tapaði þá fyrir KR í framlengdum leik. Hildur Sigurðardóttir, núverandi leikmaður Snæfells, varð þá bikarmeistari í fyrsta sinn á ferlinum en hún lyfti einnig bikarnum sem fyrirliði KR fyrir þremur árum. Njarðvíkingarnir Ólöf Helga Pálsdóttir og Petrúnella Skúladóttir urðu bikarmeistarar saman með Grindavík fyrir fjórum árum og eru einu leikmenn Njarðvíkurliðsins sem þekkja það að fara í Höllina. Hildur og Alda Leif Jónsdóttir hafa eina reynslu af bikarúrslitaleikjum í Snæfellsliðinu en Alda Leif á möguleika að verða bikarmeistari með þriðja félaginu. Ef litið er á innbyrðisleiki vetrarins er ekki hægt að sjá fyrir annað en að karlalið Keflavíkur og kvennalið Njarðvíkur tryggi sér bikarmeistaratitilinn í dag. Keflavík hefur unnið báða leikina við Tindastól (með 9 og 19 stigum) og Njarðvíkurkonur hafa unnið alla þrjá leiki sína við Snæfell þar af þann síðasta með 24 stigum. Tindastóll og NjarðvíkFréttablaðið fékk fimm leikmenn úr deildunum til að spá fyrir um úrslit leikjanna í dag. Atkvæðin skiptust meira í karlaleiknum því aðeins einn af fimm spámönnum kvennamegin er á því að Snæfellskonur vinni í fyrstu tilraun. Tindastóll fékk þrjú atkvæði gegn tveimur karlamegin. Það er hægt að sjá spárnar hér til hliðar. ooj@frettabladid.is
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira