Cronenberg í krísu? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. febrúar 2012 12:30 Bíó. A Dangerous Method. Leikstjórn: David Cronenberg. Leikarar: Michael Fassbender, Viggo Mortensen, Keira Knightley, Vincent Cassel, Sarah Gadon. Árið 1904 fær geðlæknirinn Carl Jung hina ungu Sabinu Spielrein til meðferðar, en hún þjáist af alvarlegri geðveiki. Eftir langa meðferð, sem framkvæmd er með aðstoð frá sjálfum Sigmund Freud, sýnir stúlkan batamerki og nær að stunda læknanám sitt af kappi. Meðan á því stendur á hún í kynferðissambandi við Jung, sem sjálfur er ráðsettur fjölskyldufaðir. Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg hefur í seinni tíð færst nær „venjulegri" kvikmyndagerð, en á fyrri hluta ferils síns sendi hann frá sér margar stórskrýtnar en virkilega áhugaverðar myndir. Óvenjuleg kynhegðun hefur margsinnis verið umfjöllunarefni hans og má því ætla að hann hafi fyrir löngu hlaupið af sér perrahornin. Af þeim sökum staldrar hann stutt við í sjálfum kynlífsatriðunum og gefur þess í stað samtölunum stærra hlutverk. Leikhópurinn er ágætur. Viggo Mortensen er þrælfínn sem Freud, Keira Knightley kemur á óvart í erfiðu hlutverki og dansar skemmtilega á gráa svæðinu milli leiks og ofleiks, en Fassbender, sem mestur þungi hvílir á, er því miður veiki hlekkurinn. Hann er ekki ósannfærandi en á köflum er eitthvað pínulítið rembingslegt við taktana í honum. A Dangerous Method er forvitnileg en frásagnargleðinni er ábótavant. Cronenberg var frábær leikstjóri og hefði hann gert myndina fyrir 15 árum hefði hún verið mun groddalegri, en um leið hefði hún líklega verið meira spennandi og listrænt ögrandi. Að þessu sinni vantar einhvern herslumun. Niðurstaða: Sæmileg mynd frá leikstjóra sem hefur þó oft gert betur. Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bíó. A Dangerous Method. Leikstjórn: David Cronenberg. Leikarar: Michael Fassbender, Viggo Mortensen, Keira Knightley, Vincent Cassel, Sarah Gadon. Árið 1904 fær geðlæknirinn Carl Jung hina ungu Sabinu Spielrein til meðferðar, en hún þjáist af alvarlegri geðveiki. Eftir langa meðferð, sem framkvæmd er með aðstoð frá sjálfum Sigmund Freud, sýnir stúlkan batamerki og nær að stunda læknanám sitt af kappi. Meðan á því stendur á hún í kynferðissambandi við Jung, sem sjálfur er ráðsettur fjölskyldufaðir. Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg hefur í seinni tíð færst nær „venjulegri" kvikmyndagerð, en á fyrri hluta ferils síns sendi hann frá sér margar stórskrýtnar en virkilega áhugaverðar myndir. Óvenjuleg kynhegðun hefur margsinnis verið umfjöllunarefni hans og má því ætla að hann hafi fyrir löngu hlaupið af sér perrahornin. Af þeim sökum staldrar hann stutt við í sjálfum kynlífsatriðunum og gefur þess í stað samtölunum stærra hlutverk. Leikhópurinn er ágætur. Viggo Mortensen er þrælfínn sem Freud, Keira Knightley kemur á óvart í erfiðu hlutverki og dansar skemmtilega á gráa svæðinu milli leiks og ofleiks, en Fassbender, sem mestur þungi hvílir á, er því miður veiki hlekkurinn. Hann er ekki ósannfærandi en á köflum er eitthvað pínulítið rembingslegt við taktana í honum. A Dangerous Method er forvitnileg en frásagnargleðinni er ábótavant. Cronenberg var frábær leikstjóri og hefði hann gert myndina fyrir 15 árum hefði hún verið mun groddalegri, en um leið hefði hún líklega verið meira spennandi og listrænt ögrandi. Að þessu sinni vantar einhvern herslumun. Niðurstaða: Sæmileg mynd frá leikstjóra sem hefur þó oft gert betur.
Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira