Vel heppnuð endurkoma Trausti Júlíusson skrifar 8. febrúar 2012 20:00 Töf með Náttfara. Töf. Náttfari. Hljómsveitin Náttfari var stofnuð árið 2000 og vakti þá athygli fyrir tónleikahald. Meðlimir hennar sneru sér svo að öðrum verkefnum, en hljómsveitin er skipuð þeim Nóa Steini Einarssyni og Andra Ásgrímssyni sem báðir eru meðlimir í Leaves, Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara Feldberg og Ólafi Josephssyni sem hefur starfað undir listamannsnafninu Stafrænn Hákon undanfarin ár. Náttfari var endurvakinn árið 2010 og spilaði þá á Iceland Airwaves við mikla hrifningu. Í fyrra tók sveitin svo upp plötuna Töf og gaf út síðla árs. Tónlist Náttfara flokkast undir síðrokk. Þegar hljómsveitin var stofnuð var það ennþá frekar heit tónlistarstefna, en í dag er síðrokkið eitt af þeim fjölmörgu afbrigðum rokksins sem þróast samhliða. Tónlistin á Töf er að langmestu leyti án söngs. Hún er stemningsfull og dýnamísk, lögin stigmagnast og hníga og útsetningarnar sjá til þess að það er alltaf eitthvað að gerast, þó að enginn sé söngurinn. Töf er flott plata. Lagasmíðarnar og útsetningarnar standa vel fyrir sínu og platan hljómar sérstaklega vel. Það heyrist vel í öllum hljóðfærunum og auðvelt, ef maður lokar augunum, að ímynda sér að hljómsveitin sé stödd, í góðum fíling, í stofunni hjá þér. Niðurstaða: Flott plata þrátt fyrir tíu ára töf. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Töf. Náttfari. Hljómsveitin Náttfari var stofnuð árið 2000 og vakti þá athygli fyrir tónleikahald. Meðlimir hennar sneru sér svo að öðrum verkefnum, en hljómsveitin er skipuð þeim Nóa Steini Einarssyni og Andra Ásgrímssyni sem báðir eru meðlimir í Leaves, Haraldi Þorsteinssyni bassaleikara Feldberg og Ólafi Josephssyni sem hefur starfað undir listamannsnafninu Stafrænn Hákon undanfarin ár. Náttfari var endurvakinn árið 2010 og spilaði þá á Iceland Airwaves við mikla hrifningu. Í fyrra tók sveitin svo upp plötuna Töf og gaf út síðla árs. Tónlist Náttfara flokkast undir síðrokk. Þegar hljómsveitin var stofnuð var það ennþá frekar heit tónlistarstefna, en í dag er síðrokkið eitt af þeim fjölmörgu afbrigðum rokksins sem þróast samhliða. Tónlistin á Töf er að langmestu leyti án söngs. Hún er stemningsfull og dýnamísk, lögin stigmagnast og hníga og útsetningarnar sjá til þess að það er alltaf eitthvað að gerast, þó að enginn sé söngurinn. Töf er flott plata. Lagasmíðarnar og útsetningarnar standa vel fyrir sínu og platan hljómar sérstaklega vel. Það heyrist vel í öllum hljóðfærunum og auðvelt, ef maður lokar augunum, að ímynda sér að hljómsveitin sé stödd, í góðum fíling, í stofunni hjá þér. Niðurstaða: Flott plata þrátt fyrir tíu ára töf.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira