Óreglumaður í haldi grunaður um morð 7. febrúar 2012 06:15 Konan fannst látin í þessu húsi við Skúlaskeið í Hafnarfirði. Lögregla hafði lokið vinnu á vettvangi seinni partinn í gær .Fréttablaðið/anton Rúmlega tvítugur karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ráðið vinkonu sinni bana með hníf í fyrrinótt. Maðurinn kom á lögreglustöðina að Flatahrauni í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan ellefu í gær, í afar annarlegu ástandi og nokkru uppnámi. Hann átti bágt með að gera sig skiljanlegan en lögreglumönnum tókst þó að greina að eitthvað hefði gerst og sáu ástæðu til að fara í kjölfarið heim til hans að Skúlaskeiði. Þar fannst rúmlega þrítug kona með áverka eftir eggvopn og reyndist hún látin. Maðurinn var tekinn höndum en ástand hans var slíkt að ekki reyndist unnt að yfirheyra hann strax. Ljóst þykir að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Tekin verður ákvörðun um það í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir honum. Lögregla varðist allra frétta af málinu í gær umfram það sem fram kom í tilkynningu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var aðkoman á vettvangi ljót og mikið blóð í íbúðinni. Þar fannst hnífur sem talinn er hafa verið notaður til verksins. Hann hefur verið sendur í lífsýnarannsókn. Enginn er skráður til heimilis í húsinu, sem hefur verið í eigu Arion banka síðan í nóvember. Sá sem nú er í haldi er sonur fyrri eigenda. Konan og ætlaður banamaður hennar höfðu þekkst lengi og voru bæði vel þekkt hjá lögreglunni í Hafnarfirði vegna óreglu. Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin, þó einkum vegna minni háttar afbrota. Hann hlaut í fyrra skilorðsbundinn dóm fyrir ýmis brot. stigur@frettabladid.is Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ráðið vinkonu sinni bana með hníf í fyrrinótt. Maðurinn kom á lögreglustöðina að Flatahrauni í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan ellefu í gær, í afar annarlegu ástandi og nokkru uppnámi. Hann átti bágt með að gera sig skiljanlegan en lögreglumönnum tókst þó að greina að eitthvað hefði gerst og sáu ástæðu til að fara í kjölfarið heim til hans að Skúlaskeiði. Þar fannst rúmlega þrítug kona með áverka eftir eggvopn og reyndist hún látin. Maðurinn var tekinn höndum en ástand hans var slíkt að ekki reyndist unnt að yfirheyra hann strax. Ljóst þykir að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Tekin verður ákvörðun um það í dag hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir honum. Lögregla varðist allra frétta af málinu í gær umfram það sem fram kom í tilkynningu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var aðkoman á vettvangi ljót og mikið blóð í íbúðinni. Þar fannst hnífur sem talinn er hafa verið notaður til verksins. Hann hefur verið sendur í lífsýnarannsókn. Enginn er skráður til heimilis í húsinu, sem hefur verið í eigu Arion banka síðan í nóvember. Sá sem nú er í haldi er sonur fyrri eigenda. Konan og ætlaður banamaður hennar höfðu þekkst lengi og voru bæði vel þekkt hjá lögreglunni í Hafnarfirði vegna óreglu. Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin, þó einkum vegna minni háttar afbrota. Hann hlaut í fyrra skilorðsbundinn dóm fyrir ýmis brot. stigur@frettabladid.is
Lögreglumál Morð í Skúlaskeiði 2012 Hafnarfjörður Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira