Eftirlit – eftirlit! Jón Bergsson skrifar 27. janúar 2012 06:00 Undanfarna daga hefur umræða um kadmíum í áburði, díoxín í matvælum, iðnaðarsalt og brjóstapúða snúist að mestu um ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana þeirra sem eiga að gæta hagsmuna neytenda. Minna hefur verið rætt um ábyrgð framleiðanda vöru eða þjónustu gagnvart neytendum. Það er nú einu sinni þannig, að sá sem býr til vöru eða þjónustu ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast (e. fit for purpose) og standist kröfur kaupandans. Til þess verður framleiðandinn að nota rétta uppskrift eða vörulýsingu, hráefni og önnur aðföng, þjálfað starfsfólk, o.s.frv. Þetta er stundum kallað „gæðastjórnun“. Ekki er nokkur leið að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja framleiðandans, hvort sem þeir eru sjálfir framleiðendur, innflytjendur eða heildsalar. Því síður er hægt að varpa þessari ábyrgð á yfirvöld og opinberar stofnanir, nema þegar „hið opinbera“ er sjálft framleiðandi vöru eða þjónustu (skólar, sjúkrahús, o.s.frv.). Gera verður greinarmun á opinberu eftirliti með að lögum og reglugerðum sé framfylgt og gæðaeftirliti við framleiðslu á vöru eða þjónustu. Að tryggja gæði vöru er eðlilegur hluti af framleiðsluferlinu, og betra er að stjórna ferlinu þannig að tryggt sé að varan standist kröfur frekar en að reyna að staðfesta það eftir á með sýnatökum og prófunum. Þeir sem hafa kynnt sér tölfræði og líkindareikninga kringum sýnatökur, prófanir og gæðamat vita að aldrei er hægt að segja með fullri vissu að öll framleiðslan sé í lagi þó það sýni sem prófað var sé í lagi. Það er t.d. ekki hægt að fullyrða að allir kjúklingar í tiltekinni slátrun séu ómengaðir af salmonellu þó þau sýni sem prófuð voru séu í lagi. Kjúklingarnir sem sýnin voru tekin úr eru í lagi og ákveðnar tölfræðilegar líkur eru þá á að allir hinir séu líka í lagi. Opinberar eftirlitsstofnanir geta augljóslega ekki verið með í framleiðslu á öllum vörum. Eftirlit þeirra verður að byggjast á sýnatökum og mati með þeirri óvissu sem því fylgir. Og kostnaði. Eftirlit með loftgæðum, neysluvatni, frárennsli, umhverfismengun og þess háttar á augljóslega að vera á hendi opinberra eftirlitsstofnana og á kostnað skattgreiðenda. Þetta snertir okkur öll – samfélagið. Þessar upplýsingar ættu að vera aðgengilegar, t.d. á vefsíðum, enda safnað til að gæta öryggis almennings. Kostnaður við gæðastjórnun við framleiðslu á vörum og þjónustu á hins vegar að vera hluti af kostnaði vörunnar og á kostnað kaupandans. Hugsanlegt er að þeir sem aldrei borða kjúkling kæri sig ekkert um að greiða fyrir gæðaprófanir á honum með opinberu eftirliti. En það er önnur leið til að tryggja að neytendur fái rétta vöru og þjónustu. Þetta er leið gæðastjórnunar, eða bara „góð stjórnun“. Gæðastjórnun er einfaldlega það að stjórnendur þeirra fyrirtækja sem selja vöru eða þjónustu taka fulla ábyrgð á því sem fyrirtæki þeirra skilar til neytenda. Það gera þeir með því að vera þátttakendur í öllu sem fram fer innan fyrirtækisins… ekki bara í fjármáladeildinni. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á því fólki sem hann treystir fyrir ákveðnum verkum og ábyrgð; að búa til gott kaffi, stjórna vélasamstæðu eða prófa sýni á rannsóknarstofu. Lykilhugtök í nútímagæðastjórnun eru t.d.: Ábyrgð stjórnenda, rýni stjórnenda, áhættugreining, skráning, samvinna við birgja, samvinna við neytendur, sjálfsmat og stöðugar úrbætur. Birgjar mega selja iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja, en sá sem er ábyrgur fyrir matvælafyrirtækinu á að tryggja að iðnaðarsalt sé bara notað til að salta bílaplanið en ekki í matvöruna sem verið er að framleiða. Á sama hátt má sútunarverksmiðjan kaupa iðnaðarsalt og nota við að súta skinn. Sé það ekki ætlað í þorramatinn. Það gefur auga leið að nauðsynlegu eftirliti sé best fyrir komið „á staðnum“ í formi framleiðslueftirlits og gæðaprófana. Þar við bætast innri úttektir og sjálfsmat til að sannreyna að öll ferli séu rétt og til að finna tækifæri til úrbóta. Þetta er kallað eftirlit fyrsta aðila. Þá koma samningar við birgja og úttektir ef ástæða þykir, t.d. með tilliti til áhættugreiningar. Þetta er eftirlit annars aðila. Ef ég væri að kaupa brjóstapúða til að setja í konur mundi ég t.d. íhuga þetta. Eftirlit þriðja aðila er svo allt ytra eftirlit af hálfu opinberra stofnana, t.d. vegna framleiðslu- eða starfsleyfis, og af hálfu viðskiptavina – óski þeir þess. Því betur sem fyrirtæki sinna eftirliti fyrsta og annars aðila því minni er vinna og kostnaður þriðja aðila við það eftirlit sem nauðsynlegt er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur umræða um kadmíum í áburði, díoxín í matvælum, iðnaðarsalt og brjóstapúða snúist að mestu um ábyrgð yfirvalda og eftirlitsstofnana þeirra sem eiga að gæta hagsmuna neytenda. Minna hefur verið rætt um ábyrgð framleiðanda vöru eða þjónustu gagnvart neytendum. Það er nú einu sinni þannig, að sá sem býr til vöru eða þjónustu ber alla ábyrgð á að varan sé eins og til er ætlast (e. fit for purpose) og standist kröfur kaupandans. Til þess verður framleiðandinn að nota rétta uppskrift eða vörulýsingu, hráefni og önnur aðföng, þjálfað starfsfólk, o.s.frv. Þetta er stundum kallað „gæðastjórnun“. Ekki er nokkur leið að varpa þessari ábyrgð allri eða að hluta á birgja framleiðandans, hvort sem þeir eru sjálfir framleiðendur, innflytjendur eða heildsalar. Því síður er hægt að varpa þessari ábyrgð á yfirvöld og opinberar stofnanir, nema þegar „hið opinbera“ er sjálft framleiðandi vöru eða þjónustu (skólar, sjúkrahús, o.s.frv.). Gera verður greinarmun á opinberu eftirliti með að lögum og reglugerðum sé framfylgt og gæðaeftirliti við framleiðslu á vöru eða þjónustu. Að tryggja gæði vöru er eðlilegur hluti af framleiðsluferlinu, og betra er að stjórna ferlinu þannig að tryggt sé að varan standist kröfur frekar en að reyna að staðfesta það eftir á með sýnatökum og prófunum. Þeir sem hafa kynnt sér tölfræði og líkindareikninga kringum sýnatökur, prófanir og gæðamat vita að aldrei er hægt að segja með fullri vissu að öll framleiðslan sé í lagi þó það sýni sem prófað var sé í lagi. Það er t.d. ekki hægt að fullyrða að allir kjúklingar í tiltekinni slátrun séu ómengaðir af salmonellu þó þau sýni sem prófuð voru séu í lagi. Kjúklingarnir sem sýnin voru tekin úr eru í lagi og ákveðnar tölfræðilegar líkur eru þá á að allir hinir séu líka í lagi. Opinberar eftirlitsstofnanir geta augljóslega ekki verið með í framleiðslu á öllum vörum. Eftirlit þeirra verður að byggjast á sýnatökum og mati með þeirri óvissu sem því fylgir. Og kostnaði. Eftirlit með loftgæðum, neysluvatni, frárennsli, umhverfismengun og þess háttar á augljóslega að vera á hendi opinberra eftirlitsstofnana og á kostnað skattgreiðenda. Þetta snertir okkur öll – samfélagið. Þessar upplýsingar ættu að vera aðgengilegar, t.d. á vefsíðum, enda safnað til að gæta öryggis almennings. Kostnaður við gæðastjórnun við framleiðslu á vörum og þjónustu á hins vegar að vera hluti af kostnaði vörunnar og á kostnað kaupandans. Hugsanlegt er að þeir sem aldrei borða kjúkling kæri sig ekkert um að greiða fyrir gæðaprófanir á honum með opinberu eftirliti. En það er önnur leið til að tryggja að neytendur fái rétta vöru og þjónustu. Þetta er leið gæðastjórnunar, eða bara „góð stjórnun“. Gæðastjórnun er einfaldlega það að stjórnendur þeirra fyrirtækja sem selja vöru eða þjónustu taka fulla ábyrgð á því sem fyrirtæki þeirra skilar til neytenda. Það gera þeir með því að vera þátttakendur í öllu sem fram fer innan fyrirtækisins… ekki bara í fjármáladeildinni. Framkvæmdastjórinn ber ábyrgð á því fólki sem hann treystir fyrir ákveðnum verkum og ábyrgð; að búa til gott kaffi, stjórna vélasamstæðu eða prófa sýni á rannsóknarstofu. Lykilhugtök í nútímagæðastjórnun eru t.d.: Ábyrgð stjórnenda, rýni stjórnenda, áhættugreining, skráning, samvinna við birgja, samvinna við neytendur, sjálfsmat og stöðugar úrbætur. Birgjar mega selja iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja, en sá sem er ábyrgur fyrir matvælafyrirtækinu á að tryggja að iðnaðarsalt sé bara notað til að salta bílaplanið en ekki í matvöruna sem verið er að framleiða. Á sama hátt má sútunarverksmiðjan kaupa iðnaðarsalt og nota við að súta skinn. Sé það ekki ætlað í þorramatinn. Það gefur auga leið að nauðsynlegu eftirliti sé best fyrir komið „á staðnum“ í formi framleiðslueftirlits og gæðaprófana. Þar við bætast innri úttektir og sjálfsmat til að sannreyna að öll ferli séu rétt og til að finna tækifæri til úrbóta. Þetta er kallað eftirlit fyrsta aðila. Þá koma samningar við birgja og úttektir ef ástæða þykir, t.d. með tilliti til áhættugreiningar. Þetta er eftirlit annars aðila. Ef ég væri að kaupa brjóstapúða til að setja í konur mundi ég t.d. íhuga þetta. Eftirlit þriðja aðila er svo allt ytra eftirlit af hálfu opinberra stofnana, t.d. vegna framleiðslu- eða starfsleyfis, og af hálfu viðskiptavina – óski þeir þess. Því betur sem fyrirtæki sinna eftirliti fyrsta og annars aðila því minni er vinna og kostnaður þriðja aðila við það eftirlit sem nauðsynlegt er.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun