Fuglahræða á ferð og flugi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. janúar 2012 16:00 Bíó. This Must Be the Place. Leikstjórn: Paolo Sorrentino. Leikarar: Sean Penn, Frances McDormand, Judd Hirsch, Harry Dean Stanton, David Byrne, Eve Hewson, Kerry Condon. Sean Penn leikur Cheyenne, nýbylgjurokkstjörnu sem hefur lagt hljóðnemann á hilluna og slæpist nú í höllinni sinni í Dublin. Við fylgjumst með ferðalagi hans sjóleiðis til Bandaríkjanna (hann er flughræddur) og leit hans að fyrrverandi nasistaforingja í felum. Á leið sinni hittir hann marga kynlega kvisti en þarf að horfast í augu við sjálfan sig um leið. Klassísk flétta og þá sérstaklega í vegamyndum sem þessari. Cheyenne er hálfgert bergmál af persónu sem eitt sinn var, en eiturlyfjaneyslafortíðarinnar hefur tekið sinn toll og stundum veit áhorfandinn ekki hvað er raunverulegt og hvað eru ofskynjanir. Penn er frábær leikari og tekst á endanum að láta mann gleyma kjánalega goth-fuglahræðugervinu sem hann er í. Auk þess að sjá um tónlistina í myndinni leikur söngvarinn David Byrne (úr hljómsveitinni Talking Heads) sjálfan sig og eru hann og Cheyenne gamlir vinir. Cheyenne öfundar Byrne sem hann álítur sannan listamann, öfugt við sjálfan sig, en hann segist vera fúskari hvers sérviska og lagasmíðar voru einungis í þágu vinsælda. Stundum finnst mér eins og Sorrentino (leikstjóri myndarinnar) reyni að villa um fyrir áhorfandanum. Innan um flottar og táknrænar senur leynast aðrar sem jaðra við tilgangslausan súrrealisma og verða þreytandi til lengdar. Á ég að gera greinarmun á hinni sönnu list og handahófskenndri tilgerð? Hvort þessar andstæður eigi að endurspegla persónuleika Cheyenne veit ég ekki, en það sem dregur This Must Be the Place helst niður í gæðum er lengd hennar. Ég get þó mælt með henni fyrir þá forvitnu og víðsýnu en myndin er full af frábærri tónlist, skemmtilega skrýtnum senum og kvikmyndatakan er upp á tíu. Niðurstaða: Ekki fyrir alla en áhugaverð og falleg mynd. Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. This Must Be the Place. Leikstjórn: Paolo Sorrentino. Leikarar: Sean Penn, Frances McDormand, Judd Hirsch, Harry Dean Stanton, David Byrne, Eve Hewson, Kerry Condon. Sean Penn leikur Cheyenne, nýbylgjurokkstjörnu sem hefur lagt hljóðnemann á hilluna og slæpist nú í höllinni sinni í Dublin. Við fylgjumst með ferðalagi hans sjóleiðis til Bandaríkjanna (hann er flughræddur) og leit hans að fyrrverandi nasistaforingja í felum. Á leið sinni hittir hann marga kynlega kvisti en þarf að horfast í augu við sjálfan sig um leið. Klassísk flétta og þá sérstaklega í vegamyndum sem þessari. Cheyenne er hálfgert bergmál af persónu sem eitt sinn var, en eiturlyfjaneyslafortíðarinnar hefur tekið sinn toll og stundum veit áhorfandinn ekki hvað er raunverulegt og hvað eru ofskynjanir. Penn er frábær leikari og tekst á endanum að láta mann gleyma kjánalega goth-fuglahræðugervinu sem hann er í. Auk þess að sjá um tónlistina í myndinni leikur söngvarinn David Byrne (úr hljómsveitinni Talking Heads) sjálfan sig og eru hann og Cheyenne gamlir vinir. Cheyenne öfundar Byrne sem hann álítur sannan listamann, öfugt við sjálfan sig, en hann segist vera fúskari hvers sérviska og lagasmíðar voru einungis í þágu vinsælda. Stundum finnst mér eins og Sorrentino (leikstjóri myndarinnar) reyni að villa um fyrir áhorfandanum. Innan um flottar og táknrænar senur leynast aðrar sem jaðra við tilgangslausan súrrealisma og verða þreytandi til lengdar. Á ég að gera greinarmun á hinni sönnu list og handahófskenndri tilgerð? Hvort þessar andstæður eigi að endurspegla persónuleika Cheyenne veit ég ekki, en það sem dregur This Must Be the Place helst niður í gæðum er lengd hennar. Ég get þó mælt með henni fyrir þá forvitnu og víðsýnu en myndin er full af frábærri tónlist, skemmtilega skrýtnum senum og kvikmyndatakan er upp á tíu. Niðurstaða: Ekki fyrir alla en áhugaverð og falleg mynd.
Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira