Matthías ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í blaki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2012 18:41 Matthías Haraldsson Mynd/Blaksamband Íslands Norðfirðingurinn Matthías Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í blaki. Matthías tekur við starfinu af Apostol Apostolov sem hefur verið þjálfari liðsins síðastliðin 4 ár. Matthías er núverandi þjálfari kvennaliðs Þróttar Neskaupstaðar og er þetta hans annað tímabil með liðið. Áður þjálfaði Matthías yngri flokka í heimabæ sínum. „Ég er búinn að vera að þjálfa meira og minna síðan ég var 16 ára meðfram því að vera leikmaður," segir Matthías í viðtali á heimasíðu Blaksambands Íslands. Matthías sneri heim til Íslands fyrir þremur árum eftir námsdvöl í Danmörku. Í Danmörku spilaði Matthías með þremur félögum í Óðinsvéum þar sem hann bjó í sex ár. Fyrst spilaði hann með Fortuna Odense og þá DHG í 1. deildinni. Frá árinu 2006 lék Matthías sem frelsingi* hjá Marienlyst og vann liðið fjóra titla á tveimur árum. Leiktímabilið þar á eftir (2007-2008) var Matthías kosinn besti frelsinginn í dönsku deildinni og liðið varði bikarmeistaratitilinn, vann dönsku deildina og varð Danmerkurmeistari. Samhliða spilamennsku í Danmörku þjálfaði Matthías unglingalið stúlkna hjá Fortuna Odense og spilar nokkrar þeirra nú í dönsku deildinni. „Ég er ánægður með að fá þetta tækifæri og tel mig tilbúinn í verkefnið. Framundan eru gríðarlega spennandi og skemmtileg verkefni sem alla langar til að taka þátt í og ég ætla að leggja mitt af mörkum til að ná góðum árangri með liðið," segir Matthías en bæði landslið Íslands taka þátt í undankeppni fyrir HM 2014 í vor og fara á Smáþjóðaleika í Luxemborg. Á næstu vikum mun Matthías tilkynna stóran úrtökuhóp fyrir kvennalandsliðið og reiknar hann með því að liðið verði skipað ungum og efnilegum leikmönnum í bland við eldri og reyndari.*Frelsingi er leikmaður í blaki kemur inn fyrir mann í afturlínunni. Skiptingin verður að vera þegar boltinn er úr leik og má frelsinginn aðeins skipta við einn mann á milli stiga. Frelsinginn má gera allt fyrir aftan sóknarlínu svo lengi sem hann hoppar ekki þannig að úr verði sóknarslag fyrir ofan netbrún. Ef frelsingi spilar með fingurslagi fyrir innan þriggja metra línuna má sóknarmaðurinn ekki slá boltann fyrir ofan netbrún. Innlendar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Sjá meira
Norðfirðingurinn Matthías Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari A-landsliðs kvenna í blaki. Matthías tekur við starfinu af Apostol Apostolov sem hefur verið þjálfari liðsins síðastliðin 4 ár. Matthías er núverandi þjálfari kvennaliðs Þróttar Neskaupstaðar og er þetta hans annað tímabil með liðið. Áður þjálfaði Matthías yngri flokka í heimabæ sínum. „Ég er búinn að vera að þjálfa meira og minna síðan ég var 16 ára meðfram því að vera leikmaður," segir Matthías í viðtali á heimasíðu Blaksambands Íslands. Matthías sneri heim til Íslands fyrir þremur árum eftir námsdvöl í Danmörku. Í Danmörku spilaði Matthías með þremur félögum í Óðinsvéum þar sem hann bjó í sex ár. Fyrst spilaði hann með Fortuna Odense og þá DHG í 1. deildinni. Frá árinu 2006 lék Matthías sem frelsingi* hjá Marienlyst og vann liðið fjóra titla á tveimur árum. Leiktímabilið þar á eftir (2007-2008) var Matthías kosinn besti frelsinginn í dönsku deildinni og liðið varði bikarmeistaratitilinn, vann dönsku deildina og varð Danmerkurmeistari. Samhliða spilamennsku í Danmörku þjálfaði Matthías unglingalið stúlkna hjá Fortuna Odense og spilar nokkrar þeirra nú í dönsku deildinni. „Ég er ánægður með að fá þetta tækifæri og tel mig tilbúinn í verkefnið. Framundan eru gríðarlega spennandi og skemmtileg verkefni sem alla langar til að taka þátt í og ég ætla að leggja mitt af mörkum til að ná góðum árangri með liðið," segir Matthías en bæði landslið Íslands taka þátt í undankeppni fyrir HM 2014 í vor og fara á Smáþjóðaleika í Luxemborg. Á næstu vikum mun Matthías tilkynna stóran úrtökuhóp fyrir kvennalandsliðið og reiknar hann með því að liðið verði skipað ungum og efnilegum leikmönnum í bland við eldri og reyndari.*Frelsingi er leikmaður í blaki kemur inn fyrir mann í afturlínunni. Skiptingin verður að vera þegar boltinn er úr leik og má frelsinginn aðeins skipta við einn mann á milli stiga. Frelsinginn má gera allt fyrir aftan sóknarlínu svo lengi sem hann hoppar ekki þannig að úr verði sóknarslag fyrir ofan netbrún. Ef frelsingi spilar með fingurslagi fyrir innan þriggja metra línuna má sóknarmaðurinn ekki slá boltann fyrir ofan netbrún.
Innlendar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Sjá meira