Rummenigge og félagar hjálpuðu Müller í baráttunni við Bakkus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 20:30 Þýski markahrókurinn Gerd Müller hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Ástæðan er sú að argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur slegið tvö met Müller sem einhver hefði talið ómögulegt að slá. Müller átti metið í markaskorun á einu keppnistímabili en Lionel Messi sló metið í vor. Enn stóð met Müller yfir flest mörk á einu almanaksári. Metið var 85 mörk en Messi hefur skorað 90 mörk. Í heimildarmynd frá Sky, sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, er fjallað um feril Müller og rætt við vini hans og liðsfélaga. Uli Höness, Karl-Heinz Rummenigge og Franz Beckenbauer, sem allir léku með Müller hjá Bayern og þýska landsliðinu, lofsyngja félaga. Müller lauk knattspyrnuferli sínum í Bandaríkjunum en Rummenigge telur það hafa verið mistök. Þar hafi Müller ekki notið sín sem skyldi, hann hafi ekki talað stakt orð í ensku og þar hafi áfengisnotkun hans orðið að vandamáli. Í myndinni greina þýsku kempurnar frá því þegar þær hittu Müller eitt sinn á flugvelli. Þá áttuðu þeir sig á því hve alvarlegt áfengisvandamál hans var orðið og komu vini sínum til bjargar. Bayern München varð fjórum sinnum Þýskalandsmeistari og vann Meistaradeildina, sem þá var kölluð Evrópukeppni meistaraliða, þrívegis. Paul Breitner, einn fjögurra leikmanna sem skorað hefur í úrslitaleik tveggja heimsmeistarakeppna, hefur líkt og hinir mikið álit á Müller. „Þýskaland hefði aldrei orðið heims- eða Evrópumeistari (1972 og 1974) án Gerd Müller," segir Breitner. Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Þýski markahrókurinn Gerd Müller hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Ástæðan er sú að argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur slegið tvö met Müller sem einhver hefði talið ómögulegt að slá. Müller átti metið í markaskorun á einu keppnistímabili en Lionel Messi sló metið í vor. Enn stóð met Müller yfir flest mörk á einu almanaksári. Metið var 85 mörk en Messi hefur skorað 90 mörk. Í heimildarmynd frá Sky, sem hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir ofan, er fjallað um feril Müller og rætt við vini hans og liðsfélaga. Uli Höness, Karl-Heinz Rummenigge og Franz Beckenbauer, sem allir léku með Müller hjá Bayern og þýska landsliðinu, lofsyngja félaga. Müller lauk knattspyrnuferli sínum í Bandaríkjunum en Rummenigge telur það hafa verið mistök. Þar hafi Müller ekki notið sín sem skyldi, hann hafi ekki talað stakt orð í ensku og þar hafi áfengisnotkun hans orðið að vandamáli. Í myndinni greina þýsku kempurnar frá því þegar þær hittu Müller eitt sinn á flugvelli. Þá áttuðu þeir sig á því hve alvarlegt áfengisvandamál hans var orðið og komu vini sínum til bjargar. Bayern München varð fjórum sinnum Þýskalandsmeistari og vann Meistaradeildina, sem þá var kölluð Evrópukeppni meistaraliða, þrívegis. Paul Breitner, einn fjögurra leikmanna sem skorað hefur í úrslitaleik tveggja heimsmeistarakeppna, hefur líkt og hinir mikið álit á Müller. „Þýskaland hefði aldrei orðið heims- eða Evrópumeistari (1972 og 1974) án Gerd Müller," segir Breitner.
Þýski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira