Mikilmenni hafa verið grafin upp gegnum tíðina BBI skrifar 27. nóvember 2012 21:45 Charlie Chaplin. Jarðneskar leifar Yasser Arafat voru grafnar upp á dögunum til að rannsaka hvort hann hafi verið myrtur. Af þessu tilefni tóku blaðamenn breska ríkisútvarpsins BBC saman áhugaverðan lista yfir tíu mikilmenni sem voru grafin upp af ýmsum ástæðum. Kvikmyndaleikarinn Charlie Chaplin sem var grafinn upp í mars árið 1978 af nokkurs konar grafræningjum. Þeir grófu hann aftur niður á kornakri nokkrum og kröfðust lausnargjalds af lögmanni stjörnunnar. Líkinu var skilað þremur mánuðum síðar eftir að grafræningjarnir voru handteknir. Í það skiptið grafhvelfingin gerð úr járnbentri steinsteypu svo ómögulegt yrði að hafa Chaplin á brott aftur. Þá var aska Marie Curie færð á sínum tíma úr litlum kirkjugarði til Parísar þar sem hún hvílir nú. Þetta var gert í heiðursskyni, enda vann hún nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni.Kristófer Kólumbus var á sínum tíma grafinn í kirkjugarði í borginni Valladolid á Spáni. Hann hafði hins vegar farið fram á það í erfðaskrá sinni að vera grafinn í Ameríku. Þar var hins vegar engin kirkja til staðar þegar hann lést árið 1506. Árið 1542 var hann því grafinn upp og sendur til Dóminíska lýðveldisins til hinstu hvílu. En þar með er ekki öll sagan sögð, því Dóminíska lýðveldið varð nýlenda Frakklands í lok 17. aldar og þá var Kólumbus grafinn upp á ný og sendur til Kúbu. Þar fékk hann ekki að hvíla lengi, því Kúba varð sjálfstæð árið 1898 og Kólumbus var grafinn upp í þriðja sinn og sendur yfir Atlantshafið til borgarinnar Sevilla á Spáni. Þar ku hann nú hvíla, að öllum líkindum. Mönnum ber ekki alls kostar saman um það því í Dóminíska lýðveldinu er einnig trékista sem inniheldur bein sem merkt eru Kólumbusi.Virginia Poe, kona skáldsins Edgar Allan Poe, var upphaflega grafin í fjölskyldureitnum í litlum kirkjugarði. Árið 1875 eyðilagðist kirkjugarðurinn og rétt í þann mund sem kirkjuvörðurinn hugðist kasta jarðneskum leifum Virginiu bjargaði William Gill, sem skrifaði ævisögu Edgar Allan Poe, beinunum og kom þeir í grafhýsi skáldsins.Che Guevara, byltingarhetja Kúbu, var skotinn í Bólivíu árið 1967. Því var lengi haldið leyndu hvar hann var grafinn. Árið 1995 kom svo í ljós að hann lá nærri flugbraut á flugvelli í Bólivíu þar sem hann hafði verið drepinn. Tveimur árum síðar var líkinu skilað til Kúbu, þegar 30 ár voru frá dauða hans. Hann hvílir nú á safni á Kúbu, þó einhverjir efist um að um rétt lík sé að ræða. Aðrir sem nefndir eru á lista BBC eru Elizabeth Siddal, Haile Selassie, Evita, Jesse James og Oliver Cromwell. Nóbelsverðlaun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Jarðneskar leifar Yasser Arafat voru grafnar upp á dögunum til að rannsaka hvort hann hafi verið myrtur. Af þessu tilefni tóku blaðamenn breska ríkisútvarpsins BBC saman áhugaverðan lista yfir tíu mikilmenni sem voru grafin upp af ýmsum ástæðum. Kvikmyndaleikarinn Charlie Chaplin sem var grafinn upp í mars árið 1978 af nokkurs konar grafræningjum. Þeir grófu hann aftur niður á kornakri nokkrum og kröfðust lausnargjalds af lögmanni stjörnunnar. Líkinu var skilað þremur mánuðum síðar eftir að grafræningjarnir voru handteknir. Í það skiptið grafhvelfingin gerð úr járnbentri steinsteypu svo ómögulegt yrði að hafa Chaplin á brott aftur. Þá var aska Marie Curie færð á sínum tíma úr litlum kirkjugarði til Parísar þar sem hún hvílir nú. Þetta var gert í heiðursskyni, enda vann hún nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni.Kristófer Kólumbus var á sínum tíma grafinn í kirkjugarði í borginni Valladolid á Spáni. Hann hafði hins vegar farið fram á það í erfðaskrá sinni að vera grafinn í Ameríku. Þar var hins vegar engin kirkja til staðar þegar hann lést árið 1506. Árið 1542 var hann því grafinn upp og sendur til Dóminíska lýðveldisins til hinstu hvílu. En þar með er ekki öll sagan sögð, því Dóminíska lýðveldið varð nýlenda Frakklands í lok 17. aldar og þá var Kólumbus grafinn upp á ný og sendur til Kúbu. Þar fékk hann ekki að hvíla lengi, því Kúba varð sjálfstæð árið 1898 og Kólumbus var grafinn upp í þriðja sinn og sendur yfir Atlantshafið til borgarinnar Sevilla á Spáni. Þar ku hann nú hvíla, að öllum líkindum. Mönnum ber ekki alls kostar saman um það því í Dóminíska lýðveldinu er einnig trékista sem inniheldur bein sem merkt eru Kólumbusi.Virginia Poe, kona skáldsins Edgar Allan Poe, var upphaflega grafin í fjölskyldureitnum í litlum kirkjugarði. Árið 1875 eyðilagðist kirkjugarðurinn og rétt í þann mund sem kirkjuvörðurinn hugðist kasta jarðneskum leifum Virginiu bjargaði William Gill, sem skrifaði ævisögu Edgar Allan Poe, beinunum og kom þeir í grafhýsi skáldsins.Che Guevara, byltingarhetja Kúbu, var skotinn í Bólivíu árið 1967. Því var lengi haldið leyndu hvar hann var grafinn. Árið 1995 kom svo í ljós að hann lá nærri flugbraut á flugvelli í Bólivíu þar sem hann hafði verið drepinn. Tveimur árum síðar var líkinu skilað til Kúbu, þegar 30 ár voru frá dauða hans. Hann hvílir nú á safni á Kúbu, þó einhverjir efist um að um rétt lík sé að ræða. Aðrir sem nefndir eru á lista BBC eru Elizabeth Siddal, Haile Selassie, Evita, Jesse James og Oliver Cromwell.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira