Kvikmyndahátíðin Riff ferðast til Rómar 28. nóvember 2012 12:13 Hrönn Marinósdóttir hlakkar mikið til að fara til Rómar með sextán myndir í farteskinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hátíðin Fjögur skref til hins glæsta norðurs hefst á fimmtudag. Sextán kvikmyndir verða sýndar. "Það er mjög spennandi fyrir okkur að prófa þetta," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Riff-hátíðarinnar. Sextán kvikmyndir verða sýndar á íslenskri kvikmyndahátíð í Róm á Ítalíu sem hefst á fimmtudaginn. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í boði borgarstjórans í Róm til heiðurs Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og kallast Fjögur skref til hins glæsta norðurs. "Það er gaman að fara með myndir út fyrir landsteinana sem við höfum sýnt á Riff og þetta á örugglega eftir að vekja athygli á því sem er að gerast hér heima í íslenskri kvikmyndagerð og því sem hátíðin stendur fyrir," segir Hrönn. "Það hafa ekki verið mikil tengsl á milli borganna hvað menningaruppákomur varðar þannig að þetta er alveg frábært." Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson verða viðstaddir sýningu á myndum sínum Mamma Gógó og Á annan veg og sitja fyrir svörum í kjölfar sýninga. Jafnframt verða þeir viðstaddir umræður ásamt Hrönn og Giorgio Gosetti dagskrárstjóra. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og í boði verður brot af því besta sem sýnt hefur verið á Riff undanfarin tvö ár. Alls eru þetta sextán myndir, þar af þrjár stuttmyndir. Áhersla verður lögð á íslenskar myndir eða myndir sem tengjast Íslandi. Einnig verða sýndar erlendar myndir sem hafa unnið til verðlauna á Riff-hátíðinni. Hátíðin er haldin í hinu þekkta bíói Casa del Cinema, sem Lonely Planet telur meðal áhugaverðari staða til að heimsækja í borginni. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar á heimasíðu hátíðarinnar, cineporto.com. Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hátíðin Fjögur skref til hins glæsta norðurs hefst á fimmtudag. Sextán kvikmyndir verða sýndar. "Það er mjög spennandi fyrir okkur að prófa þetta," segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Riff-hátíðarinnar. Sextán kvikmyndir verða sýndar á íslenskri kvikmyndahátíð í Róm á Ítalíu sem hefst á fimmtudaginn. Hátíðin er haldin í fyrsta sinn í boði borgarstjórans í Róm til heiðurs Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, og kallast Fjögur skref til hins glæsta norðurs. "Það er gaman að fara með myndir út fyrir landsteinana sem við höfum sýnt á Riff og þetta á örugglega eftir að vekja athygli á því sem er að gerast hér heima í íslenskri kvikmyndagerð og því sem hátíðin stendur fyrir," segir Hrönn. "Það hafa ekki verið mikil tengsl á milli borganna hvað menningaruppákomur varðar þannig að þetta er alveg frábært." Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson verða viðstaddir sýningu á myndum sínum Mamma Gógó og Á annan veg og sitja fyrir svörum í kjölfar sýninga. Jafnframt verða þeir viðstaddir umræður ásamt Hrönn og Giorgio Gosetti dagskrárstjóra. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og í boði verður brot af því besta sem sýnt hefur verið á Riff undanfarin tvö ár. Alls eru þetta sextán myndir, þar af þrjár stuttmyndir. Áhersla verður lögð á íslenskar myndir eða myndir sem tengjast Íslandi. Einnig verða sýndar erlendar myndir sem hafa unnið til verðlauna á Riff-hátíðinni. Hátíðin er haldin í hinu þekkta bíói Casa del Cinema, sem Lonely Planet telur meðal áhugaverðari staða til að heimsækja í borginni. Hægt er að kynna sér dagskránna nánar á heimasíðu hátíðarinnar, cineporto.com.
Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira