Ráðgátan Rodriguez Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. nóvember 2012 11:08 „Með stórmerkilega sögu að vopni brýst leikstjórinn og nýgræðingurinn Malik Bendjelloul fram á sjónarsviðið með þessa frábæru heimildarmynd,“ segir hæstánægður gagnrýnandi Fréttablaðsins um Search for Sugar Man. Searchin for Sugar Man Leikstjórn: Malik Bendjelloul Í upphafi 8. áratugarins sendi bandaríska söngvaskáldið Rodriguez frá sér tvær breiðskífur. Gagnrýnendur héldu vart vatni en almenningur var áhugalaus og plöturnar seldust ekkert. Útgáfufyrirtækið losaði sig við söngvarann og hann féll í gleymskunnar dá. En fyrir tilviljun sló fyrri platan í gegn í Suður-Afríku, og þar í landi vissu aðdáendur Rodriguez ekki neitt um goðið. Misvísandi frásagnir af andláti hans gengu manna á milli, sem og sjóræningjaútgáfur af plötunni, og í lok aldarinnar ákváðu tveir af hans dyggustu fylgismönnum að reyna að leysa ráðgátuna um þennan dularfulla listamann og andlát hans. Með stórmerkilega sögu að vopni brýst leikstjórinn og nýgræðingurinn Malik Bendjelloul fram á sjónarsviðið með þessa frábæru heimildarmynd. Ekki er mikið til af myndefni með Rodriguez sjálfum og eykur það töluvert á dulúðina. En þrátt fyrir skort á hráefni fer leikstjórinn létt með það að segja söguna, og brúar hann bilið með viðtölum. Viðmælendurnir koma úr öllum áttum og eru allir jafn gáttaðir á því að ferill tónlistarmannsins hafi ekki náð flugi. Þetta skreytir Bendjelloul með örstuttum teiknuðum atriðum, landslagsmyndum og að sjálfsögðu tónlist söngvarans. Frásögnin er óaðfinnanleg með öllu og upplýsingaflæðið er stöðugt og stígandi. Ýmsum mikilvægum upplýsingum er sleppt þar til þær eru tímabærar, en þó finnst áhorfandanum aldrei sem verið sé að slá ryki í augu hans. Þá held ég að það hafi gert upplifun mína jafnvel betri, að þekkja ekki söguna og viðfangsefnið fyrir fram. Gerir þú það ekki heldur hvet ég þig til að sleppa því alfarið. Taktu sénsinn, því Searching for Sugar Man er ógleymanleg. Niðurstaða: Dularfull, á köflum eilítið óhugguleg, en fyrst og fremst alveg frábær. Gagnrýni Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Searchin for Sugar Man Leikstjórn: Malik Bendjelloul Í upphafi 8. áratugarins sendi bandaríska söngvaskáldið Rodriguez frá sér tvær breiðskífur. Gagnrýnendur héldu vart vatni en almenningur var áhugalaus og plöturnar seldust ekkert. Útgáfufyrirtækið losaði sig við söngvarann og hann féll í gleymskunnar dá. En fyrir tilviljun sló fyrri platan í gegn í Suður-Afríku, og þar í landi vissu aðdáendur Rodriguez ekki neitt um goðið. Misvísandi frásagnir af andláti hans gengu manna á milli, sem og sjóræningjaútgáfur af plötunni, og í lok aldarinnar ákváðu tveir af hans dyggustu fylgismönnum að reyna að leysa ráðgátuna um þennan dularfulla listamann og andlát hans. Með stórmerkilega sögu að vopni brýst leikstjórinn og nýgræðingurinn Malik Bendjelloul fram á sjónarsviðið með þessa frábæru heimildarmynd. Ekki er mikið til af myndefni með Rodriguez sjálfum og eykur það töluvert á dulúðina. En þrátt fyrir skort á hráefni fer leikstjórinn létt með það að segja söguna, og brúar hann bilið með viðtölum. Viðmælendurnir koma úr öllum áttum og eru allir jafn gáttaðir á því að ferill tónlistarmannsins hafi ekki náð flugi. Þetta skreytir Bendjelloul með örstuttum teiknuðum atriðum, landslagsmyndum og að sjálfsögðu tónlist söngvarans. Frásögnin er óaðfinnanleg með öllu og upplýsingaflæðið er stöðugt og stígandi. Ýmsum mikilvægum upplýsingum er sleppt þar til þær eru tímabærar, en þó finnst áhorfandanum aldrei sem verið sé að slá ryki í augu hans. Þá held ég að það hafi gert upplifun mína jafnvel betri, að þekkja ekki söguna og viðfangsefnið fyrir fram. Gerir þú það ekki heldur hvet ég þig til að sleppa því alfarið. Taktu sénsinn, því Searching for Sugar Man er ógleymanleg. Niðurstaða: Dularfull, á köflum eilítið óhugguleg, en fyrst og fremst alveg frábær.
Gagnrýni Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira