Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf Kristján Már Unnarsson skrifar 5. nóvember 2012 08:45 „Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. Atvinnumálin og framtíð byggðarinnar bar á góma en þrátt fyrir mikla uppbyggingu í fiskvinnslu á Vopnafirði og næga atvinnu á héraðið í varnarbaráttu að halda í unga fólkið. Vandinn, segir Þórunn, er að störfin eru einhæf. Það vantar meiri fjölbreytni. Hún spyr hvort ekki megi flytja meira af störfum hins opinbera út á land. Stóra tækifæri Norðausturlands segir hún þó í Gunnólfsvík í Finnafirði við Bakkaflóa þar sem sveitarfélögin hafa skipulagt stórskipahöfn og iðnaðarsvæði, fyrir norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslustöðvar. „Allar rannsóknir sem sveitarfélögin hafa verið að vinna að með iðnaðarráðuneyti benda til að Finnafjörður sé besti staðurinn fyrir höfn af þessu tagi," segir Þórunn. Hún varar við fordómum gagnvart olíuvinnslu og olíuhreinsistöðvum. „Það eru ekkert ógeðslegar byggingar, ef þú ferð að skoða það. Þetta getur verið snyrtilegt umhverfi, það þarf náttúrlega að standa vel að því öllu," segir oddvitinn. „Við höfum nóg land. Við höfum nóg svæði hérna fyrir þetta. Og hversvegna ekki reyna að byggja eitthvað hér upp á þessu horni til mótvægis við annað sem er á landinu. Og þetta er bara fyrir þjóðina alla mjög hagkvæmt og mikilvægt." -Finnst ykkur vera dálítil forræðishyggja fyrir sunnan gagnvart ykkur? „Já, mér finnst það. Og fólk er jafnvel að mynda sér skoðun á einhverjum grunni sem það áttar sig ekkert á. Það er með einhverja rómantíska sýn á að við getum bara verið hér heima í sveitinni og vappað úti og allir eigi að fara að tína fjallagrös og lifa á því. Við gerum það ekkert," segir Þórunn. „Það þarf að koma einhver alvöru atvinna og alvöru uppbygging. Við þurfum að fá störf líka fyrir menntaða fólkið út á land svo að fólkið okkar, sem fer og leitar sér menntunar, sjái sér leið til baka." Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. Atvinnumálin og framtíð byggðarinnar bar á góma en þrátt fyrir mikla uppbyggingu í fiskvinnslu á Vopnafirði og næga atvinnu á héraðið í varnarbaráttu að halda í unga fólkið. Vandinn, segir Þórunn, er að störfin eru einhæf. Það vantar meiri fjölbreytni. Hún spyr hvort ekki megi flytja meira af störfum hins opinbera út á land. Stóra tækifæri Norðausturlands segir hún þó í Gunnólfsvík í Finnafirði við Bakkaflóa þar sem sveitarfélögin hafa skipulagt stórskipahöfn og iðnaðarsvæði, fyrir norðurslóðasiglingar og olíu- og gasvinnslustöðvar. „Allar rannsóknir sem sveitarfélögin hafa verið að vinna að með iðnaðarráðuneyti benda til að Finnafjörður sé besti staðurinn fyrir höfn af þessu tagi," segir Þórunn. Hún varar við fordómum gagnvart olíuvinnslu og olíuhreinsistöðvum. „Það eru ekkert ógeðslegar byggingar, ef þú ferð að skoða það. Þetta getur verið snyrtilegt umhverfi, það þarf náttúrlega að standa vel að því öllu," segir oddvitinn. „Við höfum nóg land. Við höfum nóg svæði hérna fyrir þetta. Og hversvegna ekki reyna að byggja eitthvað hér upp á þessu horni til mótvægis við annað sem er á landinu. Og þetta er bara fyrir þjóðina alla mjög hagkvæmt og mikilvægt." -Finnst ykkur vera dálítil forræðishyggja fyrir sunnan gagnvart ykkur? „Já, mér finnst það. Og fólk er jafnvel að mynda sér skoðun á einhverjum grunni sem það áttar sig ekkert á. Það er með einhverja rómantíska sýn á að við getum bara verið hér heima í sveitinni og vappað úti og allir eigi að fara að tína fjallagrös og lifa á því. Við gerum það ekkert," segir Þórunn. „Það þarf að koma einhver alvöru atvinna og alvöru uppbygging. Við þurfum að fá störf líka fyrir menntaða fólkið út á land svo að fólkið okkar, sem fer og leitar sér menntunar, sjái sér leið til baka."
Um land allt Vopnafjörður Tengdar fréttir Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Sá hann í sláturhúsinu - vissi þá að hann yrði maðurinn minn Saga Reykjavíkurstúlkunnnar sem fór eftir Verslunarskólanám til Vopnafjarðar til að vinna sem kennari um skamma hríð, en ílengdist og er nú oddviti héraðsins, var efni þáttarins "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Þórunn Egilsdóttir býr á Hauksstöðum, innsta bænum í Vesturárdal í Vopnafirði, ásamt eiginmanni sínum, Friðbirni Hauki Guðmundssyni og þremur börnum þeirra. Þau kynntust í kennaraverkfallinu haustið 1984 en Þórunn var þá nýkomin á Vopnafjörð og þekkti ekkert til. Vegna verkfallsins var hún peningalaus og fékk sér vinnu sláturhúsinu og þar sá hún Hauk í fyrsta sinn. 5. nóvember 2012 14:30