Sögur gefa út sex bækur í Svíþjóð 6. nóvember 2012 10:35 Tómas segir að mikið þurfi að hafa fyrir því að komast inn á sænskan bókamarkað en ef vel gangi margborgi það sig fréttablaðið/gva Sögur útgáfa stendur í stórræðum þessa dagana en í gær komu sex bækur á vegum útgæafunnar út í Svíþjóð. Um er að ræða bókaflokk um fótbolta eftir Illuga Jökulsson; bækur um Ronaldo og Messi, sem komu út á íslensku í sumar, og fjórar til viðbótar um knattspyrnumanninn Zlatan og fótboltafélögin Barcelona, Real Madrid og Manchester United. Þær fjórar síðastnefndu komu jafnframt út á íslensku í gær. Bókin um Barcelona kemur út í formlegu samstarfi við félagið. Útgáfan í Svíþjóð á sér nokkurn aðdraganda en fyrr á árinu flutti Tómas Hermannsson, eigandi Sagna, til Lundar ásamt fjölskyldu sinni til að reyna fyrir sér á sænskum bókamarkaði. "Ívar Gissurarson, sem átti bókaútgáfuna Skruddu, flutti til Lundar í fyrra," segir Tómas. "Ég var í sambandi við hann og við ákváðum að kanna markaðinn þarna úti og hvernig hann virkar. Þetta er dálítið ólíkt. Hér heima sjá útgefendur jafnan sjálfir um sölu og dreifingu. Í Svíþjóð þarf maður hins vegar að komast að sjá sölu- og dreifingarfyrirtæki ef maður ætlar að komast á markað. Til þess þarf maður að gera sýnishorn af titlunum sem sölu fyrirtækið þarf að samþykkja. Ef það gerist koma bækurnar út um það bil hálfu ári síðar. Þetta er miklu meira ferli en heima á Íslandi." Sögur útgáfa lét útbúa sýnishorn af fimmtán titlum, bæði titlum sem hafa komið út undir eigin hatti og samprenti. "Fyrirtækið sem við leituðum til staðnæmdist strax við bækurnar um Messi og Ronaldo og taldi vera góðan markað fyrir þær. Við vorum með hinar bækurnar í pípunum og þeim leist vel á þær, það vel að þeir vildu flýta útgáfunni á þeim um þrjá mánuði því upphaflega stóð til að þær kæmu út í janúar." Tómas er staddur á Íslandi til að fylgja jólaútgáfunni eftir hér heima. "Við ætlum að gefa áfram út á báðum stöðum en vitum auðvitað ekkert hvernig þetta fer þarna úti. Það gildir það sama þar og hér, ef bækurnar seljast ekki fær maður þær í hausinn. Upplagið sem er prentað er auðvitað mun stærra, svo að tekjumöguleikarnir eru meiri ef vel gengur. Ef þetta floppar verður skellurinn hins vegar að sama skapi stærri. En það er ákveðin staðfesting að sölufyrirtækið vill veðja á þetta. Nú vonar maður bara að það borgi sig. Það eina sem gerist ef illa gengur er að við komum aftur heim." Sögur útgáfa hefur þegar samið um útgáfu á fleiri bókum í Svíþjóð, sem koma út í mars á næsta ári, bæði eigin bókum og verkum frá öðrum forlögum hér á landi. "Draumurinn er að geta gefið út bækur á tveimur tungumálum í einu." Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sögur útgáfa stendur í stórræðum þessa dagana en í gær komu sex bækur á vegum útgæafunnar út í Svíþjóð. Um er að ræða bókaflokk um fótbolta eftir Illuga Jökulsson; bækur um Ronaldo og Messi, sem komu út á íslensku í sumar, og fjórar til viðbótar um knattspyrnumanninn Zlatan og fótboltafélögin Barcelona, Real Madrid og Manchester United. Þær fjórar síðastnefndu komu jafnframt út á íslensku í gær. Bókin um Barcelona kemur út í formlegu samstarfi við félagið. Útgáfan í Svíþjóð á sér nokkurn aðdraganda en fyrr á árinu flutti Tómas Hermannsson, eigandi Sagna, til Lundar ásamt fjölskyldu sinni til að reyna fyrir sér á sænskum bókamarkaði. "Ívar Gissurarson, sem átti bókaútgáfuna Skruddu, flutti til Lundar í fyrra," segir Tómas. "Ég var í sambandi við hann og við ákváðum að kanna markaðinn þarna úti og hvernig hann virkar. Þetta er dálítið ólíkt. Hér heima sjá útgefendur jafnan sjálfir um sölu og dreifingu. Í Svíþjóð þarf maður hins vegar að komast að sjá sölu- og dreifingarfyrirtæki ef maður ætlar að komast á markað. Til þess þarf maður að gera sýnishorn af titlunum sem sölu fyrirtækið þarf að samþykkja. Ef það gerist koma bækurnar út um það bil hálfu ári síðar. Þetta er miklu meira ferli en heima á Íslandi." Sögur útgáfa lét útbúa sýnishorn af fimmtán titlum, bæði titlum sem hafa komið út undir eigin hatti og samprenti. "Fyrirtækið sem við leituðum til staðnæmdist strax við bækurnar um Messi og Ronaldo og taldi vera góðan markað fyrir þær. Við vorum með hinar bækurnar í pípunum og þeim leist vel á þær, það vel að þeir vildu flýta útgáfunni á þeim um þrjá mánuði því upphaflega stóð til að þær kæmu út í janúar." Tómas er staddur á Íslandi til að fylgja jólaútgáfunni eftir hér heima. "Við ætlum að gefa áfram út á báðum stöðum en vitum auðvitað ekkert hvernig þetta fer þarna úti. Það gildir það sama þar og hér, ef bækurnar seljast ekki fær maður þær í hausinn. Upplagið sem er prentað er auðvitað mun stærra, svo að tekjumöguleikarnir eru meiri ef vel gengur. Ef þetta floppar verður skellurinn hins vegar að sama skapi stærri. En það er ákveðin staðfesting að sölufyrirtækið vill veðja á þetta. Nú vonar maður bara að það borgi sig. Það eina sem gerist ef illa gengur er að við komum aftur heim." Sögur útgáfa hefur þegar samið um útgáfu á fleiri bókum í Svíþjóð, sem koma út í mars á næsta ári, bæði eigin bókum og verkum frá öðrum forlögum hér á landi. "Draumurinn er að geta gefið út bækur á tveimur tungumálum í einu."
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira