Walker í The Missionary 9. nóvember 2012 11:11 Benjamin Walker verður í aðalhlutverki þáttanna The Missionary ef af framleiðslu þeirra veður. nordicphotos/afp Leikarinn Benjamin Walker, sem síðast lék titilhlutverkið í kvikmyndinni Abraham Lincoln: Vampire Hunter og einnig í Flags of Our Fathers í leikstjórn Clint Eastwood, fer með aðalhlutverkið í prufuþætti The Missionary í leikstjórn Baltasars Kormáks. Þátturinn verður brátt sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO, en erlendar sjónvarpsstöðvar eru vanar að sýna svonefnda "pilot"-þætti til að kanna áhorf áður en ráðist er í að framleiða heila þáttaröð. The Missionary gerist í Berlín á sjötta áratug síðustu aldar og segir frá bandarískum trúboða sem aðstoðar unga konu við að undirbúa flótta frá Austur-Þýskalandi. Þáttunum er lýst sem njósnasögu með dramatísku ívafi. Handritshöfundur sjónvarpsþáttanna er Charles Randolph en hann skrifaði meðal annars handritið að kvikmyndinni Love and Other Drugs. Mark Wahlberg verður einn framleiðenda. Baltasar leikstýrði Walhberg í kvikmyndunum Contraband og 2 Guns og hefur samstarf þeirra verið farsælt hingað til. - sm Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Leikarinn Benjamin Walker, sem síðast lék titilhlutverkið í kvikmyndinni Abraham Lincoln: Vampire Hunter og einnig í Flags of Our Fathers í leikstjórn Clint Eastwood, fer með aðalhlutverkið í prufuþætti The Missionary í leikstjórn Baltasars Kormáks. Þátturinn verður brátt sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO, en erlendar sjónvarpsstöðvar eru vanar að sýna svonefnda "pilot"-þætti til að kanna áhorf áður en ráðist er í að framleiða heila þáttaröð. The Missionary gerist í Berlín á sjötta áratug síðustu aldar og segir frá bandarískum trúboða sem aðstoðar unga konu við að undirbúa flótta frá Austur-Þýskalandi. Þáttunum er lýst sem njósnasögu með dramatísku ívafi. Handritshöfundur sjónvarpsþáttanna er Charles Randolph en hann skrifaði meðal annars handritið að kvikmyndinni Love and Other Drugs. Mark Wahlberg verður einn framleiðenda. Baltasar leikstýrði Walhberg í kvikmyndunum Contraband og 2 Guns og hefur samstarf þeirra verið farsælt hingað til. - sm
Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira