Ásgeir farinn að skjóta í Þýskalandi 28. október 2012 16:20 Ásgeir Sigurgeirsson, landsliðsmaður í skotfimi og Ólympíufari, hefur verið ráðinn til þýska skotfélagsins Groß und Kleinkaliberschießen Hannover. Ásgeir fékk tilboð frá þremur félögum sem keppa í Þýsku Bundesligunni, tveimur í fyrstu deild og einu í annari. Hann gerði samning við Groß und Kleinkaliberschießen Hannover í annari deild þar sem það félag er í baráttu um að komast í fyrstu deild og bauð honum stöðu sem skotmaður númer eitt. Þýska Bundesligan í skotfimi er ein sterkasta landskeppni í skotfimi sem haldin er. Í þýska Skotíþróttasambandinu eru yfir 1.200.000 iðkendur. Keppt er í tveim deildum. Hvorri deild er skipt í fimm héruð og í hverju héraði eru átta lið, hvert með átta skráða keppendur, en fimm keppa hverju sinni, þetta þýðir að í hvorri deild eru 40 lið. Keppnin er ekki kynjaskipt og keppa bestu skyttur hvers félags á jafnréttisgrundvelli. Hvert lið má eingöngu notast við einn erlendan keppanda í hverri keppni en má hafa fjóra á samning. Hverju liði er stillt upp eftir styrkleika frá eitt til fimm þar sem að sterkasti skotmaður er númer eitt. Keppnin er liðakeppni með "duel" fyrirkomulagi, þar sem að skotmenn númer eitt í hvoru liði keppa við hvorn annan og svo koll af kolli, þannig að hvert lið á mest möguleika á fimm sigrum í hverri keppni. Á keppnisdegi keppir hvert lið við tvö önnur í sínu héraði og eftir fjórar þannig keppnir er haldið til úrslita þar sem að Þýskalandsmeistarar í hvorri deild ákvarðast og hvaða lið falla í deild eða fara upp. Hver keppni er 40 skot, skotin á 50 mínútum. Fyrstu keppnum Ásgeirs er lokið, þar sem að hann sigraði andstæðinga sína með yfirburðum, og er lið hans í efsta sæti í Norður-héraði með sigurhlutfall 9-1. Bundesligan stendur yfir frá október til febrúar og í beinu framhaldi hefur Ásgeir keppni í alþjóðamótaröð ISSF fram í ágúst, og einnig mun hann taka þátt á Evrópumeistaramóti í lok febrúar. Alþjóðleg staða Ásgeirs í Ólympískri skotfimi hefur aldrei verið betri. Hann er nú í 22. sæti á heimslistanum í loftskammbyssu karla og í 16. sæti á Evrópulistanum. Innlendar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira
Ásgeir Sigurgeirsson, landsliðsmaður í skotfimi og Ólympíufari, hefur verið ráðinn til þýska skotfélagsins Groß und Kleinkaliberschießen Hannover. Ásgeir fékk tilboð frá þremur félögum sem keppa í Þýsku Bundesligunni, tveimur í fyrstu deild og einu í annari. Hann gerði samning við Groß und Kleinkaliberschießen Hannover í annari deild þar sem það félag er í baráttu um að komast í fyrstu deild og bauð honum stöðu sem skotmaður númer eitt. Þýska Bundesligan í skotfimi er ein sterkasta landskeppni í skotfimi sem haldin er. Í þýska Skotíþróttasambandinu eru yfir 1.200.000 iðkendur. Keppt er í tveim deildum. Hvorri deild er skipt í fimm héruð og í hverju héraði eru átta lið, hvert með átta skráða keppendur, en fimm keppa hverju sinni, þetta þýðir að í hvorri deild eru 40 lið. Keppnin er ekki kynjaskipt og keppa bestu skyttur hvers félags á jafnréttisgrundvelli. Hvert lið má eingöngu notast við einn erlendan keppanda í hverri keppni en má hafa fjóra á samning. Hverju liði er stillt upp eftir styrkleika frá eitt til fimm þar sem að sterkasti skotmaður er númer eitt. Keppnin er liðakeppni með "duel" fyrirkomulagi, þar sem að skotmenn númer eitt í hvoru liði keppa við hvorn annan og svo koll af kolli, þannig að hvert lið á mest möguleika á fimm sigrum í hverri keppni. Á keppnisdegi keppir hvert lið við tvö önnur í sínu héraði og eftir fjórar þannig keppnir er haldið til úrslita þar sem að Þýskalandsmeistarar í hvorri deild ákvarðast og hvaða lið falla í deild eða fara upp. Hver keppni er 40 skot, skotin á 50 mínútum. Fyrstu keppnum Ásgeirs er lokið, þar sem að hann sigraði andstæðinga sína með yfirburðum, og er lið hans í efsta sæti í Norður-héraði með sigurhlutfall 9-1. Bundesligan stendur yfir frá október til febrúar og í beinu framhaldi hefur Ásgeir keppni í alþjóðamótaröð ISSF fram í ágúst, og einnig mun hann taka þátt á Evrópumeistaramóti í lok febrúar. Alþjóðleg staða Ásgeirs í Ólympískri skotfimi hefur aldrei verið betri. Hann er nú í 22. sæti á heimslistanum í loftskammbyssu karla og í 16. sæti á Evrópulistanum.
Innlendar Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjá meira