Lewis Hamilton yfirgefur McLaren fyrir Mercedes árið 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 28. september 2012 12:47 Hamilton er sigursæll ökuþór og mun aka fyrir Mercedes-liðið á næsta ári. nordicphotos/afp Breski McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton mun aka fyrir Mercedes-liðið í Formúlu 1 á næsta ári. Þetta staðfesti þýski bílaframleiðandinn í morgun. Hamilton hefur verið í viðræðum við Mercedes um nokkurt skeið og segir helstu ástæðu þess að hann færi sig um set að í boði séu "nýjar áskoranir". Áður en Mercedes gat gefið út formlega yfirlýsingu um vistaskipti Hamilton lýsti McLaren yfir að Sergio Perez myndi fylla sæti Lewis á næsta ári. Perez hefur ekið frábærlega í sumar fyrir Sauber-liðið og staðið þrisvar sinnum á verðlaunapalli. Mercedes hefur ekki gefið út hvert framhaldið verður hjá Michael Schumacher sem víkur fyrir Hamilton. Nico Rosberg mun aka þar áfram. Hamilton hóf feril sinn í Formúlu 1 með McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari strax ári síðar, árið 2008. "Nú er tími til kominn að takast á við ferskar áskoranir," sagði Hamilton. "Ég er mjög spenntur að hefja nýjan kafla í ferli mínum með því að færa mig um set." "Mercedes Benz býr yfir ótrúlegri arfleið í kappakstri," sagði Hamilton jafnframt. Kappakstursferill Hamiltons hefur verið styrtkur af McLaren-liðinu og Mercedes í mörg ár. Ross Brawn sagðist himinnlifandi yfir því að hafa skrifað undir samning við Hamilton. "Koma Hamiltons er vitnisburður um fyrirætlanir Mercedes í Formúlu 1." "Ég held að saman geti Lewis og Nico orðið öflugasta og mest spennandi ökumannaparið í Formúlunni," sagði Brawn. McLaren-liðið segir enn ætla að þrýsta á Hamilton um að vinna heimsmeistaratitilinn í ár. Hamilton á enn möguleika þó þeir séu litlir. Sergio Perez tekur sæti Hamilton hjá McLarenSergio Perez náði öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í ítalska kappakstrinum í byrjun mánaðarins.nordicphotos/afpMexíkóinn Sergio Perez mun aka fyrir McLaren á næsta ári við hlið Jenson Button. Perez hefur staðið sig ógurlega vel fyrir Sauber-liðið í sumar, staðið þrisvar á verðaluanapalli og yfirleitt ekið betur en liðsfélagi sinn Kamui Kobayashi. Í sumar hefur Perez verið orðaður við Ferrari en Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóri Ferrari, hefur sagt Perez of ungan og reynslulítinn til að aka fyrir ítalska liðið. McLaren er greinilega ekki á sama máli og segist geta nýtt hæfileika Mexíkóans. "Það var ótrúleg frammistaða hans á brautinni, þrjú verðlaunasæti og frábær hraðaisti hringur í Mónakó í ár sem sannfærðu okkur um að Sergio skortir ekkert hvað varðar hraða og skuldbindingu," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren í dag. "Á meðan Sergio er að þróa hæfileika sína höldum við að hann geti boðið okkur upp á hraða heldur er hann einnig ólmur í að læra. Hann er klárlega framtíðarheimsmeistari." Niki Lauda gerist yfirmaður hjá MercedesNiki Lauda er orðinn formaður stjórnar Mercedes-liðsinsnordicphotos/afpAuk þess að gera stórtækar breytingar á ökumannaskipan liðsins hefur Mercedes-liðið ákveðið að ráða gamla heimsmeistarann og goðsögnina Niki Lauda sem yfirmann hjá liðinu. Mikið var rætt um framtíð Formúlu 1-liðs Mercedes í höfuðstöðvum bílaframleiðandans í Stuttgart í sumar því árangur liðsins virðist láta á sér standa. Lauda er þegar farinn að stafa fyrir Mercedes-liðið og hafði um síðustu helgi milligöngu milli liðsins og Bernie Ecclestone um Concorde-samninginn sem öll keppnislið í Formúlu 1 verða að undirrita vilji þau keppa. Samningurinn fjallar að mestu um skyldur liðanna gagnvart FOM (Formula One Management, í eigu Ecclestone), FOM gagnvart liðunum og sjónvarpspeninganna dýrmætu. Niki Lauda verður ekki í framvarðarsveit liðsins og hefur ekki hlutverk framkvæmdastjóra. "Lauda mun veita okkur úr djúpum viskubrunni sínum og miðla reynslu sinni sem formaður stjórnar liðsins." Formúla Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Breski McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton mun aka fyrir Mercedes-liðið í Formúlu 1 á næsta ári. Þetta staðfesti þýski bílaframleiðandinn í morgun. Hamilton hefur verið í viðræðum við Mercedes um nokkurt skeið og segir helstu ástæðu þess að hann færi sig um set að í boði séu "nýjar áskoranir". Áður en Mercedes gat gefið út formlega yfirlýsingu um vistaskipti Hamilton lýsti McLaren yfir að Sergio Perez myndi fylla sæti Lewis á næsta ári. Perez hefur ekið frábærlega í sumar fyrir Sauber-liðið og staðið þrisvar sinnum á verðlaunapalli. Mercedes hefur ekki gefið út hvert framhaldið verður hjá Michael Schumacher sem víkur fyrir Hamilton. Nico Rosberg mun aka þar áfram. Hamilton hóf feril sinn í Formúlu 1 með McLaren árið 2007 og varð heimsmeistari strax ári síðar, árið 2008. "Nú er tími til kominn að takast á við ferskar áskoranir," sagði Hamilton. "Ég er mjög spenntur að hefja nýjan kafla í ferli mínum með því að færa mig um set." "Mercedes Benz býr yfir ótrúlegri arfleið í kappakstri," sagði Hamilton jafnframt. Kappakstursferill Hamiltons hefur verið styrtkur af McLaren-liðinu og Mercedes í mörg ár. Ross Brawn sagðist himinnlifandi yfir því að hafa skrifað undir samning við Hamilton. "Koma Hamiltons er vitnisburður um fyrirætlanir Mercedes í Formúlu 1." "Ég held að saman geti Lewis og Nico orðið öflugasta og mest spennandi ökumannaparið í Formúlunni," sagði Brawn. McLaren-liðið segir enn ætla að þrýsta á Hamilton um að vinna heimsmeistaratitilinn í ár. Hamilton á enn möguleika þó þeir séu litlir. Sergio Perez tekur sæti Hamilton hjá McLarenSergio Perez náði öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í ítalska kappakstrinum í byrjun mánaðarins.nordicphotos/afpMexíkóinn Sergio Perez mun aka fyrir McLaren á næsta ári við hlið Jenson Button. Perez hefur staðið sig ógurlega vel fyrir Sauber-liðið í sumar, staðið þrisvar á verðaluanapalli og yfirleitt ekið betur en liðsfélagi sinn Kamui Kobayashi. Í sumar hefur Perez verið orðaður við Ferrari en Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóri Ferrari, hefur sagt Perez of ungan og reynslulítinn til að aka fyrir ítalska liðið. McLaren er greinilega ekki á sama máli og segist geta nýtt hæfileika Mexíkóans. "Það var ótrúleg frammistaða hans á brautinni, þrjú verðlaunasæti og frábær hraðaisti hringur í Mónakó í ár sem sannfærðu okkur um að Sergio skortir ekkert hvað varðar hraða og skuldbindingu," sagði Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren í dag. "Á meðan Sergio er að þróa hæfileika sína höldum við að hann geti boðið okkur upp á hraða heldur er hann einnig ólmur í að læra. Hann er klárlega framtíðarheimsmeistari." Niki Lauda gerist yfirmaður hjá MercedesNiki Lauda er orðinn formaður stjórnar Mercedes-liðsinsnordicphotos/afpAuk þess að gera stórtækar breytingar á ökumannaskipan liðsins hefur Mercedes-liðið ákveðið að ráða gamla heimsmeistarann og goðsögnina Niki Lauda sem yfirmann hjá liðinu. Mikið var rætt um framtíð Formúlu 1-liðs Mercedes í höfuðstöðvum bílaframleiðandans í Stuttgart í sumar því árangur liðsins virðist láta á sér standa. Lauda er þegar farinn að stafa fyrir Mercedes-liðið og hafði um síðustu helgi milligöngu milli liðsins og Bernie Ecclestone um Concorde-samninginn sem öll keppnislið í Formúlu 1 verða að undirrita vilji þau keppa. Samningurinn fjallar að mestu um skyldur liðanna gagnvart FOM (Formula One Management, í eigu Ecclestone), FOM gagnvart liðunum og sjónvarpspeninganna dýrmætu. Niki Lauda verður ekki í framvarðarsveit liðsins og hefur ekki hlutverk framkvæmdastjóra. "Lauda mun veita okkur úr djúpum viskubrunni sínum og miðla reynslu sinni sem formaður stjórnar liðsins."
Formúla Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira