Laxveiði í október Trausti Hafliðason skrifar 30. september 2012 07:00 Einbeittur veiðimaður á veiðistað númer 19 í Affallinu í Landeyjum. Mynd / Trausti Hafliðason Laxveiðitímabilið er ekki búið því veitt er í þó nokkrum ám langt út október mánuð. Eru þetta allt hafbeitarár með töluverðri laxavon. Vísast eru margir veiðimenn annað hvort búnir eða í þann mund að koma stöngunum fyrir inni í geymslu eða bílskúr. Það þarf þó ekki að vera þannig. Auðvitað er enn veitt í fjölmörgum sjóbirtingsám víða um land en það sem kannski færri vita er að lax er veiddur í nokkrum ám í október en þá er um að ræða hafbeitarár. Á meðal þeirra áa sem enn bjóða upp á laxveiði eru Ytri-Rangá, Eystri-Rangá, Hólsá, Affallið, Þverá í Fljótshlíð og Tungufljót við Reykholt. Veiðin í þessum ám getur verið ágæt þó langt sé liðið á haustið. Ekki þarf að fjölyrða um veiðina í Rangánum, því hún er jú flestum veiðimönnum kunn. Hins vegar hafa veiðst vel á fimmta hundrað laxar í Affallinu í Landeyum og hátt í 300 í Þverá í Fljótshlíð, þá er enn ágæt von í Hólsá og Tungufljóti. Veiðimenn sem ólmir vilja lax í frystikistuna geta fengið upplýsingar um laus leyfi hér:Ytri-Rangá, Hólsá og Tungufljót - agn.isEystri-Rangá, Affallið og Þverá - ranga.istrausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Laxveiðitímabilið er ekki búið því veitt er í þó nokkrum ám langt út október mánuð. Eru þetta allt hafbeitarár með töluverðri laxavon. Vísast eru margir veiðimenn annað hvort búnir eða í þann mund að koma stöngunum fyrir inni í geymslu eða bílskúr. Það þarf þó ekki að vera þannig. Auðvitað er enn veitt í fjölmörgum sjóbirtingsám víða um land en það sem kannski færri vita er að lax er veiddur í nokkrum ám í október en þá er um að ræða hafbeitarár. Á meðal þeirra áa sem enn bjóða upp á laxveiði eru Ytri-Rangá, Eystri-Rangá, Hólsá, Affallið, Þverá í Fljótshlíð og Tungufljót við Reykholt. Veiðin í þessum ám getur verið ágæt þó langt sé liðið á haustið. Ekki þarf að fjölyrða um veiðina í Rangánum, því hún er jú flestum veiðimönnum kunn. Hins vegar hafa veiðst vel á fimmta hundrað laxar í Affallinu í Landeyum og hátt í 300 í Þverá í Fljótshlíð, þá er enn ágæt von í Hólsá og Tungufljóti. Veiðimenn sem ólmir vilja lax í frystikistuna geta fengið upplýsingar um laus leyfi hér:Ytri-Rangá, Hólsá og Tungufljót - agn.isEystri-Rangá, Affallið og Þverá - ranga.istrausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Kennslumyndband um notkun tökuvara í veiði Veiði Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Eitt besta laxveiðisumarið senn að enda komið Veiði Fín veiði á Skagaheiði Veiði Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stórlax og sjóbirtingur í Affallinu Veiði Sauðlauksvatn hefur verið að gefa feyknagóða veiði Veiði Veiðin komin á gott skrið í Veiðivötnum Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði