Peyton Manning er ekki dauður úr öllum æðum | Úrslit helgarinnar 10. september 2012 11:45 Manning gengur hér stoltur af velli. Hinn 36 ára gamli Peyton Manning sýndi í nótt að lengi lifir í gömlum glæðum og að hann er langt frá því að vera búinn. Manning lék þá sinn fyrsta leik í NFL-deildinni síðan 2010 en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Manning er þess utan kominn í nýtt lið en Indianapolis Colts sleppti honum í sumar og fór hann til Denver Broncos. Hann fékk stórt próf í nótt gegn Pittsburgh og stóð sig frábærlega í 31-19 sigri. Manning kastaði 253 jarda og þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki. Hann er búinn að kasta 400 slíkar sendingar. Fjölmiðlar vestanhafs halda vart vatni yfir þessari frammistöðu enda var engu líkara en Manning hefði aldrei farið. Broncos sannaði þess utan í nótt að liðið getur farið langt í vetur með Manning í aðalhlutverki. Það voru nokkrir stórleikir á dagskrá í gær og San Francisco 49ers minnti á sig með flottum útisigri gegn Green Bay Packers. Tim Tebow kastaði ekkert fyrir NY Jets en tók nokkur hlaupakerfi, stillti sér upp sem útherji og sinnti ýmsum störfum í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Robet Griffin III, sem var valinn annar í nýliðavalinu, sló í gegn með frábærri frammistöðu í óvæntum sigri Washington Redskins á New Orleans.Úrslit gærdagsins: Chicago-Indianapolis 41-21 Cleveland-Philadelphia 16-17 Detroit-St. Louis 27-23 Houston-Miami 30-10 Kansas City-Atlanta 24-40 Minnesota-Jacksonville 26-23 New Orleans-Washington 32-40 NY Jets-Buffalo 48-28 Tennessee-New England 13-34 Arizona-Seattle 20-16 Green Bay-San Francisco 22-30 Tampa Bay-Carolina 16-10 Denver-Pittsburgh 31-19Í kvöld: Baltimore-Cincinnati Oakland-San Diego Báðir leikir í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland. NFL Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Peyton Manning sýndi í nótt að lengi lifir í gömlum glæðum og að hann er langt frá því að vera búinn. Manning lék þá sinn fyrsta leik í NFL-deildinni síðan 2010 en hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Manning er þess utan kominn í nýtt lið en Indianapolis Colts sleppti honum í sumar og fór hann til Denver Broncos. Hann fékk stórt próf í nótt gegn Pittsburgh og stóð sig frábærlega í 31-19 sigri. Manning kastaði 253 jarda og þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki. Hann er búinn að kasta 400 slíkar sendingar. Fjölmiðlar vestanhafs halda vart vatni yfir þessari frammistöðu enda var engu líkara en Manning hefði aldrei farið. Broncos sannaði þess utan í nótt að liðið getur farið langt í vetur með Manning í aðalhlutverki. Það voru nokkrir stórleikir á dagskrá í gær og San Francisco 49ers minnti á sig með flottum útisigri gegn Green Bay Packers. Tim Tebow kastaði ekkert fyrir NY Jets en tók nokkur hlaupakerfi, stillti sér upp sem útherji og sinnti ýmsum störfum í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Robet Griffin III, sem var valinn annar í nýliðavalinu, sló í gegn með frábærri frammistöðu í óvæntum sigri Washington Redskins á New Orleans.Úrslit gærdagsins: Chicago-Indianapolis 41-21 Cleveland-Philadelphia 16-17 Detroit-St. Louis 27-23 Houston-Miami 30-10 Kansas City-Atlanta 24-40 Minnesota-Jacksonville 26-23 New Orleans-Washington 32-40 NY Jets-Buffalo 48-28 Tennessee-New England 13-34 Arizona-Seattle 20-16 Green Bay-San Francisco 22-30 Tampa Bay-Carolina 16-10 Denver-Pittsburgh 31-19Í kvöld: Baltimore-Cincinnati Oakland-San Diego Báðir leikir í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland.
NFL Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira