Barnabókaverðlaunin til Grænlands 11. september 2012 15:00 Ólína Þorvarðardóttir veitir Lars-Pele Berthelsen verðlaunin. Með þeim á myndinni er Josep Motzfeldt, formaður vestnorræna ráðsins. mynd/magnús helgason Grænlenski rithöfundurinn Lars-Pele Berthelsen hlaut barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2010, sem veitt voru í Norræna húsinu á föstudag við setningu hátíðarinnar Nýja slóðir. Verðlaunin hlaut Berthelsen fyrir bókina Kaassalimik oqaluttuaq, ljósa barnið. Þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingur vinnur til barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins en þau hafa verið veitt annað hvert ár síðan 2002. Tvær unglingabækur voru tilnefndar í ár, auk bókar Berthelsens: smásagnasafnið Skriva i sandin eftir Marjun Syderbø Kjelnæs frá Færeyjum og skáldsagan Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur. Berthelsen hlýtur að launum 60 þúsund danskar krónur eða um 1,2 milljónir íslenskra króna. Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður og varaformaður Vestnorræna ráðsins, afhenti Berthelsen sigurlaunin. Ljósa barnið er fyrsta unglingabókin sem Berthelsen skrifar. Bókin gerist á síðari hluta átjándu aldar og lýsir baráttu veiðimannasamfélagsins við grimma náttúru. Í umsögn dómnefndar segir að frásögnin sé spennandi og grípandi og gefi ungum lesendum góða innsýn í grænlenskan menningararf. Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Grænlenski rithöfundurinn Lars-Pele Berthelsen hlaut barnabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins 2010, sem veitt voru í Norræna húsinu á föstudag við setningu hátíðarinnar Nýja slóðir. Verðlaunin hlaut Berthelsen fyrir bókina Kaassalimik oqaluttuaq, ljósa barnið. Þetta er í fyrsta sinn sem Grænlendingur vinnur til barnabókaverðlauna Vestnorræna ráðsins en þau hafa verið veitt annað hvert ár síðan 2002. Tvær unglingabækur voru tilnefndar í ár, auk bókar Berthelsens: smásagnasafnið Skriva i sandin eftir Marjun Syderbø Kjelnæs frá Færeyjum og skáldsagan Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur. Berthelsen hlýtur að launum 60 þúsund danskar krónur eða um 1,2 milljónir íslenskra króna. Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður og varaformaður Vestnorræna ráðsins, afhenti Berthelsen sigurlaunin. Ljósa barnið er fyrsta unglingabókin sem Berthelsen skrifar. Bókin gerist á síðari hluta átjándu aldar og lýsir baráttu veiðimannasamfélagsins við grimma náttúru. Í umsögn dómnefndar segir að frásögnin sé spennandi og grípandi og gefi ungum lesendum góða innsýn í grænlenskan menningararf.
Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira