Game of Thrones-leikari leikstýrir í Þjóðleikhúsinu 14. september 2012 18:00 Ian McElhinney í Þjóðleikhúsinu þar sem hann leikstýrir ‘‘Með fulla vasa af grjóti„ "Þeir eru yndislegir náungar og það er mjög gott að vinna með þeim," segir norður-írski Game of Thrones-leikarinn Ian McElhinney, sem leikstýrir Stefáni Karli Stefánssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni í leikritinu Með fulla vasa af grjóti. Leikritið er að fara aftur á svið eftir langt hlé og sem fyrr leika Stefán Karl og Hilmir Snær öll fjórtán hlutverkin og aftur er McElhinney leikstjóri. Með fulla vasa af grjóti var frumsýnt á Íslandi í árslok 2000 og fékk frábærar viðtökur. Sýningarnar urðu alls 180 og yfir fjörutíu þúsund manns sáu verkið. "Núna tólf árum síðar erum við mættir aftur. Strákarnir eru eldri en einnig betri og reyndari leikarar. Þeir eru líka á réttari aldri fyrir hlutverkin. Þeir eru báðir mjög hæfileikaríkir og búa yfir miklum aga sem er nauðsynlegt fyrir svona tveggja manna sýningu á stóru sviði," segir McElhinney. Það var eiginkonan hans, Marie Jones, sem samdi Með fulla vasa af grjóti árið 1996. Fyrst var leikritið sýnt á Írlandi og fékk ágætar viðtökur en þegar McElhinney tók við leikstjórninni þremur árum síðar, eða árið 1999, breyttu þau áherslum og leikritið sló í gegn á Írlandi. Það var í framhaldinu sýnt á West End í London, á Broadway og víða um heim. Sjálfur hafði McElhinney ekki leikstýrt því í mörg ár, eða fyrr en núna þegar hann sneri aftur í Þjóðleikhúsið. Auk þess að leika í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones hefur McElhinney leikið í tveimur sjónvarpsþáttaröðum að undanförnu, eða The Fall með Gillian Anderson úr X-Files í aðalhlutverkinu, og í Titanic: Blood and Steel sem fjallar um smíði Titanic-skipsins. freyr@frettabladid.is Game of Thrones Menning Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Þeir eru yndislegir náungar og það er mjög gott að vinna með þeim," segir norður-írski Game of Thrones-leikarinn Ian McElhinney, sem leikstýrir Stefáni Karli Stefánssyni og Hilmi Snæ Guðnasyni í leikritinu Með fulla vasa af grjóti. Leikritið er að fara aftur á svið eftir langt hlé og sem fyrr leika Stefán Karl og Hilmir Snær öll fjórtán hlutverkin og aftur er McElhinney leikstjóri. Með fulla vasa af grjóti var frumsýnt á Íslandi í árslok 2000 og fékk frábærar viðtökur. Sýningarnar urðu alls 180 og yfir fjörutíu þúsund manns sáu verkið. "Núna tólf árum síðar erum við mættir aftur. Strákarnir eru eldri en einnig betri og reyndari leikarar. Þeir eru líka á réttari aldri fyrir hlutverkin. Þeir eru báðir mjög hæfileikaríkir og búa yfir miklum aga sem er nauðsynlegt fyrir svona tveggja manna sýningu á stóru sviði," segir McElhinney. Það var eiginkonan hans, Marie Jones, sem samdi Með fulla vasa af grjóti árið 1996. Fyrst var leikritið sýnt á Írlandi og fékk ágætar viðtökur en þegar McElhinney tók við leikstjórninni þremur árum síðar, eða árið 1999, breyttu þau áherslum og leikritið sló í gegn á Írlandi. Það var í framhaldinu sýnt á West End í London, á Broadway og víða um heim. Sjálfur hafði McElhinney ekki leikstýrt því í mörg ár, eða fyrr en núna þegar hann sneri aftur í Þjóðleikhúsið. Auk þess að leika í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones hefur McElhinney leikið í tveimur sjónvarpsþáttaröðum að undanförnu, eða The Fall með Gillian Anderson úr X-Files í aðalhlutverkinu, og í Titanic: Blood and Steel sem fjallar um smíði Titanic-skipsins. freyr@frettabladid.is
Game of Thrones Menning Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira