Tinna með eitt högg í forskot eftir fyrsta hringinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2012 12:43 Tinna Jóhannsdóttir. Mynd/Ernir Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er með eitt högg í forkost eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Stelpurnar eru því á leiðinni út aftur á eftir. Tinna lék fyrstu 18 holurnar á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í öðru sæti á sex höggum yfir pari og þriðja Keiliskonan, Signý Arnórsdóttir, er síðan í 3. sæti á átta höggum yfir pari. Tinna fékk einn fugl og fjóra skolla á hringnum en hún paraði sjö síðustu holurnar. Guðrún Brá var á parinu eftir fyrri níu en tapaði sex höggum á seinni níu holunum. Guðrún Brá fékk aftur á móti tvo fugla á fyrstu sjö holum dagsins. Hin fimmtán ára Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hefur verið að spila vel í dag og var um tíma í öðru sæti. Hún endaði hringinn með því að fá fugl á 18. holunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti verður hún einnig stigameistari.Staðan eftir 18 holur hjá konunum: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 3. Signý Arnórsdóttir, GK +8 4. Guðrún Pétursdóttir, GR +9 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +9 6. Karen Guðnadóttir, GS +11 6. Hansína Þorkelsdóttir, GKG +11 6. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +11 9. Heiða Guðnadóttir, GKJ +13 10. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK +14 Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er með eitt högg í forkost eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Stelpurnar eru því á leiðinni út aftur á eftir. Tinna lék fyrstu 18 holurnar á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í öðru sæti á sex höggum yfir pari og þriðja Keiliskonan, Signý Arnórsdóttir, er síðan í 3. sæti á átta höggum yfir pari. Tinna fékk einn fugl og fjóra skolla á hringnum en hún paraði sjö síðustu holurnar. Guðrún Brá var á parinu eftir fyrri níu en tapaði sex höggum á seinni níu holunum. Guðrún Brá fékk aftur á móti tvo fugla á fyrstu sjö holum dagsins. Hin fimmtán ára Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hefur verið að spila vel í dag og var um tíma í öðru sæti. Hún endaði hringinn með því að fá fugl á 18. holunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti verður hún einnig stigameistari.Staðan eftir 18 holur hjá konunum: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 3. Signý Arnórsdóttir, GK +8 4. Guðrún Pétursdóttir, GR +9 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +9 6. Karen Guðnadóttir, GS +11 6. Hansína Þorkelsdóttir, GKG +11 6. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +11 9. Heiða Guðnadóttir, GKJ +13 10. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK +14
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira