Skáldatími í Melaskóla 6. september 2012 17:00 fréttablaðið/gva Rithöfundurinn Gerður Kristný ætlar að veita 5. bekkingum í Melaskóla tilsögn í að skrifa sögur næstu tvo mánuðina. Hún heitir skemmtilegum tímum. "Ég hef verið fengin til að bjóða börnum upp á kennslu í ritlist og kalla námskeiðið skáldatíma, enda fá þau þarna tíma til að vera skáld," segir Gerður Kristný rithöfundur glaðlega og útskýrir tildrög þess nánar. "Í vor hafði bókasafnsfræðingurinn í Melaskóla, Særún Albertsdóttir, samband við mig og bað mig um að koma í 5. bekkina og kenna börnunum ritlist á haustönn. Fyrirmyndin er dönsk. Þar í landi kom rithöfundur í skóla og var með krökkunum í þrjá mánuði, las fyrir þá sögur, ræddi þær við þá og loks tóku krakkarnir til við að skrifa sjálfir sögur. Mér fannst þetta hljóma afar vel," segir Gerður og bætir við: "Mér buðust ýmis verkefni nú í haust og fannst þetta lang-áhugaverðast og ákvað því að slá til. Við sóttum um styrk til Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, fengum jákvætt svar en Melaskóli leggur líka til fé á móti framlagi bókmenntaborgarinnar. Mér finnst frábært að Særúnu skuli hafa tekist að ná þessu í gegn. Á niðurskurðartímum sem þessum dettur fáum í hug að hafa frumkvæði að nýjungum sem þessum í kennslu." Gerður Kristný ætlar að byrja kennsluna um miðjan þennan mánuð. Tíu ára bekkirnir í Melaskóla eru þrír og hún býst við að fara í hvern þeirra tvisvar í viku. "Ég ætla að velja góðar sögur, jafnvel þjóðsögur og ævintýri, til að lesa með börnunum og ræða síðan til dæmis hvernig maður byggir upp sögu og af hverju maður heldur með sumum persónum og ekki öðrum. Síðan hlakka ég mikið til að lesa sögurnar sem krakkarnir semja sjálfir." Helst vill hún líka æfa börnin í að flytja textann sinn en umfram allt eiga kennslustundirnar að vera skemmtilegar. "Nóg er nú samt lagt á börn," segir hún "Jahá," svarar Gerður Kristný ákveðin spurð hvort hún hefði þegið að fá tilsögn í skáldskap þegar hún var í barnaskóla. "Ég bjó í Háaleitishverfinu og sá stundum Sigurði A. Magnússyni bregða fyrir á leið sinni út í Víði. Annars sá ég ekki rithöfund fyrr en ég var komin í menntaskóla. Þá mætti Svava Jakobsdóttir í smásagnaáfanga sem ég valdi mér í MH. Maður lærir helst að skrifa með því að lesa góða höfunda og þessa tvo las ég." Gerður Kristný segir rithöfunda nú orðna sýnilega í grunnskólum eftir að verkefnið Skáld í skólum komst á en þar fara rithöfundar í skóla, segja frá sér og verkum sínum og lesa upp. Hún hefur sjálf tekið þátt í því verkefni og haft feikigaman af. Gerður hefur líka áður kennt ritlist því bókasafnið í Gerðubergi fékk hana til að kenna á ritlistarnámskeiði í fyrrasumar. Þar beindi hún börnunum ekki aðeins að góðum barnabókmenntum, heldur líka til dæmis ljóðum fyrir fullorðna. "Ég las dularfulla ljóðið Sýn að hausti eftir Gyrði Elíasson fyrir krakkana. Þar birtist hvorki meira né minna en vængjaður skóladrengur. Ein yngsta stúlkan á námskeiðinu hreifst svo af því að ég varð að endurtaka lesturinn í næsta tíma. Það er ekkert hægt að veðja á hvað heillar börn mest." Margir rithöfundar sækja í bernsku sína hvort sem þeir skrifa fyrir börn eða fullorðna að mati Gerðar Kristnýjar. "Mig langar til að börnin í Melaskóla átti sig á töfrum þess að vera tíu ára og skrifi um þá."gun@frettabladid.is Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Rithöfundurinn Gerður Kristný ætlar að veita 5. bekkingum í Melaskóla tilsögn í að skrifa sögur næstu tvo mánuðina. Hún heitir skemmtilegum tímum. "Ég hef verið fengin til að bjóða börnum upp á kennslu í ritlist og kalla námskeiðið skáldatíma, enda fá þau þarna tíma til að vera skáld," segir Gerður Kristný rithöfundur glaðlega og útskýrir tildrög þess nánar. "Í vor hafði bókasafnsfræðingurinn í Melaskóla, Særún Albertsdóttir, samband við mig og bað mig um að koma í 5. bekkina og kenna börnunum ritlist á haustönn. Fyrirmyndin er dönsk. Þar í landi kom rithöfundur í skóla og var með krökkunum í þrjá mánuði, las fyrir þá sögur, ræddi þær við þá og loks tóku krakkarnir til við að skrifa sjálfir sögur. Mér fannst þetta hljóma afar vel," segir Gerður og bætir við: "Mér buðust ýmis verkefni nú í haust og fannst þetta lang-áhugaverðast og ákvað því að slá til. Við sóttum um styrk til Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, fengum jákvætt svar en Melaskóli leggur líka til fé á móti framlagi bókmenntaborgarinnar. Mér finnst frábært að Særúnu skuli hafa tekist að ná þessu í gegn. Á niðurskurðartímum sem þessum dettur fáum í hug að hafa frumkvæði að nýjungum sem þessum í kennslu." Gerður Kristný ætlar að byrja kennsluna um miðjan þennan mánuð. Tíu ára bekkirnir í Melaskóla eru þrír og hún býst við að fara í hvern þeirra tvisvar í viku. "Ég ætla að velja góðar sögur, jafnvel þjóðsögur og ævintýri, til að lesa með börnunum og ræða síðan til dæmis hvernig maður byggir upp sögu og af hverju maður heldur með sumum persónum og ekki öðrum. Síðan hlakka ég mikið til að lesa sögurnar sem krakkarnir semja sjálfir." Helst vill hún líka æfa börnin í að flytja textann sinn en umfram allt eiga kennslustundirnar að vera skemmtilegar. "Nóg er nú samt lagt á börn," segir hún "Jahá," svarar Gerður Kristný ákveðin spurð hvort hún hefði þegið að fá tilsögn í skáldskap þegar hún var í barnaskóla. "Ég bjó í Háaleitishverfinu og sá stundum Sigurði A. Magnússyni bregða fyrir á leið sinni út í Víði. Annars sá ég ekki rithöfund fyrr en ég var komin í menntaskóla. Þá mætti Svava Jakobsdóttir í smásagnaáfanga sem ég valdi mér í MH. Maður lærir helst að skrifa með því að lesa góða höfunda og þessa tvo las ég." Gerður Kristný segir rithöfunda nú orðna sýnilega í grunnskólum eftir að verkefnið Skáld í skólum komst á en þar fara rithöfundar í skóla, segja frá sér og verkum sínum og lesa upp. Hún hefur sjálf tekið þátt í því verkefni og haft feikigaman af. Gerður hefur líka áður kennt ritlist því bókasafnið í Gerðubergi fékk hana til að kenna á ritlistarnámskeiði í fyrrasumar. Þar beindi hún börnunum ekki aðeins að góðum barnabókmenntum, heldur líka til dæmis ljóðum fyrir fullorðna. "Ég las dularfulla ljóðið Sýn að hausti eftir Gyrði Elíasson fyrir krakkana. Þar birtist hvorki meira né minna en vængjaður skóladrengur. Ein yngsta stúlkan á námskeiðinu hreifst svo af því að ég varð að endurtaka lesturinn í næsta tíma. Það er ekkert hægt að veðja á hvað heillar börn mest." Margir rithöfundar sækja í bernsku sína hvort sem þeir skrifa fyrir börn eða fullorðna að mati Gerðar Kristnýjar. "Mig langar til að börnin í Melaskóla átti sig á töfrum þess að vera tíu ára og skrifi um þá."gun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira