Skuggar í Hafnarborg 31. ágúst 2012 10:05 Ólíkar birtingarmyndir skuggans í verkum nokkurra íslenskra myndlistarmanna verða í brennidepli á yfirlitssýningunni Skia, sem verður opnuð í Hafnarborg í dag. Skia er gríska orðið yfir skugga en Guðni Tómasson sýningarstjóri hefur valið á sýninguna verk af ýmsum toga sem fjalla á einn eða annan hátt um skuggann. "Það er áhugavert að búa sér til ramma til að vinna út frá," segir Guðni. "Alveg eins og með sjónsviðið er samspil ljóss og skugga lykilatriði í myndlist. Mér fannst áhugavert að móta hugmyndina í þá átt, þótt ég hafi á endanum farið í allt aðrar áttir en ég lagði upp með. Ég ætlaði upphaflega að búa til eins konar flokka á skugga en á endanum varð útkoman mun tilfinningalegri." Verkin á sýningunni eru frá miðri síðustu öld til samtímans. Guðni segist hafa haft ákveðna listamenn í huga þegar hann hóf undirbúning á sýningunni. "Ég endaði síðan á því að leita í ýmsar áttir; sum verkin duttu eiginlega upp í hendurnar hjá mér en hjá öðrum var ég að leita að ákveðinni stemningu. En í rauninni eru þetta allt listamenn sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. "Sýningin er er afrakstur þess að Hafnarborg býður sýningarstjórum að senda inn tillögur að haustsýningu í safninu en þetta er í annað sinn sem það er gert. Í tengslum við sýninguna verður efnt til Skuggaleika þann 6. október en þar mætast listamenn og fræðimenn af ýmsum sviðum og kynna hugmyndir og rannsóknir af ólíkum toga sem þó fjalla allar um skuggann. Guðni lóðsar gesti um sýninguna á sunnudag. Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ólíkar birtingarmyndir skuggans í verkum nokkurra íslenskra myndlistarmanna verða í brennidepli á yfirlitssýningunni Skia, sem verður opnuð í Hafnarborg í dag. Skia er gríska orðið yfir skugga en Guðni Tómasson sýningarstjóri hefur valið á sýninguna verk af ýmsum toga sem fjalla á einn eða annan hátt um skuggann. "Það er áhugavert að búa sér til ramma til að vinna út frá," segir Guðni. "Alveg eins og með sjónsviðið er samspil ljóss og skugga lykilatriði í myndlist. Mér fannst áhugavert að móta hugmyndina í þá átt, þótt ég hafi á endanum farið í allt aðrar áttir en ég lagði upp með. Ég ætlaði upphaflega að búa til eins konar flokka á skugga en á endanum varð útkoman mun tilfinningalegri." Verkin á sýningunni eru frá miðri síðustu öld til samtímans. Guðni segist hafa haft ákveðna listamenn í huga þegar hann hóf undirbúning á sýningunni. "Ég endaði síðan á því að leita í ýmsar áttir; sum verkin duttu eiginlega upp í hendurnar hjá mér en hjá öðrum var ég að leita að ákveðinni stemningu. En í rauninni eru þetta allt listamenn sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. "Sýningin er er afrakstur þess að Hafnarborg býður sýningarstjórum að senda inn tillögur að haustsýningu í safninu en þetta er í annað sinn sem það er gert. Í tengslum við sýninguna verður efnt til Skuggaleika þann 6. október en þar mætast listamenn og fræðimenn af ýmsum sviðum og kynna hugmyndir og rannsóknir af ólíkum toga sem þó fjalla allar um skuggann. Guðni lóðsar gesti um sýninguna á sunnudag.
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira