Elfar Aðalsteins með tvær myndir á RIFF 24. ágúst 2012 18:15 Elfar Aðalsteins og John Hurt standa á bak við myndina Sailcloth. Ráðgjafar kvikmyndahátíðarinnar RIFF hafa valið 20 íslenskar stuttmyndir til sýningar á hátíðinni. Meðal þeirra eru Sailcloth eftir Elfar Aðalsteins, sem var á "shortlist" til Óskarsverðlauna í vor og skartar leikaranum John Hurt í aðalhlutverki. Elfar sýnir einnig myndina Subculture á hátíðinni. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið áberandi á RIFF síðustu ár og erlendir blaðamenn sem sækja hátíðina sýna henni vaxandi áhuga. Það er því vel við hæfi að úrval íslenskra stuttmynda sé jafn öflugt og raun ber vitni. Hér má sjá sýnishorn úr Subculture eftir Elfar Aðalsteins:Subculture Trailer from Berserk Films on Vimeo. Meðal annarra stuttmynda á RIFF má nefna Afhjúpunina eftir tónlistarmanninn Richard Scobie. Einnig fyrstu mynd sjónvarpsmannsins Nilla, Níels Thibaud Girerd, sem heitir Villa (Error). Margir bíða spenntir eftir að sjá þá mynd en Ísland í dag kíkti bak við tjöldin á tökum myndarinnar í vor. Hægt er að skoða þáttinn hér á sjónvarpssíðu Vísis. Leikstjórinn Ása Hjörleifsdóttir mætir til leiks með myndina Ástarsaga. Myndin er lokaverkefni Ásu frá Columbia háskólanum í New York. Aðalhlutverkið leikur Katherine Waterston, dóttir bandaríska leikarans Sam Waterston. Hér má sjá sýnishorn úr Ástarsögu:Astarsaga Teaser Trailer from Ása Hjörleifsdóttir on Vimeo. Ari Alexander Ergis Magnússon mætir með einnar mínútu mynd sem nefnist Urna og gefur tóninn fyrir mynd í fullri lengd byggða á Missi eftir Guðberg Bergsson. Þá sýnir Erlingur Óttar Thoroddsen hrollvekjuna Child Eater þar sem ljóti kallinn í skápnum er raunverulegur en hér má sjá sýnishorn úr henni:Child Eater Trailer from Erlingur Óttar Thoroddsen on Vimeo. Alls bárust 45 stuttmyndir til valnefndar. Dómnefnd hátíðarinnar veitir einni mynd verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar auk Canon EOS-60D myndavélar frá Nýherja. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í fyrra en þá vann Skaði (Come to Harm) eftir Börk Sigþórsson. Rúmur mánuður er þar til kvikmyndahátíðin RIFF fer fram en hún hefst 27. september og stendur til 7. október. Ítalski hryllingsmyndaleikstjórinn Dario Argento verður heiðursgestur. Sala hátíðarpössum og klippikortum er þegar hafin á heimasíðunni riff.is. Íslenskar stuttmyndir á RIFF 2012: Afhjúpunin (Blindsided) Richard Scobie Anima Hallur Örn Árnason Ástarsaga (Love Story) Ása Hjörleifsdóttir Brynhildur og Kjartan (In Sickness and in Health) Ásthildur Kjartansdóttir Child Eater Erlingur Óttar Thoroddsen Drunken Cacophony Ellen Ragnarsdóttir og Raam Reddy Einn á báti (Guðlaugur) Skúli Andrésson En dag eller to Hlynur Pálmason Follow the sun Ari Allansson Fórn (Sacrifice) Jakob Halldórsson Grafir og Bein (Secret and Lies) Anton Sigurðsson Ofbirta Hörður Freyr Brynjarsson Reptilicus: Initial Conditions Guðmundur Ingi Markússon Sailcloth Elfar Aðalsteins Subculture Elfar Aðalsteins The Pirate of Love Sara Gunnarsdóttir The Prophecy of the Seeress Laurie Schapira Urna Ari Alexander Ergis Magnússon Villa (Error) Níels Thibaud Girerd Yfir horfinn veg (Memory Lane) Andri Freyr Ríkarðsson Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Ráðgjafar kvikmyndahátíðarinnar RIFF hafa valið 20 íslenskar stuttmyndir til sýningar á hátíðinni. Meðal þeirra eru Sailcloth eftir Elfar Aðalsteins, sem var á "shortlist" til Óskarsverðlauna í vor og skartar leikaranum John Hurt í aðalhlutverki. Elfar sýnir einnig myndina Subculture á hátíðinni. Íslensk kvikmyndagerð hefur verið áberandi á RIFF síðustu ár og erlendir blaðamenn sem sækja hátíðina sýna henni vaxandi áhuga. Það er því vel við hæfi að úrval íslenskra stuttmynda sé jafn öflugt og raun ber vitni. Hér má sjá sýnishorn úr Subculture eftir Elfar Aðalsteins:Subculture Trailer from Berserk Films on Vimeo. Meðal annarra stuttmynda á RIFF má nefna Afhjúpunina eftir tónlistarmanninn Richard Scobie. Einnig fyrstu mynd sjónvarpsmannsins Nilla, Níels Thibaud Girerd, sem heitir Villa (Error). Margir bíða spenntir eftir að sjá þá mynd en Ísland í dag kíkti bak við tjöldin á tökum myndarinnar í vor. Hægt er að skoða þáttinn hér á sjónvarpssíðu Vísis. Leikstjórinn Ása Hjörleifsdóttir mætir til leiks með myndina Ástarsaga. Myndin er lokaverkefni Ásu frá Columbia háskólanum í New York. Aðalhlutverkið leikur Katherine Waterston, dóttir bandaríska leikarans Sam Waterston. Hér má sjá sýnishorn úr Ástarsögu:Astarsaga Teaser Trailer from Ása Hjörleifsdóttir on Vimeo. Ari Alexander Ergis Magnússon mætir með einnar mínútu mynd sem nefnist Urna og gefur tóninn fyrir mynd í fullri lengd byggða á Missi eftir Guðberg Bergsson. Þá sýnir Erlingur Óttar Thoroddsen hrollvekjuna Child Eater þar sem ljóti kallinn í skápnum er raunverulegur en hér má sjá sýnishorn úr henni:Child Eater Trailer from Erlingur Óttar Thoroddsen on Vimeo. Alls bárust 45 stuttmyndir til valnefndar. Dómnefnd hátíðarinnar veitir einni mynd verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar auk Canon EOS-60D myndavélar frá Nýherja. Verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í fyrra en þá vann Skaði (Come to Harm) eftir Börk Sigþórsson. Rúmur mánuður er þar til kvikmyndahátíðin RIFF fer fram en hún hefst 27. september og stendur til 7. október. Ítalski hryllingsmyndaleikstjórinn Dario Argento verður heiðursgestur. Sala hátíðarpössum og klippikortum er þegar hafin á heimasíðunni riff.is. Íslenskar stuttmyndir á RIFF 2012: Afhjúpunin (Blindsided) Richard Scobie Anima Hallur Örn Árnason Ástarsaga (Love Story) Ása Hjörleifsdóttir Brynhildur og Kjartan (In Sickness and in Health) Ásthildur Kjartansdóttir Child Eater Erlingur Óttar Thoroddsen Drunken Cacophony Ellen Ragnarsdóttir og Raam Reddy Einn á báti (Guðlaugur) Skúli Andrésson En dag eller to Hlynur Pálmason Follow the sun Ari Allansson Fórn (Sacrifice) Jakob Halldórsson Grafir og Bein (Secret and Lies) Anton Sigurðsson Ofbirta Hörður Freyr Brynjarsson Reptilicus: Initial Conditions Guðmundur Ingi Markússon Sailcloth Elfar Aðalsteins Subculture Elfar Aðalsteins The Pirate of Love Sara Gunnarsdóttir The Prophecy of the Seeress Laurie Schapira Urna Ari Alexander Ergis Magnússon Villa (Error) Níels Thibaud Girerd Yfir horfinn veg (Memory Lane) Andri Freyr Ríkarðsson
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira