Axel í 8. sæti og jafnaði met Ólafs: Ekki hægt annað en að vera sáttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2012 19:22 Axel Bóasson var sáttur í mótslok. Mynd/Golfsamband Íslands Axel Bóasson, 22 ára kylfingur úr Keili, varð í 8. til 12. sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem lauk á Írlandi í dag. Evrópumótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á hverju ári og þetta er frábær árangur hjá stráknum. Axel lék hringina fjóra á 283 höggum eða fimm höggum undir pari en hann endaði sex höggum á eftir sigurvegaranum sem var Rhys Pugh frá Wales. Axel var einn af fimm kylfingum sem lék á fimm höggum undir pari en hann lék best af þessum kylfingum á lokadeginum eða á tveimur höggum undir pari. Aðstæður voru býsna erfiðar i dag, um sjö metra vindur á sekúndu og reyndist það flestum keppendum erfitt. Meðalskorið var mun hærra i dag sem gerir árangur Axels enn glæsilegri. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings i mótinu, en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti árið 2002. „Ég er bara mjög sáttur með þetta enda ekki annað hægt. Ég lagði upp með það að reyna að komast í gegnum niðurskurðinn, vinna í mínum hlutum og spila rólegt golf. Andlegi þátturinn var líka sterkur í þessu," sagði Axel í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Árangurinn í dag og mótið í heildina var framar öllum væntingum. Ég ætlaði bara að vera rólegur og njóta þess að spila," sagði Axel. „Lykilatriði númer eitt, tvo og þrjú var að vera slakur og treysta því sem ég var að gera. Sjálfstraustið hjá mér var síðan orðið gríðarlegt á flötunum," sagði Axel. „Ég var smá smeykur um að ég myndi bara sætta mig við það að vera kominn í gegnum niðurskurðinn í staðinn fyrir að halda áfram. Ég var því sáttur með að ná að halda áfram," sagði Axel. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Axel Bóasson, 22 ára kylfingur úr Keili, varð í 8. til 12. sæti á Evrópumóti áhugamanna í golfi sem lauk á Írlandi í dag. Evrópumótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer á hverju ári og þetta er frábær árangur hjá stráknum. Axel lék hringina fjóra á 283 höggum eða fimm höggum undir pari en hann endaði sex höggum á eftir sigurvegaranum sem var Rhys Pugh frá Wales. Axel var einn af fimm kylfingum sem lék á fimm höggum undir pari en hann lék best af þessum kylfingum á lokadeginum eða á tveimur höggum undir pari. Aðstæður voru býsna erfiðar i dag, um sjö metra vindur á sekúndu og reyndist það flestum keppendum erfitt. Meðalskorið var mun hærra i dag sem gerir árangur Axels enn glæsilegri. Axel jafnaði með þessu besta árangur Íslendings i mótinu, en Ólafur Mar Sigurðsson hafnaði einnig i 8. sæti árið 2002. „Ég er bara mjög sáttur með þetta enda ekki annað hægt. Ég lagði upp með það að reyna að komast í gegnum niðurskurðinn, vinna í mínum hlutum og spila rólegt golf. Andlegi þátturinn var líka sterkur í þessu," sagði Axel í viðtali við Ásgeir Erlendsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Árangurinn í dag og mótið í heildina var framar öllum væntingum. Ég ætlaði bara að vera rólegur og njóta þess að spila," sagði Axel. „Lykilatriði númer eitt, tvo og þrjú var að vera slakur og treysta því sem ég var að gera. Sjálfstraustið hjá mér var síðan orðið gríðarlegt á flötunum," sagði Axel. „Ég var smá smeykur um að ég myndi bara sætta mig við það að vera kominn í gegnum niðurskurðinn í staðinn fyrir að halda áfram. Ég var því sáttur með að ná að halda áfram," sagði Axel.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira