Fólk lítur björtum augum til framtíðar Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 22. júlí 2012 12:00 Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna, er nú stödd í Noregi. mynd/AFP Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti. Dagurinn hófst með minningarathöfn í miðborg Osló þar sem blómsveigur var lagður á staðinn þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið.Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og Haraldur fimmti Noregskonungur voru viðstaddir. Stoltenberg sagði Breivik ekki hafa tekist ætlunarverk sitt að eyðileggja vilja Noregs til að vera fjölþjóðlegt samfélag. Þá var einnig minningarguðþjónusta í dómkirkjunni í Osló í morgun og síðar í dag verða minningarathafnir í Útey og tónleikar í miðborg Osló. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna er nú stödd í Noregi og var hún á leið á minningarathöfn í Útey þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Við erum sem sagt hérna saman, alþjóðafulltrúar allstaðar að, krakkar sem voru í Útey í fyrra og svo formenn norðurlanda ungra jafnaðarmannasamtakanna," segir Guðrún. Hún segir Stoltenberg hafa sett tóninn fyrir daginn í morgun. „Hann sagði: „Við munum aldrei gleyma, aldrei gleyma þeim sem voru drepnir, þeirra hugsjónum og aldrei gleyma því að svona hlutir geta gerst ef við erum ekki alltaf á verði." Stemmningin er svona, það eru allir fullir af von um framtíðina og hugsjónum þeirra sem voru drepnir í þessum voðalega atburði." Hún segir Norðmenn hafa staðið mjög vel að viðburðum dagsins og þau muni fá frjálsan tíma á eyjunni í dag til að íhuga það sem gerðist og minnast hinna látnu.Hvernig líður þér sjálfri að vera að fara þarna út í eyjuna þar sem þessir atburðir áttu sér stað? „Ég er ekkert búin að hlakka til. Ég er búin að kvíða fyrir þessum degi, það er mikið af tilfinningum sem værast um í manni og ofboðslega mikil sorg og skilningsleysi fyrir þessum hugsjónum. Ég samt held að þetta verði gott fyrir mig og alla sem eru að fara og geta sýnt samhuginn sem allir Íslendingar finna fyrir norðmönnum í dag og gerðu svo sannarlega fyrir ári síðan." Hér heima munu ungir jafnaðarmenn standa fyrir stuttri athöfn í minningarlundinum við Norræna húsið í Vatnsmýri til að minnast fórnarlamba voðaverkanna og hefst hún klukkan hálf níu í kvöld. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti. Dagurinn hófst með minningarathöfn í miðborg Osló þar sem blómsveigur var lagður á staðinn þar sem bílasprengja sprakk fyrir ári síðan og 8 manns létu lífið.Jens Stoltenberg forsætisráðherra Noregs og Haraldur fimmti Noregskonungur voru viðstaddir. Stoltenberg sagði Breivik ekki hafa tekist ætlunarverk sitt að eyðileggja vilja Noregs til að vera fjölþjóðlegt samfélag. Þá var einnig minningarguðþjónusta í dómkirkjunni í Osló í morgun og síðar í dag verða minningarathafnir í Útey og tónleikar í miðborg Osló. Guðrún Jóna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna er nú stödd í Noregi og var hún á leið á minningarathöfn í Útey þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Við erum sem sagt hérna saman, alþjóðafulltrúar allstaðar að, krakkar sem voru í Útey í fyrra og svo formenn norðurlanda ungra jafnaðarmannasamtakanna," segir Guðrún. Hún segir Stoltenberg hafa sett tóninn fyrir daginn í morgun. „Hann sagði: „Við munum aldrei gleyma, aldrei gleyma þeim sem voru drepnir, þeirra hugsjónum og aldrei gleyma því að svona hlutir geta gerst ef við erum ekki alltaf á verði." Stemmningin er svona, það eru allir fullir af von um framtíðina og hugsjónum þeirra sem voru drepnir í þessum voðalega atburði." Hún segir Norðmenn hafa staðið mjög vel að viðburðum dagsins og þau muni fá frjálsan tíma á eyjunni í dag til að íhuga það sem gerðist og minnast hinna látnu.Hvernig líður þér sjálfri að vera að fara þarna út í eyjuna þar sem þessir atburðir áttu sér stað? „Ég er ekkert búin að hlakka til. Ég er búin að kvíða fyrir þessum degi, það er mikið af tilfinningum sem værast um í manni og ofboðslega mikil sorg og skilningsleysi fyrir þessum hugsjónum. Ég samt held að þetta verði gott fyrir mig og alla sem eru að fara og geta sýnt samhuginn sem allir Íslendingar finna fyrir norðmönnum í dag og gerðu svo sannarlega fyrir ári síðan." Hér heima munu ungir jafnaðarmenn standa fyrir stuttri athöfn í minningarlundinum við Norræna húsið í Vatnsmýri til að minnast fórnarlamba voðaverkanna og hefst hún klukkan hálf níu í kvöld.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira