Barnadagur í Viðey á sunnudag 27. júlí 2012 15:15 Sunnudaginn 29. júlí verður barnadagurinn haldinn hátíðlegur í Viðey. Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Viðey að bjóða yngstu meðlimi fjölskyldunnar sérstaklega velkomna og bjóða skemmtun og afþreyingu sem er þeim að skapi. Trúðar heimsækja Viðey og leika við börnin og Lalli töframaður mun bæði sýna æsileg töfrabrögð á sviði og ganga um svæðið og búa til furðuskepnur í galdrablöðrum. Sveppi og Villi skemmta börnunum af sinni alkunnu snilld kl.15:30. Viðey iðar af lífi og náttúran er í fullum skrúða í júlí. Því er upplagt að rölta um móana og tína saman fallegan blómvönd fyrir villiblómavandarkeppnina sem haldin er á Barnadaginn. Veitt eru vegleg verðlaun fyrir fallegasta vöndinn. Margt er að sjá og ýmislegt sem þarf að rannsaka og því er tilvalið að taka sigti eða háf með í Viðeyjarferðina, svo hægt sé að skoða allar furðuskepnurnar og fjársóðina sem finnast í flæðarmálinu. Hestaleigan Laxnes hefur slegið í gegn í Viðey í sumar og verður hún opin á barnadaginn. Jafnframt verður yngstu börnunum boðið að bregða sér á bak og teymt undir þeim spottakorn í fylgd með mömmu eða pabba. Fyrsta ferð i áætlun til Viðeyjar frá Skarfabakka er kl. 11:15 og siglt er á klukkustundar fresti, korter yfir heila tímann allan daginn. Ferjutollur er kr. 1000.- fyrir fullorðna, kr. 500.- fyrir 7-15 ára og ókeypis fyrir 6 ára og yngri.Dagskrá Barnadags:11:30 – 16:30 Nýr og spennandi matseðill í Viðeyjarstofu m.a. grillaðar pylsur12:15 – 13:30 Trúðarnir taka ferjuna út í Viðey þar sem þeir leika og sprella13:00 Hestar teymdir undir börnum við hestagerðið13:15 – 15:30 Lalli töframaður galdrar furðudýr og töfrar ýmislegt upp úr hatti sínum14:45 – 15:00 Dómnefnd tilkynnir úrslit í villiblómvandakeppni15:00 – 15:30 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Viðeyjarkirkju.15:30 – 16:00 Barnaskemmtun við Viðeyjarstofu. Sveppi og Villi leika á als oddi! Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sunnudaginn 29. júlí verður barnadagurinn haldinn hátíðlegur í Viðey. Sú skemmtilega hefð hefur skapast í Viðey að bjóða yngstu meðlimi fjölskyldunnar sérstaklega velkomna og bjóða skemmtun og afþreyingu sem er þeim að skapi. Trúðar heimsækja Viðey og leika við börnin og Lalli töframaður mun bæði sýna æsileg töfrabrögð á sviði og ganga um svæðið og búa til furðuskepnur í galdrablöðrum. Sveppi og Villi skemmta börnunum af sinni alkunnu snilld kl.15:30. Viðey iðar af lífi og náttúran er í fullum skrúða í júlí. Því er upplagt að rölta um móana og tína saman fallegan blómvönd fyrir villiblómavandarkeppnina sem haldin er á Barnadaginn. Veitt eru vegleg verðlaun fyrir fallegasta vöndinn. Margt er að sjá og ýmislegt sem þarf að rannsaka og því er tilvalið að taka sigti eða háf með í Viðeyjarferðina, svo hægt sé að skoða allar furðuskepnurnar og fjársóðina sem finnast í flæðarmálinu. Hestaleigan Laxnes hefur slegið í gegn í Viðey í sumar og verður hún opin á barnadaginn. Jafnframt verður yngstu börnunum boðið að bregða sér á bak og teymt undir þeim spottakorn í fylgd með mömmu eða pabba. Fyrsta ferð i áætlun til Viðeyjar frá Skarfabakka er kl. 11:15 og siglt er á klukkustundar fresti, korter yfir heila tímann allan daginn. Ferjutollur er kr. 1000.- fyrir fullorðna, kr. 500.- fyrir 7-15 ára og ókeypis fyrir 6 ára og yngri.Dagskrá Barnadags:11:30 – 16:30 Nýr og spennandi matseðill í Viðeyjarstofu m.a. grillaðar pylsur12:15 – 13:30 Trúðarnir taka ferjuna út í Viðey þar sem þeir leika og sprella13:00 Hestar teymdir undir börnum við hestagerðið13:15 – 15:30 Lalli töframaður galdrar furðudýr og töfrar ýmislegt upp úr hatti sínum14:45 – 15:00 Dómnefnd tilkynnir úrslit í villiblómvandakeppni15:00 – 15:30 Barna- og fjölskylduguðsþjónusta í Viðeyjarkirkju.15:30 – 16:00 Barnaskemmtun við Viðeyjarstofu. Sveppi og Villi leika á als oddi!
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira