Valdís Þóra er Íslandsmeistari kvenna í golfi árið 2012 Óskar Ófeigur Jónson skrifar 29. júlí 2012 16:46 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/GSÍmyndir.net Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er Íslandsmeistari kvenna í golfi 2012 eftir gríðarlega spennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Valdís Þóra var að vinna titilinn í annað skiptið en hún varð líka Íslandsmeistari í Grafarholti fyrir þremur árum. Valdís Þóra tryggði sér sigurinn með því leika 18. holuna á fimm höggum en hún lék holurnar 72 á einu höggi betur en þær Anna Sólveig Snorradóttir og Tinna Jóhannsdóttir sem eru báðar í Keili. Anna og Tinna voru báðar nærri því að setja niður pútt á lokaholunni sem hefði tryggt þeim umspil á móti Valdísi Þóru. Spennan var mikil á lokaholunum og þá buðu stelpurnar líka upp á miklar sveiflur þar sem þær skiptust á um að ná forystunni. Tinna og Anna Sólveig þurfa nú að fara í umspil um annað sætið. Anna Sólveig virtist vera að dragast aftur úr eftir að hafa tapað fjórum höggum á holum 10 til 14 en hún var þá komin fjórum höggum á eftir Valdísi og tveimur höggum á eftir Tinnu. Það breyttist hinsvegar margt á næstu þremur holum. Valdís Þóra tapaði fjórum höggum á holum 15 og 16 og Tinna fékk skolla á bæði 16. og 17. holu. Anna Sólveig komst síðan í forystu fyrir lokaholuna með því að fá fugl á 17. holunni. Þegar stelpurnar í lokahollinu mættu á 18. og síðustu holuna þá var Anna Sólveig samtals á tólf höggum yfir pari en bæði Valdís Þóra og Tinna voru á þrettán höggum yfir pari. Valdís lék síðustu holuna á pari og tryggði sér með því sigur því hinar tvær töpuðu báðar höggum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék best allra í dag eða á einu höggi yfir pari og tryggði sér með því fjórða sætið í mótinu á samtals 16 höggum yfir pari.Lokastaðan í kvennaflokki: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +13 2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK +14 2. Tinna Jóhannsdóttir, GK +14 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +16 5. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +17 6. Signý Arnórsdóttir, GK +22 7. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +23 7. Guðrún Pétursdóttir, GR +23 9. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR +25 9. Karen Guðnadóttir, GS +25 Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er Íslandsmeistari kvenna í golfi 2012 eftir gríðarlega spennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Strandarvelli á Hellu. Valdís Þóra var að vinna titilinn í annað skiptið en hún varð líka Íslandsmeistari í Grafarholti fyrir þremur árum. Valdís Þóra tryggði sér sigurinn með því leika 18. holuna á fimm höggum en hún lék holurnar 72 á einu höggi betur en þær Anna Sólveig Snorradóttir og Tinna Jóhannsdóttir sem eru báðar í Keili. Anna og Tinna voru báðar nærri því að setja niður pútt á lokaholunni sem hefði tryggt þeim umspil á móti Valdísi Þóru. Spennan var mikil á lokaholunum og þá buðu stelpurnar líka upp á miklar sveiflur þar sem þær skiptust á um að ná forystunni. Tinna og Anna Sólveig þurfa nú að fara í umspil um annað sætið. Anna Sólveig virtist vera að dragast aftur úr eftir að hafa tapað fjórum höggum á holum 10 til 14 en hún var þá komin fjórum höggum á eftir Valdísi og tveimur höggum á eftir Tinnu. Það breyttist hinsvegar margt á næstu þremur holum. Valdís Þóra tapaði fjórum höggum á holum 15 og 16 og Tinna fékk skolla á bæði 16. og 17. holu. Anna Sólveig komst síðan í forystu fyrir lokaholuna með því að fá fugl á 17. holunni. Þegar stelpurnar í lokahollinu mættu á 18. og síðustu holuna þá var Anna Sólveig samtals á tólf höggum yfir pari en bæði Valdís Þóra og Tinna voru á þrettán höggum yfir pari. Valdís lék síðustu holuna á pari og tryggði sér með því sigur því hinar tvær töpuðu báðar höggum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék best allra í dag eða á einu höggi yfir pari og tryggði sér með því fjórða sætið í mótinu á samtals 16 höggum yfir pari.Lokastaðan í kvennaflokki: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +13 2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK +14 2. Tinna Jóhannsdóttir, GK +14 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +16 5. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +17 6. Signý Arnórsdóttir, GK +22 7. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +23 7. Guðrún Pétursdóttir, GR +23 9. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR +25 9. Karen Guðnadóttir, GS +25
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira