Hvað veldur vinsældum erótískrar ástarsögu? BBI skrifar 6. júlí 2012 19:42 Bækur. Mynd úr safni. Önnur hver húsfrú í Bandaríkjunum er með erótísku ástarsöguna 50 shades of grey á náttborðinu hjá sér um þessar mundir. Sif Jóhannsdóttir hjá Forlaginu efast ekki um að bókin muni slá í gegn meðal íslenskra kvenna þegar hún kemur út í september á þessu ári. Sif telur að vinsældir bókarinnar orsakist öðrum þræði af lipurlegum stíl höfundar og aðgengileika textans. Sif ræddi efnistök bókarinnar og vinsældir í Reykjavík Síðdegis í dag. „Textinn er svo svakalega læsilegur. Hann grípur lesandann algerum heljartökum. Hann getur ekkert lagt bókina frá sér," segir Sif. 50 Shades of Grey er ástarsaga sem kom út á síðasta ári. Hún er fyrsta bókin í þríleik höfundarins E. L. James. Í bókinni er gengið lengra en almennt tíðkast í lýsingum á kynlífi. Hún hefur trónað á toppi sölulista víðsvegar um heiminn og selst í 20 milljón eintökum í 37 löndum. Bókin segir frá ungri stúlku og auðjöfri sem hún kynnist. Þau taka saman en fortíð auðjöfursins einkennist af BDSM kynlífi en stúlkan hefur ekki upplifað nokkuð þvílíkt áður. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Önnur hver húsfrú í Bandaríkjunum er með erótísku ástarsöguna 50 shades of grey á náttborðinu hjá sér um þessar mundir. Sif Jóhannsdóttir hjá Forlaginu efast ekki um að bókin muni slá í gegn meðal íslenskra kvenna þegar hún kemur út í september á þessu ári. Sif telur að vinsældir bókarinnar orsakist öðrum þræði af lipurlegum stíl höfundar og aðgengileika textans. Sif ræddi efnistök bókarinnar og vinsældir í Reykjavík Síðdegis í dag. „Textinn er svo svakalega læsilegur. Hann grípur lesandann algerum heljartökum. Hann getur ekkert lagt bókina frá sér," segir Sif. 50 Shades of Grey er ástarsaga sem kom út á síðasta ári. Hún er fyrsta bókin í þríleik höfundarins E. L. James. Í bókinni er gengið lengra en almennt tíðkast í lýsingum á kynlífi. Hún hefur trónað á toppi sölulista víðsvegar um heiminn og selst í 20 milljón eintökum í 37 löndum. Bókin segir frá ungri stúlku og auðjöfri sem hún kynnist. Þau taka saman en fortíð auðjöfursins einkennist af BDSM kynlífi en stúlkan hefur ekki upplifað nokkuð þvílíkt áður.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira