Ólafur Ragnar hefur eytt tæplega milljón í auglýsingar 25. júní 2012 13:26 Ólafur Ragnar Grímsson hefur eytt alls 3,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands en þar af hefur hann eytt 850 þúsund krónum í auglýsingar. Á Facebook-síðu Ólafs Ragnars kemur fram að heildarkostnaður til þessa dags vegna framboðsins nemur kr. 3.661.640 og skiptist hann þannig að helstu kostnaðarliðir eru kr. 760.000 vegna húsaleigu, gerð vefsíðu kr. 664.640, flug og gisting vegna funda og ferða á landsbyggðinni kr. 540.000, almennur rekstrarkostnaður um kr. 700.000, auglýsingar kr. 850.000. Skipting auglýsinga, sem voru eingöngu vegna funda í byggðarlögum og opnun miðstöðvar, er þannig að: í héraðsfréttablöðum kr. 66.355, í útvarpi kr. 574.580 og skjáauglýsingar kr. 204.531. Fjármögnun þessa kostnaðar er á þann veg að Ólafur Ragnar lagði sjálfur fram í upphafi kosningabaráttunnar 2 milljónir króna. Síðan hafa 20 einstaklingar og 2 rekstraraðilar lagt samtals í kosningasjóð 2 milljónir og 45 þúsund krónur. Auk þess hefur sala merkis og annað skilað um 200 þúsund. Fjármögnunin nemur því til þessa alls um 4,2 milljónum króna. Áætlað er að heildarkostnaður við framboðið verði 4-5 milljónir og nemur viðbótin við þær 3,6 milljónir sem fyrr voru raktar aðallega launakostnaði. „Í ljósi umræðunnar vil ég beina því annarra frambjóðenda, að birta nú sundurliðað kostnaðaryfirlit og áætlun um heildarkostnað við baráttuna," segir svo á heimasíðu Ólafs Ragnars. Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum Stöðvar 2 í gær að hún hefði eytt rúmlega sautján hundruð þúsund krónum í auglýsingar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að hún hefði fengið 12 milljónir króna í styrki en fimm þeirra voru yfir 200 þúsund krónum. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar og Hannes Bjarnason ætlar að gera það þegar tími gefst til. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28 Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18 Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur eytt alls 3,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands en þar af hefur hann eytt 850 þúsund krónum í auglýsingar. Á Facebook-síðu Ólafs Ragnars kemur fram að heildarkostnaður til þessa dags vegna framboðsins nemur kr. 3.661.640 og skiptist hann þannig að helstu kostnaðarliðir eru kr. 760.000 vegna húsaleigu, gerð vefsíðu kr. 664.640, flug og gisting vegna funda og ferða á landsbyggðinni kr. 540.000, almennur rekstrarkostnaður um kr. 700.000, auglýsingar kr. 850.000. Skipting auglýsinga, sem voru eingöngu vegna funda í byggðarlögum og opnun miðstöðvar, er þannig að: í héraðsfréttablöðum kr. 66.355, í útvarpi kr. 574.580 og skjáauglýsingar kr. 204.531. Fjármögnun þessa kostnaðar er á þann veg að Ólafur Ragnar lagði sjálfur fram í upphafi kosningabaráttunnar 2 milljónir króna. Síðan hafa 20 einstaklingar og 2 rekstraraðilar lagt samtals í kosningasjóð 2 milljónir og 45 þúsund krónur. Auk þess hefur sala merkis og annað skilað um 200 þúsund. Fjármögnunin nemur því til þessa alls um 4,2 milljónum króna. Áætlað er að heildarkostnaður við framboðið verði 4-5 milljónir og nemur viðbótin við þær 3,6 milljónir sem fyrr voru raktar aðallega launakostnaði. „Í ljósi umræðunnar vil ég beina því annarra frambjóðenda, að birta nú sundurliðað kostnaðaryfirlit og áætlun um heildarkostnað við baráttuna," segir svo á heimasíðu Ólafs Ragnars. Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum Stöðvar 2 í gær að hún hefði eytt rúmlega sautján hundruð þúsund krónum í auglýsingar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að hún hefði fengið 12 milljónir króna í styrki en fimm þeirra voru yfir 200 þúsund krónum. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar og Hannes Bjarnason ætlar að gera það þegar tími gefst til.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28 Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18 Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28
Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18
Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00