„Flug Falcons var fullkomið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. maí 2012 23:49 Frá geimskotinu í dag. mynd/AP Bandaríska fyrirtækið SpaceX braut blað í sögu geimferða í dag þegar Falcon 9 eldflaugin hóf sig á loft í Flórída. Um borð í flauginni er ómannað hylki, Dragon, en það mun flytja rúmlega 450 kíló af birgðum til Alþjóðlegum geimstöðvarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=whyHNUUQksY">watch on YouTube</a> Hingað til hafa alþjóðlegar stofnanir og ríkisstjórnir séð um slík verkefni. „Flug Falcons var fullkomið," skrifaði Elon Musk á samskiptamiðlinum Twitter en hann er stofnandi, stjórnarformaður og helsti hönnuður Falcon 9 eldflaugarinnar. „Dragon er nú á sporbraut um jörðu... Þungu fargi er af mér létt." Seinna meir sagði Musk fjölmiðlum að hann væri afar stoltur af árangrinum: „Fyrir okkur er þetta eins og að vinna Super Bowl." Musk, sem er fertugur, hefur komið að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina. Hann var einn af stofnendum PayPal og var stærsti hluthafi fyrirtækisins þegar uppboðsvefsíðan eBay keypti það árið 2002. Geimskotsins í dag var beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrir nokkrum dögum reyndi SpaceX að skjóta Falcon 9 eldflauginni á sporbraut en vegna bilunar þurfti að aflýsa geimskotinu — hálfri sekúndu áður en kveikja átti á eldflaugunum. John Holdren, vísindaráðgjafi Barack Obama, Bandaríkjaforseta, óskaði Musk og samstarfsmönnum hans til hamingju í dag. „Hvert einasta geimskot er merkilegur áfangi, en þetta er sannarlega spennandi," sagði Holdren. „Þetta einkaframtak boðar nýja tíma hjá NASA og stofnunin mun nú geta einbeitt sér að því að sinna verkefnum sínum." Frá því að NASA þurfti að snúa baki við geimferðaáætlun sinni fyrir nokkrum árum hefur stofnunin þurft að reiða sig á Geimferðastofnun Rússlands við að flytja birgðir og mannskap í Alþjóðlegu geimstöðina. Á næstu dögum mun síðan Dragon-birgðahylkið tengjast geimstöðinni en NASA mun sýna beint frá þessum merka áfanganum. Hægt er að sjá Falcon 9 geimflaugina hefja sig á loft í myndbandinu hér fyrir ofan. SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Bandaríska fyrirtækið SpaceX braut blað í sögu geimferða í dag þegar Falcon 9 eldflaugin hóf sig á loft í Flórída. Um borð í flauginni er ómannað hylki, Dragon, en það mun flytja rúmlega 450 kíló af birgðum til Alþjóðlegum geimstöðvarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=whyHNUUQksY">watch on YouTube</a> Hingað til hafa alþjóðlegar stofnanir og ríkisstjórnir séð um slík verkefni. „Flug Falcons var fullkomið," skrifaði Elon Musk á samskiptamiðlinum Twitter en hann er stofnandi, stjórnarformaður og helsti hönnuður Falcon 9 eldflaugarinnar. „Dragon er nú á sporbraut um jörðu... Þungu fargi er af mér létt." Seinna meir sagði Musk fjölmiðlum að hann væri afar stoltur af árangrinum: „Fyrir okkur er þetta eins og að vinna Super Bowl." Musk, sem er fertugur, hefur komið að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina. Hann var einn af stofnendum PayPal og var stærsti hluthafi fyrirtækisins þegar uppboðsvefsíðan eBay keypti það árið 2002. Geimskotsins í dag var beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrir nokkrum dögum reyndi SpaceX að skjóta Falcon 9 eldflauginni á sporbraut en vegna bilunar þurfti að aflýsa geimskotinu — hálfri sekúndu áður en kveikja átti á eldflaugunum. John Holdren, vísindaráðgjafi Barack Obama, Bandaríkjaforseta, óskaði Musk og samstarfsmönnum hans til hamingju í dag. „Hvert einasta geimskot er merkilegur áfangi, en þetta er sannarlega spennandi," sagði Holdren. „Þetta einkaframtak boðar nýja tíma hjá NASA og stofnunin mun nú geta einbeitt sér að því að sinna verkefnum sínum." Frá því að NASA þurfti að snúa baki við geimferðaáætlun sinni fyrir nokkrum árum hefur stofnunin þurft að reiða sig á Geimferðastofnun Rússlands við að flytja birgðir og mannskap í Alþjóðlegu geimstöðina. Á næstu dögum mun síðan Dragon-birgðahylkið tengjast geimstöðinni en NASA mun sýna beint frá þessum merka áfanganum. Hægt er að sjá Falcon 9 geimflaugina hefja sig á loft í myndbandinu hér fyrir ofan.
SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira