Fórnarlömb Breiviks lýstu hryllingnum í Útey Jóhanna Margrét Gísladóttir. skrifar 14. maí 2012 12:04 Anders Behring Breivik mynd/AFP Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af. Réttarhöldin yfir Breivik hafa staðið yfir í tæpan mánuð. Í dag báru eftirlifandi fórnarlömb voðaverkanna vitni og lýstu því hvernig þeim tókst, mörgum á undraverðan hátt, að komast í burtu frá fjöldamorðingjanum. Ein rúmlega tvítug stúlka átti erfitt með að halda aftur tárunum þegar hún lýst því hvernig hún flúði í gegnum tjaldbúðir ungmennanna, stökk í vatnið og synti eins hratt og hún gat. Hún segist hafa séð Breivik á ströndinni og hugsað með sér að hún vildi frekar drukkna í vatninu en að vera skotin af honum. Henni tókst að synda sex hundruð metra í ísköldu vatninu yfir á meginlandið en það var þá sem hún áttaði sig á því að hún hafði verið skotin í handlegginn. Önnur stúlka óskaði eftir því að Breivík væri fjarlægður úr réttarsalnum á meðan hún bæri vitni, hún gæti ekki horfst í augu við manninn sem reyndi að drepa hana. Hún lýsti því hvernig henni tókst að fjarlægja byssukúlu úr skotsári á læri sínu og lagðist síðan til sunds til að komast í burtu en fékk astmakast og var nær drukknuð í vatninu. Hún sagði fyrir réttinum í dag að þau sem voru á eyjunni hafi sigrað og Breivik tapað þar sem norsk ungmenni kunni að synda. Þriðja vitnið var drengur sem varð fyrir skoti í öxlina sem gerði gat á lunga hans, hann faldi sig undir trjám og þakti með mold til að reyna að fela sig, þar hafi hann beðið þar til lögreglan kom til hjálpar. Búist er við að réttarhöldin yfir Breivik geti staðið í tíu vikur. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Tilfinningaþrungin stund var í dómsal í Osló í dag þegar fórnarlömb sem særðust í árás Anders Behring Brevik í Útey lýstu því hvernig þau komust lífs af. Réttarhöldin yfir Breivik hafa staðið yfir í tæpan mánuð. Í dag báru eftirlifandi fórnarlömb voðaverkanna vitni og lýstu því hvernig þeim tókst, mörgum á undraverðan hátt, að komast í burtu frá fjöldamorðingjanum. Ein rúmlega tvítug stúlka átti erfitt með að halda aftur tárunum þegar hún lýst því hvernig hún flúði í gegnum tjaldbúðir ungmennanna, stökk í vatnið og synti eins hratt og hún gat. Hún segist hafa séð Breivik á ströndinni og hugsað með sér að hún vildi frekar drukkna í vatninu en að vera skotin af honum. Henni tókst að synda sex hundruð metra í ísköldu vatninu yfir á meginlandið en það var þá sem hún áttaði sig á því að hún hafði verið skotin í handlegginn. Önnur stúlka óskaði eftir því að Breivík væri fjarlægður úr réttarsalnum á meðan hún bæri vitni, hún gæti ekki horfst í augu við manninn sem reyndi að drepa hana. Hún lýsti því hvernig henni tókst að fjarlægja byssukúlu úr skotsári á læri sínu og lagðist síðan til sunds til að komast í burtu en fékk astmakast og var nær drukknuð í vatninu. Hún sagði fyrir réttinum í dag að þau sem voru á eyjunni hafi sigrað og Breivik tapað þar sem norsk ungmenni kunni að synda. Þriðja vitnið var drengur sem varð fyrir skoti í öxlina sem gerði gat á lunga hans, hann faldi sig undir trjám og þakti með mold til að reyna að fela sig, þar hafi hann beðið þar til lögreglan kom til hjálpar. Búist er við að réttarhöldin yfir Breivik geti staðið í tíu vikur.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira