Svavar fékk 25 þúsund króna sekt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2012 20:27 Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV. Mynd/HAG Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var í dag sektaður um 25 þúsund krónur fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sinna manna gegn Gróttu í úrslitakeppni N1-deildar kvenna. Svavar sakaði annan dómara leiksins um að hafa mætt til leiks angandi af áfengisfýlu. Eins og áður hefur verið fjallað um hefur viðkomandi dómari játað áfengisneyslu kvöldið áður og var Svavar því ekki sektaður fyrir þau orð. Hins vegar lét hann síðar þau orð falla í viðtalinu að dómararnir báðir hafi dæmt eins og þeir væru blindfullir. Segir aganefnd HSÍ að þau ummæli séu óviðeigandi, sérstaklega í garð hins dómara leiksins. Niðurstöðu aganefndarinnar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. „Tekið var fyrir mál frá stjórn HSÍ sem bókað var inn hjá nefndinni á fundi sínum í gær. Aganefnd telur málið tækt til úrskurðar hjá nefndinni þar sem það fellur greinilega undir greinar 18 og 19 í „Reglugerð HSÍ um agamál". Greinargerð hefur borist frá ÍBV um málið. Um er að ræða ummæli sem Svavar Vignisson starfsmaður M.fl.kv. hjá ÍBV hafði, eftir að leik Gróttu og ÍBV lauk, hjá RÚV, sport.is og visi.is þann 14. þessa mánaðar. Þegar hefur komið fram við afgreiðslu dómaranefndar HSÍ á málinu að annar dómari leiksins hafði neytt áfengis fram til kl. 24 kvöldið fyrir leik en að dómarans sögn ekki eftir það. Þrátt fyrir það telur Svavar sig hafa fundið áfengislykt af öðrum dómara leiksins áður en leikur hófst og drögum við það ekki í efa þó nokkurt hafi verið liðið frá því hann neytti áfengis. Það verður að teljast mjög ámælisvert af dómara í svo mikilvægum leik, sem leikur í úrslitakeppni er, að neyta áfengis kvöldið fyrir leik. Það er í raun vanvirðing við íþróttina, félögins sem eru að leika sem og meðdómara sinn. Aganefnd telur sig því ekki getað beitt neinum viðurlögum við þeim orðum Svavars að annar dómari leiksins hafi mætt til leiks „angandi af áfengisfýlu". Þó að vissulega skaði þessi ummæli íþróttina er það í raun sá sem kemur til leiks í óásættanlegu ástandi sem skaðar íþróttina en ekki sá sem segir frá. Önnur ummæli Svavars eru hins vegar ámælisverð. Það eru:"Enda dæmdi hann eins og hann væri fullur" og „..og svo dæma þeir báðir eins og þeir séu blindfullir". Ljóst er að þessi lýsingarorð koma í kjölfar þess að hann segir frá áfengislykt af öðrum dómaranum og verða því að skoðast í því samhengi. Alvarlegast er að með þessum orðum er hann að ýja að því að dómarar hafi verið undir áhrifum áfengis en hann dró þó í land með það síðar. Jafnfram blandar hann þarna inn í meðdómara þess sem ásakaður var en honum hefur á engan hátt verið brigslað um áfengisneyslu og er þessi orð því mjög svo óviðeigandi sérstaklega gagnvart honum. Niðurstaða aganefndar er að Svavar Vignisson starfsmaður M.fl.kv hjá ÍBV er úrskurðaður í sekt að upphæð kr. 25.000." Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu "Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær. 15. apríl 2012 14:47 Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Júlíus fer í frí út af bjórdrykkju Júlíus Sigurjónsson handknattleiksdómari, sem sakaður var um að mæta til leiks angandi af áfengi um síðustu helgi, mun ekki dæma fleiri leiki á þessari leiktíð. 19. apríl 2012 15:01 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. 16. apríl 2012 15:04 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, var í dag sektaður um 25 þúsund krónur fyrir ummæli sem hann lét falla í viðtölum við fjölmiðla eftir leik sinna manna gegn Gróttu í úrslitakeppni N1-deildar kvenna. Svavar sakaði annan dómara leiksins um að hafa mætt til leiks angandi af áfengisfýlu. Eins og áður hefur verið fjallað um hefur viðkomandi dómari játað áfengisneyslu kvöldið áður og var Svavar því ekki sektaður fyrir þau orð. Hins vegar lét hann síðar þau orð falla í viðtalinu að dómararnir báðir hafi dæmt eins og þeir væru blindfullir. Segir aganefnd HSÍ að þau ummæli séu óviðeigandi, sérstaklega í garð hins dómara leiksins. Niðurstöðu aganefndarinnar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. „Tekið var fyrir mál frá stjórn HSÍ sem bókað var inn hjá nefndinni á fundi sínum í gær. Aganefnd telur málið tækt til úrskurðar hjá nefndinni þar sem það fellur greinilega undir greinar 18 og 19 í „Reglugerð HSÍ um agamál". Greinargerð hefur borist frá ÍBV um málið. Um er að ræða ummæli sem Svavar Vignisson starfsmaður M.fl.kv. hjá ÍBV hafði, eftir að leik Gróttu og ÍBV lauk, hjá RÚV, sport.is og visi.is þann 14. þessa mánaðar. Þegar hefur komið fram við afgreiðslu dómaranefndar HSÍ á málinu að annar dómari leiksins hafði neytt áfengis fram til kl. 24 kvöldið fyrir leik en að dómarans sögn ekki eftir það. Þrátt fyrir það telur Svavar sig hafa fundið áfengislykt af öðrum dómara leiksins áður en leikur hófst og drögum við það ekki í efa þó nokkurt hafi verið liðið frá því hann neytti áfengis. Það verður að teljast mjög ámælisvert af dómara í svo mikilvægum leik, sem leikur í úrslitakeppni er, að neyta áfengis kvöldið fyrir leik. Það er í raun vanvirðing við íþróttina, félögins sem eru að leika sem og meðdómara sinn. Aganefnd telur sig því ekki getað beitt neinum viðurlögum við þeim orðum Svavars að annar dómari leiksins hafi mætt til leiks „angandi af áfengisfýlu". Þó að vissulega skaði þessi ummæli íþróttina er það í raun sá sem kemur til leiks í óásættanlegu ástandi sem skaðar íþróttina en ekki sá sem segir frá. Önnur ummæli Svavars eru hins vegar ámælisverð. Það eru:"Enda dæmdi hann eins og hann væri fullur" og „..og svo dæma þeir báðir eins og þeir séu blindfullir". Ljóst er að þessi lýsingarorð koma í kjölfar þess að hann segir frá áfengislykt af öðrum dómaranum og verða því að skoðast í því samhengi. Alvarlegast er að með þessum orðum er hann að ýja að því að dómarar hafi verið undir áhrifum áfengis en hann dró þó í land með það síðar. Jafnfram blandar hann þarna inn í meðdómara þess sem ásakaður var en honum hefur á engan hátt verið brigslað um áfengisneyslu og er þessi orð því mjög svo óviðeigandi sérstaklega gagnvart honum. Niðurstaða aganefndar er að Svavar Vignisson starfsmaður M.fl.kv hjá ÍBV er úrskurðaður í sekt að upphæð kr. 25.000."
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu "Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær. 15. apríl 2012 14:47 Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00 Júlíus fer í frí út af bjórdrykkju Júlíus Sigurjónsson handknattleiksdómari, sem sakaður var um að mæta til leiks angandi af áfengi um síðustu helgi, mun ekki dæma fleiri leiki á þessari leiktíð. 19. apríl 2012 15:01 Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50 Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. 16. apríl 2012 15:04 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 25-24 | Mörðu spennutrylli Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Þjálfari ÍBV: Dómarinn angaði af áfengisfýlu "Þetta var mjög svekkjandi tap,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, í viðtali við vefsíðuna sport.is eftir að lið hans hafði tapað gegn Gróttu í öðrum leik liðanna um laust sæti í undanúrslitum N1-deildar kvenna í gær. 15. apríl 2012 14:47
Vítakastsdómarnir umdeildu í leik Gróttu og ÍBV - myndband Eyjamenn eru allt annað en sáttir við dómgæsluna í öðrum leik kvennaliðs ÍBV gegn Gróttu. Gróttustúlkur fengu 13 víti í leiknum og þjálfari ÍBV, Svavar Vignisson, sagði að það hefði verið áfengislykt af öðrum dómara leiksins og að hann hefði dæmt eins og hann hefði verið fullur. 16. apríl 2012 13:00
Júlíus fer í frí út af bjórdrykkju Júlíus Sigurjónsson handknattleiksdómari, sem sakaður var um að mæta til leiks angandi af áfengi um síðustu helgi, mun ekki dæma fleiri leiki á þessari leiktíð. 19. apríl 2012 15:01
Formaður dómaranefndar HSÍ: Þetta mál er áfall fyrir okkur "Þetta er mjög alvarlegt mál. Alveg sama hvernig á það er litið," sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, um ásakanir Svavars Vignissonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, um að annar dómari leiks Gróttu og ÍBV um helgina hafi angað af áfengi. 16. apríl 2012 15:50
Svavar: Legg orðspor mitt og virðingu undir þessi orð Svavar Vignisson, þjálfari kvennaliðs ÍBV, segist standa við þau orð sín að það hafi verið áfengislykt af öðrum dómara leiks Gróttu og ÍBV í úrslitakeppni N1-deildar kvenna um helgina. 16. apríl 2012 15:04