Kristín ætlar ekki í forsetaframboð 12. apríl 2012 18:24 Kristín Ingólfsdóttir mynd/Anton Brink Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú síðdegis segist hún þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem henni hefur sýnt um hugsanlegt framboð. „Að vel ígrunduðu máli hef ég í dag gefið afsvar stórum og öflugum hópi fólks hvaðanæva úr samfélaginu sem skorað hefur á mig að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 30. júní. Þessi niðurstaða er í samræmi við þau svör sem ég hef áður gefið af sama tilefni allt frá því á miðju síðasta ári. Aðstæður nú eru óvenjulegar og ég tel að forseti geti gengt mikilvægu leiðtogahlutverki við að endurskapa traust í samfélaginu, sem svo sárlega vantar. Niðurstaða mín er sú að ég geti mest lagt af mörkum enn um sinn í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég vil við þetta tækifæri þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt og ómetanlegan stuðning þeirra sem beint hafa þessum tilmælum til mín. Ég tel að ég eigi ólokið verki við Háskóla Íslands. Ég tókst á hendur rektorsembætti með það að markmiði að skapa einingu og sóknarhug og koma á breytingum sem gera skólann betur færan um að sinna hlutverki sínu. Á síðasta ári unnu starfsfólk og stúdentar stórkostlegan áfangasigur á þeirri vegferð þegar Háskóla Íslands var skipað í hóp 300 bestu háskóla af þeim 17,000 háskólum sem starfræktir eru í heiminum. Mörg brýn verkefni bíða þó enn úrlausnar. Ég tel að uppbygging menntakerfis og háskólastarfs í landinu sé einn mikilvægasti þátturinn í endurreisn samfélagsins hér eftir hrunið. Ég mun einbeita mér að því verki næstu misseri," segir Kristín í yfirlýsingunni. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands en forsetakosningar fara fram í sumar. Í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum nú síðdegis segist hún þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem henni hefur sýnt um hugsanlegt framboð. „Að vel ígrunduðu máli hef ég í dag gefið afsvar stórum og öflugum hópi fólks hvaðanæva úr samfélaginu sem skorað hefur á mig að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands í kosningunum 30. júní. Þessi niðurstaða er í samræmi við þau svör sem ég hef áður gefið af sama tilefni allt frá því á miðju síðasta ári. Aðstæður nú eru óvenjulegar og ég tel að forseti geti gengt mikilvægu leiðtogahlutverki við að endurskapa traust í samfélaginu, sem svo sárlega vantar. Niðurstaða mín er sú að ég geti mest lagt af mörkum enn um sinn í embætti rektors Háskóla Íslands. Ég vil við þetta tækifæri þakka af auðmýkt og einlægni fyrir það mikla traust sem mér hefur verið sýnt og ómetanlegan stuðning þeirra sem beint hafa þessum tilmælum til mín. Ég tel að ég eigi ólokið verki við Háskóla Íslands. Ég tókst á hendur rektorsembætti með það að markmiði að skapa einingu og sóknarhug og koma á breytingum sem gera skólann betur færan um að sinna hlutverki sínu. Á síðasta ári unnu starfsfólk og stúdentar stórkostlegan áfangasigur á þeirri vegferð þegar Háskóla Íslands var skipað í hóp 300 bestu háskóla af þeim 17,000 háskólum sem starfræktir eru í heiminum. Mörg brýn verkefni bíða þó enn úrlausnar. Ég tel að uppbygging menntakerfis og háskólastarfs í landinu sé einn mikilvægasti þátturinn í endurreisn samfélagsins hér eftir hrunið. Ég mun einbeita mér að því verki næstu misseri," segir Kristín í yfirlýsingunni.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira