Mikil sorg á Ítalíu eftir fráfall Morosini Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2012 11:00 Piermario Morosini í leik á Ítalíu. Nordic Photos / Getty Images Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað. Morosini var aðeins 25 ára gamall. Hann var í láni hjá Livorno í ítölsku B-deildinni frá Udinese en hann lék áður með ítalska U-21 landsliðinu. Hann hneig niður á 31. mínútu leiksins. Hann var fluttur á sjúkrahús en var látinn áður en þangað var komið. Leikurinn fór fram í borginni Pescara á Ítalíu og yfirmaður hjartadeildar sjúkrahússins sem Morsini var fluttur á var á meðal áhorfenda í leiknum. Sá heitir Leonardo Paloscia og sagði við fréttamenn í gær að Morosini hafi aldrei komist til meðvitundar aftur. Paloscia hljóp inn á völlinn til að aðstoða við endurlífgunartilraunir. „Hjartað hans hætti að slá og var ekkert lífsmark að sjá með honum," sagði hann. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að lögreglubifreið hefði verið lagt fyrir innkeyrslu sjúkrabílsins inn á völlinn. Þurfti að brjóta rúðu til að færa bílinn og er fullyrt að sjúkrabíllinn hafi tafist af þeim sökum. Stutt ævi Morosini var þyrnum stráð. Hann var ungur þegar báðir foreldrar hans létust og systkini hans eru líkamlega fötluð. Yngri bróðir hans framdi nýverið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga. Morosini ólst upp í Atalanta og fyrrum þjálfari hans í unglingaliði borgarinnar minntist hans í gær. „Ég kynntist honum sem ungum dreng. Hann var frábær strákur sem vildi alltaf allt fyrir alla gera. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína - þannig var Piermario." „Líf hans var erfitt. En hann hafði einstaka hæfileika. Hann átti góðan feril í knattspyrnunni og hvert sem hann fór naut hann virðingar. Allir sem kynntust honum höfðu ekkert nema gott um hann að segja. Hann var með hjarta úr gulli." Fjölmargir aðilar víða úr knattspyrnuheiminum hafa vottað Morosini virðingu sína. Ítalski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað. Morosini var aðeins 25 ára gamall. Hann var í láni hjá Livorno í ítölsku B-deildinni frá Udinese en hann lék áður með ítalska U-21 landsliðinu. Hann hneig niður á 31. mínútu leiksins. Hann var fluttur á sjúkrahús en var látinn áður en þangað var komið. Leikurinn fór fram í borginni Pescara á Ítalíu og yfirmaður hjartadeildar sjúkrahússins sem Morsini var fluttur á var á meðal áhorfenda í leiknum. Sá heitir Leonardo Paloscia og sagði við fréttamenn í gær að Morosini hafi aldrei komist til meðvitundar aftur. Paloscia hljóp inn á völlinn til að aðstoða við endurlífgunartilraunir. „Hjartað hans hætti að slá og var ekkert lífsmark að sjá með honum," sagði hann. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að lögreglubifreið hefði verið lagt fyrir innkeyrslu sjúkrabílsins inn á völlinn. Þurfti að brjóta rúðu til að færa bílinn og er fullyrt að sjúkrabíllinn hafi tafist af þeim sökum. Stutt ævi Morosini var þyrnum stráð. Hann var ungur þegar báðir foreldrar hans létust og systkini hans eru líkamlega fötluð. Yngri bróðir hans framdi nýverið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga. Morosini ólst upp í Atalanta og fyrrum þjálfari hans í unglingaliði borgarinnar minntist hans í gær. „Ég kynntist honum sem ungum dreng. Hann var frábær strákur sem vildi alltaf allt fyrir alla gera. Hann lifði fyrir fjölskyldu sína - þannig var Piermario." „Líf hans var erfitt. En hann hafði einstaka hæfileika. Hann átti góðan feril í knattspyrnunni og hvert sem hann fór naut hann virðingar. Allir sem kynntust honum höfðu ekkert nema gott um hann að segja. Hann var með hjarta úr gulli." Fjölmargir aðilar víða úr knattspyrnuheiminum hafa vottað Morosini virðingu sína.
Ítalski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira